Austurland


Austurland - 05.07.1974, Blaðsíða 1

Austurland - 05.07.1974, Blaðsíða 1
lUSTURLAND MALGAGN ALÞYGUBANDALAGSINS ÁAUSTURLANGI 24. árgangur. Neskaupstað, 5. júlí 1974. 30. tölublað. Uppskera kosninganna Verðnr mynduð ný vinstri stjórn eðn helmingastjórn íhnlds 09 Framsóhnar! Jafnteflisstaáa Sú varð niðurstaða þingkosn- tnganna á sunnudaginn, að jafn- tefilijsstaða kom upp á Alþingi, því stjórn og stiómarandstaða fengu 30 þingmenn hvorir um sig. íhaldið sigurvegari Engum blöðum er u'm það að fletta, að íhaldið var sigurveg- ari í þessum kosningum, ef mið- að er við úrslitin 1971. En það ætlaði sér miklu stærri hlut. Það ætlaði sér að fá hreinan meirihluta svo það gæti myndað ómengaða íhaldsstjóm, en því fór víðsfjarri að það tækist. Það bætti aðeins við sig þremur þingsætum og eru nú 25 af 60 þingmönnum úr Sjáifstæðis- ílokknum. Þrátt fyrir verulega fylgisaukningu og nokkra fjölg- un þingsæta, urðu úrslitin í- haldinu mikil vonbrigði og þótt íhaldsmenn reyni að bera sig 'mannalega eru þeir undir niðri mjög sárir og vonsviknir. Alþýðuflokkurinn í þessum kosningum barðist Alþýðuflokkurinn fyrir lífi sínu. íhaldsstefna flokksins hafði leikið hann svo grátt, að nokkur hætta var á því, að hann þurrk- aðist út sem þingflokkur. En honum tókst að tóra þótt hann tapaði fylgi og missti einn þing- mann. Fldkkurinn læknast ek'ki af þeirri uppdráttarsýki sem hann er háldinn, nema hann gjörbreyti um stefnu, gerist að nýju vinstri fldkkur í stað þess að ganga jafnan í spor íhalds- ins. Samtökin Samtök firjálslyndra og vinstri manna urðu fyrir geysi- legu áfalQi í kosningunum þrátt fyrir blóðgjöf frá Möðruvalla- hreyfingunni og Samtökum jafnaðarmanna. Þei'm tókst þó að slysa tveim mönnum á þing, en óvist er, að þeir eiigi lengi samleið. Draumurinn stóri um sameiningu allra jafnaðarmanna og samvinnumanna reyndist martröð. sem menn hafa nú vaknað af. Sameining stjórn- málasa'm'taka vinstri manna sýnist nú eiga lengra í land en áður. Sá varð árangur Samtak- anna. Framsóknarflokkurinn Framsóknarf'lökkurinn kom sterkur út úr þessum kosning- um. Að vísu jók hann ekki þing- styrk sinn, en hann hélt velli. Fyrir hann skiptir mestu máli, að hann hefur hrundið áhlaupi þeirra flokksmanna. sem sner- ust gegn honum. Þeir reyndust fylgissnauðir og fldkknum skað lausir. Brölt þeirra varð til þess að Framsóknarmenn þjöppuðu sér fastar saman um fldkk sinn og hrundu áhlaupi Möðruvell- inga. Fra'msóknarflokkurinn er sterkari eftir kosningar en fyrir, einkum hefur hann treyst inn- viði sína. Alþýðubandalagið Alþýð'ubandalagið vann góðan sigur í kosningunum, jók fylgi sitt verulega og bætti við sig einum þingmanni, Stefáni Jóns- syni, Norðurlandskjördæmi eystra. Allir fyrri þingmenn flokksins eiga áfram sæti á þingi. Alþýðubandalagið hefur nú kjördæmakosna menn í ölQ- um kjördæmum. nema Vest- fjörðum, en óðum sýnist líða að því, að einnig þar fái það mann kjörinn bví að í þessutn kosn- ingum jók það fylgi sitt úr 277 atkvæðum í 578. Tvísýnt um stjórnar- myndun Við þá stöðu sem nú hefur komið upp, er ljóst að stjórnar- myndun er erfiðleikum bundin og getur tekið nokkurn tíma. Forseti íslands hóf viðræður við stjómmálaleiðtoga þegar eftir að úrslit voru kunn, en ekki er vitað til þess að þar hafi nokk- uð