Austurland


Austurland - 18.11.1977, Blaðsíða 1

Austurland - 18.11.1977, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MALBAGN AIÞÝÐU BAHDALflGSINS A AUSTURLflNDI 27. árgangur. Neskaupstað, 18. nóvember 1977. 42. tölublað. Alvarlegi örYggisleysi Anstfirðingar voru harkalega á fað minntir í fyrsta vetrarveðrinu um daginn, hvemig að þeim er búið í ýmsum þeim málaflokkum, sem hvað þyngst vega í búsetuvali fólks. Fyrsti vetrarstormurinn gekk yfir og það var ekki að sökum að spyrja. Allt rofnaði sem rofnað gat. Rafmagn, sími útvarp og sjónvarp. Orkuskortur Verst er að missa rafmagnið. Án }>ess getum við alls ekki verið. Varla er hægt að ætla fólki að lýsa upp híbýli sín með kert- um og gömlum fjósalugtum, og kuldann ráða menn ekki við. Það er í raun og veru makalaust að svona atburðir skuli gerast ár eftir ár, þrátt fyrir endurteknar yfirlýsing- ar „ábyrgra aðila“ syðra um að nú purfi Austfirðingar engu að kvíða í rafmagnsmálum. Nóg sé til af raf- magni. En hvar var pá allt þetta raf- magn um síðustu helgi, mér er spum? Menn ræða raforkumálin mikið þessa dagana og varla getur nokkur láð mönnum pö þungt sé í þeim hljóðið. Reyndar hafa Austfirðing- ar sýnt mikið langlundargeð, kannski má segja að þeir hafi látið teyma sig á asnaeyrunum í orku- málum, því þrátt fyrir áralanga bar- áttu SSA, rafveitustjóra Austurlands og fleiri aðila og þrátt fyrir marg- endurtekin loforð raforkuyfirvalda gerist ekkert. Það er ekki nóg að setja einhvers staðar upp vélar og segja að nú sé nóg orka, ef ekki er hægt að flytja hana milli byggðar- laga. Vonandi gerist það ekki aft- ur, að báðar vatnsaflsvirkjanimar stjöðvist samtímis, en það eitt dugar ekki, ef ekki má spá stormi án þess að línumar yfir Eskifjarðar- og Stuðlaheiði séu í hættu. Umbætur í orkumálum Austfirð- inga era löngu knýjandi nauðsyn. En ríkisstjórn íslands -— og pá vænt- anlega einnig þeir þingmenn Aust- urlands sem hana styðja — hefur talið meira liggja á að koma raf- orku frá Sigöldu til Grundartanga- verksmiðjunnar og virkja Hraun- eyjafoss. Þessarar stefnu gjöldum við nú og eigum því miður eftir að gjalda enn um sinn. Útvarp, sjónvarp, sími Það rofnaði fleira en rafmagnið í þessu veðri. Símasamband út úr fjórðungnum rofnaði, útvarpið þagn- aði og myndin hvarf af skjánum. Er þetta hægt, Vilhjálmur? I fyrra var í ræðu og riti sagt frá því, að á þessu ári yrði komið á örbylgjusambandi austur á Gagn- heiði frá Vaðlaheiði um byggðir Norð-Austurlands. Gaman væri að heyra frá ráðherra sjónvarps og út- varps hvemig því verki miðar. Get- ur það verið að eitthvað af tækjun- um liggj í Reykjavík óleyst úr tolli? Og er j>að rétt, að enn sé töluvert verk óunnið á Hellisheiði í þessu örbylgjukerfi? Og fyrst byrjað er að Fundur haldinn í hreppsnefnd Búlandshrepps 13. nóvember 1977 lýsir vanþóknun á stjóm raforku- mála í Austurlandsfjórðungi. Telur fundurinn að alvarlegast sé ástand- ið í sveitarfélögunum sunnan Stuðlaheiðar. Bendir fundurinn sérstaklega á J>að tjón, sem atvinnufyrirtæki og einstaklingar verða fyrir vegna stöðvunar atvinnurekstrar svo og bilana á heimilistækjum, sem orsak- ast af síendurteknum og fyrirvara- lausum rafmagnstmflunum og