Austurland


Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 1

Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 1
Málgagsi sósíalista á Anstnrlandi 13. árgangur. Neskaupstað, 7. júní 1963. 23. tölublað. Úrslitin á Austurlandi ráða mestu um það hvort við tekur framfarastjórn eða ný íhaldsstjórn með aðild Framsóknar Kosning.abaráttan er nú komin á lokastig og eftir tvo daga ganga kjósendur að kjörborðinu og velja sér fulltrúa til setu á Al- ■þingi næstu fjögur árin. Á sunnu- daginn kemur er valdið í höndum kjósenda og það veltur á miklu, að þeir noti þetta vaid þannig, að til sem mestra. heilla verði landi og þjóð. Úr öllum kjördæmum berast ánægj'ulegar fréttir af mikilli sckn Alþýðubandalagsins og er fullvíst að það bætir mikið stöðu sína í þassum kosningum. Kjós- endum þess mun fjölga um marg- ar þúsundir og þingstyrkur þess vex. Vinstri mönnum verður það ljósara með hverjum deginum sem líður, að því aðeins er von til að óheillaganga núverandi stjórnarflokka verði stöðvuð, að Alþýðubandalagið vaxi að mætti og áhrifum. Þeim verður það æ Ijósara, að eina ráðið til að koma í veg fyrir að Framsókn gangi til samvinnu við íhaldið eftir kosn- ingar, er að efla Alþýðubandalag- ið — flokkinn til vinstri við Framsókn. Og með degi hverjum átta þeir sig betur og betur á því, að afturhaldsöfíin verða því aðeins sigruð, að atkvæði vinsfri manna komi að fullum notum. Við síðustu kosningar féllu mörg hundruð atkvæði, sem greidd voru Framsóknanflokkn- um, dauð í hverju einasta kjör- dæmi. Því aðeins verður íhalds- stjórnin að velli lögð, að þessi atkvæði öðlist gildi. Líkurnar fyr- ir því, að Framsókn fái uppbót- arsæti, eru svo hverfandi litlar, að útiloka má þann möguleika. Því aðeins öðlast þessi atkvæði gildi í baráttunni fyrir því, að hrífa stjórn landsins úr helgreip- um íhaldsins, að þau verði greidd Alþýðubandalaginu. Þá koma þau að fullum notum þannig, að í hlut Alþýðubandalagsins koma þá fleiri uppbótarsæti. Og því aðeins tekst að fella íhaldið, að nægilega mörg uppbótarsæti komi í hlut Alþýðu- bandalagsins. Hér í Austurlandskjördæmi féliu í síðustu kosningum mörg hundruð Framsóknaratkvæði dauð. Á slíkt að koma fyrir aft- ur? Ég er þess fullviss, að allir vinstri menn eru mér sammála um, að það mundi vera hinn mesti óvinafagnaður. Framsókn reynir að telja mönnum trú um, að hún geti fengið fjóra þing- menn kjörna, þannig, að Vilhjálm- ur á Brekku felli Lúðvík Jóseps- son. Allir vita, að þetta er alger firra, svívirðileg blekking, í fraimmi höfð til þess eins, að reyna að fjölga hinum dauðu at- kvæðum Framsóknar, en slíkt yrði vatn á myllu íhaldsins. Til þess að fjórði maður Framsókn- ar felldi Lúðvík í síðastu kosning- um, hefði Framsóknarlistinn þurft að fá 1037 atkvæðum meira en hann fékk. Allir sjá hve fráleitur er áróður Framsóknar fyrir því, að fjórða sæti lista flokksins sé baráttusæti. Það ber líka að hafa á huga, að nú duga engin 1037 at- kvæði til að fella Lúðvík. Nú þarf miklu meira, því eftir ölluim sólar- merkjum að dæma, hækka at- kvæðatölur G-listans til muna. Það er því ekld í þágu vinstri stefnu, að fjölga atkvæðum Fram- sóknar. Þvert á móti. Það þarf að fækka atkvæðum Framsóknar um nokkur hundruð, en fjölga at- kvæðum Alþýðubandalagsins að sa'ma skapi. Það gæti ráðið úr- slitum um það, hvað ofan á verð- ur um stjórn landsins. En einnig af öðrum ástæðum þarf þeim að fækka, sem greiða Framsókn atkvæði í kosningunum á sunnudaginn. Eins og áður er Eysteinn Jóns- son efstur á lista Framsóknar á Austurlandi. Eysteinn hefur ekki farið dult með það, að takmark hans er að fá aðstöðu til að kom- ast í stjórn með íhaldinu. En all- ur þorri .kjósenda Framsóknar- flokksins er algjörlega andvigur íhaldsssamvinnu og má ekki til þess hugsa, að flokkur þeirra enn á ný blandi blóði við íhaildið. Ey- steinn er áhrifamesti maður Framsóknarflokksins og ræður mestu um stefnu hans, enda for- maður hans. Eigi hann auknu fylgi að fagna hér í kjördæminu, lítur hann á það sem merki þess, að honum sé óhætt að ganga til samvinnu við íhaldið. Austfirzkir kjósendur hans hafi lýst sig sam- þykka því. Bíði hann hinsvegar nokkurn hnekki, tekur hann það sem viðvörun og hugsar sig um tvisvar áður en hann teymir ílokkinn til íhaldssamvinnu. Austfirzkir kjósendur geta því öðrum fremur ráðið því, hvort Framsókn hallar sér til hægri eða vinstri eftir kosningar. Úirslitin í Austurlandskjördæmi eru líkleg til að ráða því hvort við tekur ný íhaldsstjórn eða vinstri stjórn að kosningum loknum. Austfirzki kjósandi. Á sunnudaginn er valuið í þínum hcndum og þér ber að beita því á þann liátt, sem þú telur landi og þjóð til mestra heiila. Þú kýst ekld viðreisnarflokk- ana. Þeir hafa reynzt þér þung- ir í skauti og áform þeirra í sambandi við Efnahagsbanda- lag Evrópu stefna sjálfri til- \eru þjóðárinnar í beinan voða. Þú kýst ekki Framsókn, ílokkinn, sem er með öllu og móti öllu og hefur það að meg- in takmarki í þessum kosning- um, að komast í stjórn með íhaldinu. Þú kýst G-listann, lista AI- þýðubandalagsins, sem aldrei lieíur brugðizt þér og aldrei mun bregðast þér. Þú kýst flokkinn, sem verið hefúr sverð þitt og skjöldur í hagsmuna- baráttunni og staðið vörð gegn liverskonar erlendri ásælni í hvaða mynd sem hún birtist. Gerum sigur G-listans sem glæsilegastan á sunnudaginn kemur. "■^SB ^WVWSíVWWSWV/^/W^W/WV/V/S/llVS/VS/WW/WWW/l/VS/WVWWWWVSA/VV/ Kjósendafundur Alþýðfabandalagið efnir til almenns kjósendafundar í félagsheimil- inu í Neskaupstað í kvöld — föstudag — kl. 9. Að fundi loknum eiga fundarmenn þess kost að kaupa kaffi í veit- ingasal félagsheimilisins. — „KÁTIR FÉLAGAR“ leika. Fjölmennið á kjósendafund Alþýðubandalagsins. RÆÖUMENN: Baldur Böðvarsson, Birgir Stefánsson, Bjarni Þórðarson, Helgi Seljan, Jóhannes Steíánsson, Lúðvík Jósepsson og Örn Scheving. Sýnd verður kvikmyndin 30. marz 1949.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.