það gerst sem bendir til þess hverjir standi að næstu ríkis- stjórn. Helmingaskiptastjórn íhalds og Framsóknar Það hefur greinilega komið fram í íh'aldsmá'lgögnum, að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að myndun nýrrar helmingaskipta- stjórnar með Frámsókn. Sú ósk mætir miklum skilningi meðal allstórs hóps Framsóknarmanna en mikill meirihluti þeirra má ekki til slíks hugsa. Þá fyrst er Framsókn hefur myndað stjórn með íhaldinu fengju Möðruvell- ingar byr í segMn. Ný vinstri stjórn Annar möguierki til stjórnar- myndunar er áframhaildandi seta núverandi ríkisstjórnar 'með þátttö'ku Alþýðuflokksins. SMk stjórn hefði góðan rneiri- hlluta á þingi, en væri þrátt fyrir það ekki eins sterk og vera þyrfti. vegna þess hve sam- starfsaðilarnir eru margir. Stjórnarmyndun allra íhalds- andstæðinga er þó óhugsanleg, nema Aiþýðuflo'kkurinn breyti um stefnu í hernámsmálunum og fallist á samkomulag hinna filokkanna. Nokkur önnur tilbrigði má hug'sa sér, en vangaveltur um þau eru tilgangslausar. Aðeins eitt þessara tilbrigða er hæigt að útiloka. en það er samstjórn í- haldsins og Alþýðubandalags- ins. Sam'stjórn þeirra er óhugs- andi vegna þess hve 'mikið djúp er staðfest milli stefnu þeirra í ýmsum má'lum og þá fyrst og fremst í afstöðunni til hernáms- ins. Þahkir frd hosningastjórn G-listans Að loknmn alþingisikosningum vil ég fyrir iiönd kosningastj ómar G-listans á Austurlandi þakka fjöl mörgum stuðningsmönnum Al- þýðuibandalagsins fyrir mikið og ötult starf í þágu listans. Þar ,ber auk frambjóðenda frem&t að nefna umboðsmenn og kosninganefndir okkar í byggðar- lögum og starfismenn á kosninga- skrifstofum, sem tóku að séi' veigamikla þætti kosningastarfs- ins. Við' undirbúning og dagskrá almennra kjósendafunda G-listans, sem voru fjórir talsins, 'komu og mangir við sögu, og enn aðrir ,unnu að dreifingu 'blaðs okkar, Austur- lands, sem kom nú fyrir fleiri sjón ir en áður auk ýmiss annars les- efnis. Þeim mörgu, sem létu fé af ibendi rakna í kosningasjóð og gerðu þannig kleift að halda uppi öflugu starfi, kunnum við alúðar- þakkir. Allt þetta mikla og óeigingjarna starf gerði Alþýðubandalaginu það umnt að halda fyllilega til jafns við aðra flokka í kosninga- baráttunni og tryggja Helga Selj- an áf ram sæli á Alþingi. Þar mátti hins vegar ekki tæptara standa, þess verða menn að vtera minnugir nú og framvegis. Hjörleifur Guttormsson. Alþingi kvatt saman Alþingi 'hefur verið kvatt til fundar 18. júlí. Langt er nú síðan sumarþing hefur verið haldið, en neitun stjórnarand- stöðunnar á því, að gera nauð- synlegar efnahagsráðstafanir í vior, en sú neitun leiddi til þing- rofsins, gerir óhjákvæmilegt að kalla þingið saman. Alþingi mun svo halda fund á Þingvöllum þjóðhátdðardaginn 26. júM. Kjördœmisráð - aukafundur Fulltrúar í Kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi eru boðaðir til fundar að Iðavöllum í Vallahreppi föstudaginn 12. júlí kl. 21- Dagskrá: 1. Niðurstöður alþingiskosninganna — Sigurður Blöndal. 2. Skýrsla kosningastjómar — Hjörleifur Gutt- ormsson. 3. Stjórnmálaviðhorfið — Lúðvík Jósepsson og Helgi Seljan. 4. Næstu verkefni. 5. Önnur mál. Allir félagsbundnir Alþýðubandalagsmenn vel- koimnir. Stjórnin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.