Austurland


Austurland - 23.12.1975, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1975, Blaðsíða 21
JÓLIN 1975. AUSTURLAND 21 þess að færast úr stað, er skilin án þess að geta talað og er á- berandi drukkin á hvei-jum degi? 6. Móðir mín eignaðist barn, sem þó var hvorki bróðir minn né systir. Hvaða barn var það? 7. Hvað merkja stafirnir L og n? 8. Hvaða mörk eru það, sem íþróttamenn reyna að forðast í lengstu lög? 9. Hvað er upphaf og endir alls? 10. í hverju var Eva, þegar Adam slökkti ljósið? 11. Er hægt að skrifa rautt með svörtu bleki? 12. Hvar er hnífur þess manns, sem er í stökustu vandræðum? 13. Hvað táknar bæði þögn og hávaði? Svör við gátum. 1. Aðeins eitt er unnt að borða á fastandi maga. 2. TU þess að halda upp um sig buxunum. 3. Að sjálfsögðu Græniand- 4. Ekki nokkur skapaður hlut- ur. 5. Mjólkin hleypur án þess að færast úr stað, er skilin í skil- vindu án þess að hún tali og er daglega drukkin bæði af mönn- um og málleysingjum. 6. Ég sjálfur. .7. Logn. 8. EUimörk. 9. a og s. Orðið „alls“ byrjar á a og endar á s. 10. í myrkrinu. 11. Já, orðið ,,rautt“. 12. Hann stendur í kúnni. 13. Hljóð. Ketillinn Nasreddin var aldrei x-ífcur af húsgögnum og vai’ð því oft að fá þau til láns hjá nábúum sínum. En efcki var mönnixm ætíð vel við að lána honum, því að það orð lék á, að honum hætti við að gleyma að skila aftur. Væri hann krafinn, hafði hann ætíð einhver rmdanbrögð. Einu sinni hafði hann fengið .stóran eirketil lánaðan hjá ein- um nágranna sínum. Bjóst mað- urinn ekki meir en svo við að sjá ketilinn nokkum tíma aftur. En tveim dögum síðar kemur Nas- reddin og skiliar katlinum, og er þá niðii í honum ofurlítil kastar- hola, ný. Hvernig stendur á þessari kastarholu þama, spurði eigand- inn, um leið og hann tók við katlinum. Hún er þín eign, svaraði Nas- x-eddin. Ketilinn eignaðist af- kvæmi sitt í nótt, og þú veist það, að afkvæmið á að fylgja móðurirmi. Gefck hann svo heim aftur, en nágraimi hans lét sér nægja skýringuna og hélt kastar- holunni. Nokkx-u seinna kom Nasreddin aftur og bað um ketilinn til láns. í það sinn lánaði eigandinn hann óhræddur. En nú leið langur tími, og ekki skilaði Nasredd.in katlinium. Eigandinn gekk þá heim til hans og ætlaði að sækja ketil sinn. Nasreddin tók hátíð- lega á móti honum, en með sorg- arsvip og sagði: Kæi’i vinur, ketillinn þinn er dauðui’. Flónska, svaraði maðurinn. Katlar deyja ekki. Á er svo. En hvei’nig gastu þá trúað því að harm hefði átt af- kvæmi, fíflið þitt?, svai’aði Nas- reddin. Ef ketillinn getur átt af- kvæmi, þá getur hann auðvitað dáið. Þetta varð maðurinn að láta sér nægja og sá ketil sinn aldrei framar. Nasreddin býðnr heim gestum Einu sinni mætti Nasreddin hóp af stúdentum á förnum vegi og tók þá tali. Þegar hann hafði talað við þá um hríð, mælti hann: Komið þið, við skulum ganga heim til mín, svo að við getum sem lengst notið ánægjunnar af samverunni. Stúdentarnir tóku boð- inu og gengu heim á leið með honum. Á leiðinni varð hann leiður á þeim og fór að hugsa unx, hvernig hann ætti að losna við þá. Þegar heim kom, kvaðst hann ganga inn á undan þeim