Austurland


Austurland - 20.08.1976, Blaðsíða 1

Austurland - 20.08.1976, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AliSTURLANDI 26. árgangur. Neskaupstað, 20. úgúst 1976. 30. tölubtað. Flest sveitarfélög á Austurlandi standa í gatnagerðarframkvæmdum í næstsíðasta blaði var sagt frá malbikunarframkvæmdum í Nes- kaupstað í sumar. en Neskaupstað- ur er langt frá }>ví að vera einn í slíkum framkvæmdum. Oiíumöl hf. flutti tæki sín héð- an til Reyðarfjarðar og ]?ar er nú unnið við að blanda olíumöl fyrir flesta péttbýlisstaði á Austurlandi. Áætlað er að blanda ein 15 jmsund tonn af olíumöl, en sumt af f>ví verður geyml á lager á Reyðarfirði til næsta sumars. Steinefnin í olíu- mölina eru flutt alla leið ofan af Jökuldal, úr landi Hvannár. Fyrst var efni tekið í landi Stóra-Bakka, en efnistaka j>ar var stöðvuð vegna J>ess að Jökulsáin var farin að brjóta landið. Þegar búið er að blanda efnið verður j>að flutt með skipi, sem Olíumöl hf. hefur feng- jð frá Noregi í þessu skyni, og tekur skipið 450—500 tonn í ferð. Útlagningin vcrður ýmist í höndum Miðfells, Olíumalar eða heima- manna og verða vélar Austurfells notaðar. við útlagninguna eftir ]>ví sem hægt er. Þessi gatnagerð er sumpart fjármögnuð beint úr sveit- arsjóðunum, en sumpart með fram- lagi úr þéttbýlisvegasjóði og lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga og Byggöasjóði. A uslurlarul hefur reynt að afla upp lýsinga um íramkvæmdir á hverj- um stað, en ekki hefur alls staðar náðst i sveitarstjóra og eru menn beðnir velvirðingar á, ef skakkt er farið með tölur eða annað. En lít- um ]>á á, hvers við urðum vísari: Á Höjn verður ekki lögð olíu- möl í sumar, en unnið að ]>ví eftir getu að undirbúa lagningu næsta sumar. Hornfirðingar reikna með ]>ví að blanda sína möl á staðnum, enda hafa ]?eir af ]>ví góða reynslu. Djúpavogur kaupir einn skips- farm af olíumöl og er ætlunin að leggja hana á í sumar. Eins og fyrr sagði eru 450—500 tonn í skips- farminum og hvert tonn dugar að sögn á 8 m2 eða rúmlega einn lengdarmetri í götu. Breiðdalsvík. Þeir kaupa einn skipsfarm og leggja allt á í sumar. Sumt fer á götur, en einnig verður lagt umhverfis frystihúsið og póst- húsið. Sigmar Pétursson oddviti tjáði okkur, að þar væri cinnig unnið við hafnargerð upp á einar 40 milljónir, steyplir ' hafa verið grunnar að 3 leiguíbúðum og verið er að leggja síðustu hönd á smíði læknamóttöku. Stöðvarfjörður. Við náðum ekki í oddvitann. Fáskrúðsfirðingar: Búið er að gera samning um kaup á 1600 tonn- um af olíumöl, líklega verða 450— 800 tonn lögð á í sumar. Hrepps- nefnd fjallar endanlega um sarnn- inginn í næstu yiku. Bílstjórar á Fáskrúðsfirði hafa áhuga á að flytja efnið frá Reyðarfirði og fá ]>að, ef }>eir geta boðið sama verð og flutningur með skipi kostar. Miðfell mun að 1/kindum leggja út efnið með vélum Austurfells. Reyðfirðingar ætla að leggja um 1200 metra nýlagningu, en svo kaupa ]>eir malbik á um 200 metra, sem lagt verður yfir gömlu olíu- niölina. ]>ar sem hún er verst farin. Á Eskifirði verður ekki lögð olíu- möl í sumar utan minni háttar viðgerða, en undirbúin verður lagn- ing á næsta sumri. Frarahald á 3. síðu \ w\ VWWVVVUVVWVt VVA/VVW W\ V \ wvwvwwwvw WWWWVVWWWWWVW V V vwwvw vvwwwv I ' I I Aðalfundur i Aðallundur Kjördæmisráðs AB á Austurlandi verður haldinn í Staðarborg í Breiðdal II. og 12. september 1976. DAGSKRÁ: Laugardagur 11. september kl. 13.00. 