Austurland


Austurland - 23.12.1970, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1970, Blaðsíða 5
JÓLIN 1970 AUSTURLAND 5 AF NAFNI Hallgríms Hall- grímssonar stendur meiri ljómi en flestra annai-ra forystumanna í verka- lýðsbaráttunni á íslandi á þriðja áratugi þessarar aldar. Hann var óvenjulega minnisstæður iþeim, sem kynntust 'homium sakir igáfna, mannkosta og einurðar. Hann varð alþjóð kunnur, er hann fór til Spánar sem sjálfboðaliði í Al- ‘þjóðaiiherdeildinni, er barðist með lýðveldishernum í borgarasiyrj- öldinni. Um iþá leynslu sína skrif- aði hann bók. Hann varð líka kunnur, er hann var dæmdur tíl fangelsisvistar á Lit.la-Hrauni vegna þátfctöku í svonefndu „dreifibréfsmáli" 1941. Hann var einn þeirra, sem dó ungur — og guðirnir etóka. Hann fórst með véibátnum Sæborgu úti fyrir Austfjörðum um miðjan nóvem- ber 1942. Karl Nikulásson, bóndi á Gunn- laugsstöðum í Skógum var skóla- bróðir og vinur Hallgríms Hall- grimssonar í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir tóku gagnfræða- próf þaðan vorið 1930, unnu saman á Siglufirði um sumarið og fóru saman til Reykjavíkur um haustið. Hér á eftir rifjar Karl upp minningar frá þessum viðburðaríku dögum. S. Bl. Skólavist í M. A. og síldarsumar Við Hallgrímur Hallgrímssoin munum fyrst hafa hitzt haustið 1928, er við settumst í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri. Éjg var þá tvítugur, en -hann hefur liklega verið 18 ára. Kynni okkar byrjuðu þó ekki vel. Það va,r fyrst. um haustið í skólanum. Hallgrímur var nýr nemandi, en ég hafði setið í 1. bekk. Það þurfti því að tollera hann, en það vildi hann ekki. Það þurfti lengi að elta hann og það var ei.nmiitt ég, sem iþað gerði. Upp frá því urðum við mátar. En verulegir mátar urðum við þó fyrst sumarið eftir, 1929, er við vorum saman á síld á vélbátnum Þingey frá Akureyri. Við Hallgrímur vorum kojufé- lagar og töluðum saman okkar eigið mál, sem engir aðrir skildu. Þetta var dálítil tízka í skólan- um. Ég iþarf ekki að taka það fram, að Haligrímur var af- bragðs fél-agi. Við vorum orðnir talsvert póli- tískir þá, báðir félagar í Jafnað- armannafélagi Akureymr, en helztu forystumenn þar vo.ru þá Einar Olgeirsson og Erlingur Friðjónsson, en einnig var Pálmi Hannesson þar framarlega í flokki þá. Um helmingur skipshafnarinnar á Þingey voru Færeyingar og voru sumir þeirm ágætir vinir oikkar, en öðrum stríddum við dá- aítið. annars gátu Færeyingam- ir stundum verið dálítið skrýtnir, eins og t.. d. þegar við „bommuð- um“ á köstum. Þá drógu þeir af sér, þegar draga skyldi inn nót- ina. Það var meira erfiði þá en nú að vera á síldveiðum. Af Islendingunum man ég vel eftir kokkinum, sem var hálf- gerður eiturbrasari. Við þóttumst alltaf illa haldnir í mat, hjá hon- um. Ef vel veiddist, var gott kaup á síld þá eins og nú. En þetta sumar höfðum við samt ekki upp meira en sem svaraði samfelldri tímavinnu. Snemma á vertíðinni þetta sum- ar fengum við eitt ágætt kast, svo að báturinn var alveg drekk- hlaðinn. Við fórum þá inn í Krossanes með farminn. Þar bið- um við eftir löndun í meira en viku og þá var síldin orðin