til þess að gera konu sinni aðvart um gestakomuna, en þeir biðu útifyrir á meðan. Þegar Nas- reddin kom inn, sagði hann við konu sína: Láttu nú sjá og los- aðu mig við þessa merrn, köna. Síðan gekk hann upp í herbergi sitt. Konan opnaði hurðina í hálfa gátt og spurði stúdentana um er- indi þeirra. Þeir sögðu, að kenn- arirm hefði boðið þeim heim og nú biðu þeir þess, að hann kæmi fram aftur. Hann er ekíki heima, svaraði konan. Hann er nýgenginn inn í hús- ið, sögðu þeir. Nei, hann er ekki kominn heim enn, svax-aði hún. Við urðum honum sjálfir sam- ferða, sögðu þeir. Það getur verið, en hann er ekki heima, svaraði hún. Við urðum honum samferða hérna heim að dyrunum sögðu þeir. Því trúi ég vel, en sjálfur er hann ekki kominn heim, svaraði hún. Stúdentarnir fóx-u nú að verða óþolinmóðir, en konan lét sig ekki. Loks tóku þeir að berja á dyrnar. En þá gat Nasreddin ekki lengur setið rólegur. Hann opn- aði glugga og kállaði ofan til þeirra: Hvað eiga þessi læti að þýða, piltar? Ekki vitið þið nema tvær dyr kunni að vera á húsinu, svo að ég gæti veiið kominn út um hinar dymar, Að svo mæltu skellti hann glugganum aftur. Nasreddin prédikar Einu sinni átti Nasreddin kennari að predika fyrir söfnuð- inum. Menn gerðu sér miklar vonir um ræðu ‘hans, Þegar hann kom upp í prédikunarstólinn, sneri hann sér til safnaðarins og mælti. Vinir mínir, vitið þið, hvað ég ætla að segja ykkur í dag? Nei, hvernig ættum við að vita það?, svöruðu nokkrir af áheyr- endunum. Fyrst að þið ekki vitið það, þá get ég ekki fundið nokkra ástæðu til þess að vera að segja yfckur það, mælti Nasreddin og gekk rólegur -burt. Næsta sinn, þegar hann átti að prédika, byrjaði hann á sama hátt, en þá var svarað: Já, við vitum vel, hvað þú ætlar að segja. Ó já, þið vitið það vel, jæja, vinir mínir, úr því að þið vitið það, þarf ég ekki að segja ykkur það, mælti Nasreddin og gekk burt. Þegar hann átti að prédika í þriðja sinn, komu menn sér saman um, að ef hann kæmi enn með sömu spurninguna, þá sfcyldu sumir svara, að þeir vissu það en aðrir, að'þeir vissu það ekki. Þegar Nasreddin kom fram í prédikunarstólinn, spurði hann eins og áður. Jæja vinir mínir, vitið þið nú í dag, hvað ég ætla að segja ykk- ur? Þá tóku áheyrenduxnir að æpa hver í kapp við annan. Sumir kölluðu: Já, við vitum það, en aðrir: Nei, við höfum enga hug- mynd um það. Nasreddin var hinn rólegasti. Þetta er ágætt, mælti hann. Þá geta þeii’, sem vita það, sagt það hinum, sem ekki vita það. Að svo mæltu gekk hann heim, og prédikuninni var lokið. A- Þvottasnærið Einu sinni kom nábúx Nasredd- ins til hans og bað harm að lána sér þvottasnæi’i. Það var leiðinlegt, svaraði Nasreddin. Snærið hefði verið þér guðvelkomið, en ég er því miður að brúka það núna sem stendur. Ég var rétt í þessu að breiða mjöl á það. Breiða mjöl á það? svaraði maðurinn. Hvað á þetta að þýða? Breiðir nokkur maður mjöl á þvottasnæi’i? Nasreddin setti þá upp spek- ingssvip, vék sér að gestinum, og hvíslaði að honum: Já, þegar ég vil ekki lána þvottasnærið mitt, þá breiði ég mjöl á það.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.