1. Fundarsetning, kosnir starfsmenn fundarins, kosin kjörbréfanefnd og nefndanefnd. 2. Skýrsla stjórnar og flokksstarf í kjördæminu. 3. Reikningar kjördæmisráðs og vikublaðsins „Austurlands". 4. Kosið í nefndir. 5. Samtök herstöðvaandstæðinga. Frummælandi Hjörleifur Guttormsson. KAFFIHLÉ 6. Álit nefnda, sem kosnar voru á síðasla aðal- l'undi Kjördæmisráðs. 7. Al]>ýðubandalagið og launþegasamtökin. Frum- mælanda getið síðar. Umræður. KVÖLDVERÐARHLÉ 8. Byggðamál. Frummælendur Lúðvík Jósepsson og Hclgi Seljan. Umræður. Sunnudagur 12. september kl. 10.00. 9. Nefndastörf. HÁDEGIS VERÐARHLÉ 10. Álit nefnda, umræður og afgreiðsla tillagna. KAFFIHLÉ 11. Framhald umræðna um nefndaálit og afgreiðsla lillagna ef ]>örf krefur. 12. Kosningar. 13. Önnur mál. 14. Fundarslil. STJÓRNIN /VWWWWV'WW'VWVW'VWWWVWWVVWVWVVVVVVWWWWVV'WVVV'WV'VWVVVVWVWWWWWVWVW Aukablað Vegna J>ess hve mikið efni er fyr- irliggjandi, verður gefið út aukablað af Austurlandi ]>riðjudaginn 24. ágúst. Eitt tilboð í menntaskóla í síðasta mánuði var boðin út bygging I. áfanga við Menntaskó.l- ann á Egilsstöðum. Tilboð voru opnuð sl. mánudag hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, sem sér um fram- kvæmd verksins. Aðeins eitt tilboð barst, frá Byggingafélaginu Brúnás á Egilsstöðum að upphæð kr. 319. 344.850.00. Áætlun hönnuða var um kr. 263.162.410.00, svo að all- miklu munar. Áætlunin er nú í cnd- urskoðun, en síðan verður væntan- lega rætt við Brúnás um möguleika á samkomulagi um verkið, að sögn formanns bygginganefndar. Áfanginn sem út er boðinn er alls 2.880 ferm brúttó (3.742 rúmm), ]>. e. framtíðarmötuneyti og dag- vistir eða féíagsaðstaða nemenda, sem hvort tveggja á að nýta til kennslu til bráðabirgða, og svo heimavist fyrir um 70 nemendur. Er }>etta allt í samtengdri byggingu, og hefur verið unnið að grunnum af Brúnás eftir sérstökum samn- ingi frá ]>ví í fyrrahaust. Verkinu á að skila fullfrágengnu 1. ágúst 1979, en laus búnaður er utan útboðsins*, svo og grunnur með botnplötu. Samkvæmt ]>essu mun nvga vænta ]>ess, að menntaskólinn taki ti! starfa að ]>remur árum liðnum. — Unnið er að hönnun nokkurra kcnnarabústaða og gert er ráð fyrir að hefja hönnun kennsluhúss innan tíðar. Skólasvæðið hefur verið skipulagt og lóð afmörkuð. Heyannir Samkvæmt upplýsingum spm blaðið aflaði hjá Búnaðarfélagi Austurlands hefur heyskapur geng- ið mjög vel á Fljótsdalshéraði og i Vopnafirði. Margir bændur eru ]>egar búnir að heyja og hlöður ]>eirra fullar af góðum heyjum, og margir bændur aflögufærir með hey. Að sögn Sigurlaugar Bjarnadótt- ur húsfreyju í Efri-Miðbæ í Norð- fjarðarsveit, eru flestir bændur ]>ar að Ijúka heyskap nú ]>essa dagana. Spretta hefur verið góð og tíð til heyskapar með ágætum ]>ó hún hafi verið nokkuð stirð í endaðan júlí. En nú ]>essa dagana er lokasprett- urinn hjá bændunum að koma hin- um góðu heyjum í hlöðu. Af sunnanverðu Austurlandi er ]>ví miður ekki sömu sögu að segja. Þar hefur tíð til heyskapar ekki ver- ið sem best og gras víða úr sér sprottið. G.B.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.