raf- magnsleysis, sem verið hefur á þessu ári. Ennfremur bendir fundurinn á að í haust og það sem af er þessu ári hefur fólk ekki getað haldið næg- spyrja kemur upp í hugann ein mjög svo miðlæg spuming. Hversu lengi á gagnsemi Gagn- heiðarstöðvarinnar að vera komin undir bráðónýtri háspennulínu út frá Eskifjarðarlínu; sem varla þolir meira en 5—6 vindstig? Hér er ekki aðeins um það að ræða að fólki gremjist að missa af Húsbændum og hjúum eða öðru álíka. Það má ekki gleymast, að einmitt í vondum veðmm getur ]>urft að koma boðum til almenn- ings um útvarp, sjónvarp eða síma. um hita í híbýlum sínum og allt atvinnulíf verið lamað yfir hábjarg- ræðistímann. Lýsir fundurinn undmn sinni á að þótt línubilun verði á dreifikerfi austan Bemfjarðar, skuli ekki vera hægt að halda rafmagni á svæði diesel-rafstöðvarinnar á Djúpavogi, vegna þess að einn rofi í rafstöðinni er ótengdur. Skorar fundurinn á yfirstjóm orkumála svo og þingmenn Austur- landskjördæmis að þeir sjái svo um, að unnið verði að raunhæfum end- urbótum á þessum málum nú þegar, svo létt verði af því vandræða- ástandi, sem ríkt hefur hér í orku- málum fram til þessa. Þróttarbingó 6. O 69 I 30 O 68 G 54 G 51 N 34 Félagsvist í kvöld kl. 21 í Egilsbúð. Allir með frá byrjun. A. B. N. Landsfundur Landsfundur Alþýðubandalagsins hinn þriðji í röðinni frá stofnun flokksins haustið 1968 verður hald- inn að Hótel Loftleiðum í Reykja- vík dagana 17.—20. nóvember. Hefst fundurinn á fimmtudags- kvöld og lýkur síðdegis á sunnudag. Þar verður fjallað um helstu þætti landsmála og starf flokksins og kosin forysta. Meðal annars liggja fyrir landsfundinnum ítarleg drög að ályktun um efnahags- og atvinnu- mál, sem fjallað hefur verið um í flokksfélögum að undanfömu. Landsfundur hefur verið haldinn þriðja hvert ár samkvæmt flokks- lögum en þess á milli starfar flokks- ráð og miðstjóm. Landsfundur kýs formann og aðra í stjóm flokksins og liggur nú fyrir að Ragnar Am- alds mun láta af formennsku sam- kvæmt endumýjunarreglum flokks- laga eftir að hafa gengt því starfi með ágætum í níu ár. Alþýðubandalagsfélögin hafa kos- ið fulltrúa á landsfundinn að und- anfömu og munu 34 fulltrúar eiga rétt til setu af Austurlandi auk vara- manna og sést af því að þetta verður fjölsótt samkoma. — H. G. FósMor d Ansturlandi Sunnudaginn 30. október fengu Austfirðingar kærkomna heimsókn Karlakórsins Fóstbræðra, sem hélt söngskemmtun á Höfn að laugar- deginum, í Neskaupstað og á Egils- stöðum á sunnudag. Reyndar urðu skemmtanimar 2 á Höfn pví að þeir bræður lentu í harðri sam- keppni við sfldina en létu ekki und- an síga heldur fylktu liði á söltun- arstöðina og sungu þar við mikla hrifningu. Afköst söltunarkvenna jukust að mun svo að enn sannaði tónlistin gildi sitt. Hvað sem því líður er áreiðan- legt, að þeir sem heimsóknina fengu era þakklátir fyrir svo ágætt fram- lag til menningameyslunnar. Efnisskráin var vel valin og fram- koma, kynning og flutningur með léttum og hugþekkum blæ svo að hver og einn hreifst með. Veri Fóstbræður velkomnir sem fyrst aftur. —Lóa. Framháld á 3. síðu. Fundarsamþykkt hrepps- nefndar Búlandshrepps

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.