ónýt, svo að við 'héldum út aftur og ég man eftir því, að við vorum að mo'ka þessari ónýtu síld í sjóinn aftur alla leið útundir Hrísey. Éig man eftir einu atviki, með- an við biðum eftir löndun í Krossanesi í þetta skipti. Við Hallgrímur löbbuðum út eilt kvöld og lentum inn tíl Akureyr- ar og fórum þar á bíó — eins og við stóðum, í klofbússum, lykt- andi af grút, enda vorum við litnir hornauga af 'bíógestum. Við settumst á bekk útundir vegg. Þá komu inn í bíóið velklædd hjón, og urðu Iþau okkar vör, heilsuðu okkur vinsamlega og spurðu ,um hag okkar. Fólk rak upp stór augu við að sjá, að einhver skyldi heilsa þessum lassarónum. Þarna var þá kominn Einar Jónsson, kennari við Menntaskól- ann, sonur Herdísar Andrésdótt- u,r skáldkonu. En því nefni ég þetta atvik, að þá var ekki siður, að eldri kenn- arar í M. A. gæfu sig á tal við nemendur, er þeir mættu þeim á förnum vegi að sumarlagi. Óróasamur vetur í skólanum Næsta vetur, 1929—30, sátum við Hallgrímur í 3. bekk M. A. Hallgrímur bjó með móður sinni á Akureyri, en þau höfðu flutzt þangað frá Húsavík. Þau bjuggu svo þröngt, að ég gat ekki verið þar og ekki lesið heldur með 'Hall- grími. En ég fékk herbergi úti í bæ mieð Jóni Kr. Isfeld, sem nú er alþekktur prestur, og var í 4. bekk þennan vetur. Seimii part vetrarins varð sprengingin mikla í skólanum. Jónas frá Hriflu hafði sett. í reglugerð skólans bann við stjórn- málaafskiptum nemenda. Menn máttu ekki vera í pólitískum fé- Hallgrímur Hallgrimsson. lögum og ekki hafa opinber af- skipti af stjórnmálum. Fyrir brot gegn þessum reglum voru þeir nú refcnir úr skólanum Ásgeir Blönd- al Magnússon og Eggert Þor- bjarnarson. Geysileg ólga varð í skólanum út af þessum brottrekstrum og blaðaskrif urðu mikil. Undírskrift- um var safnað meðal nemenda undir mótmæli gegn brottrekstr- unum og mótmæltu langflestir n’emendur, án tillits til stjórn- málaskoðana. Meistari (Sigurður Guðmunds- son) var alveg galinn, meðan á þessu stóð, og æddi út um alla móa. Síðan tók hann nemendur einn og einn fyrir og fékk þé til að strika nafn sitt út af mótmæla- listanum. Sumir neituðu, en að lokum stóðu samt aðeins örfá nöfn eftir á stangli á listanum. Meðal þeirra, sem ekfci gáfu sig, vorum við Hallgrímur Hallgríms- S'on. Eftir þetta lognaðist, málið út af. Hjá nemendum flestum var þetta eklri fyrst og fremst póli- tískt mál, heldur fannst mönnum þetta óréttlátt, því að báðir voru þeir Ásgeir og Eggert afbragðs- nemendur. Ásgeir var annálaður íslenzkumaður og Eggent sérstakt prúðmenni. Eftirmál urðu ekki beinlínis eftir brottrdkstrarsprenginguna. En við vorum þó mjög beizkir út af þessu. Þennan vetur tókst góður kunn- ingsskapur okkar Hallgríms og Brynjólfs Sveinssonar, sem þá var nýorðinn kennari við skólann. Hann kenndi okkur íslenzku og stærðfræði. Við spiluðum við hann einu sinni í hálfum mánuði, en e'kki man ég lengur, hver fjórði maðurinn var. Á þeim tíma var þet.ta mjög ó- Kar| Nikulásson segir frá. Frd shólfl- og bnráttudrum hrinsum 19)0 Korl Nihulásson rifjar upp enáurminningnr bunánor vii Hnllgrím Hflllgrímsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.