Austurland


Austurland - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Austurland - 01.12.1977, Blaðsíða 1
I ÆJSTURLAND MALBABN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLAWDI 27. árgangur. Neskaupstað, 1. desember 1977. 44. tölublað. Óíögur niðursiaða Heyrnarmœlingar framkvœmdar í Neskaupstað í síðasta tölublaði Málms, blaðs Málm- og skipasmiðasambands ís- lands, birtist frásögn eftir Sigurð G. Björnsson formann Málm- og skipasmiðafélags N eskaupstaðar um heyrnarmælingar, sem fram- kvœmdar voru í Neskaupstað í febrúar sl. Stóðu Málm- og skipa- smiðafélag Neskaupstaðar og Verka- lýðsfélag Norðfirðinga fyrir því að Birgir Ás Guðmundsson forstöðu- maður heyrnardeildar H.eilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkurborgar kom austur til þess að heyrnarmœla fólk á helstu vinnustöðum bœjarins. Er þetta í fyrsta skipti sem leitað er til heyrnardeildarinnar utan af landi um þessa þjónustu. Vegna frásagn- ar Sigurðar í blaðinu hafði blaða- maður Málms viðtal við Birgi Ás og mun hér á eftir verða greint frá því helsta sem kom fram í því við- tali. Starfsfójk þriggja vinnu- staða rannsakað Fram kemur í viðtalinu að starfs- fólk á Jn'emur vinnustöðum í Nes- kaupstað hafi verið tekið til rann- sóknar. Þessir vinnustaðir eru loðnu- verksmiðjan, frystihús SVN og Dráttarbrautin. í ljós kom, þegar mældur var hávaðinn á fessum þremur vinnu- stöðum, að hann var í mörgum til- fellum skaðlegur maimseyranu. Mestur var hávaðinn í nýjasta fyrir- tæki bæjarins, loðnuverksmiðjunni, þannig að ekki virðist tekið tillit til þessa atriðis hjá hönnuðum slíkra fyrirtækja nú til dags. 60—70 af hundraði starfs- manna með skerta heyrn f blaðinu Málmi eru birtar niður- stöður heymarmælinga í loðnuverk- smiðjunni og Dráttarbrautinni. í þeim kemur fram að í þessum tveim- ur fyrirtækjum eru 60—70% starfs- manna með skerta heym. Fullyrt er að petta sé mjög hátt hlutfall. Verða hér birtar helstu niðurstöð- ur mælinganna á þessum tveimur vinnustöðum. BRÆÐSLAN (alls mældir 38 starfs- menn): I. Heym innan eðlilegra marka 37%. 2. Væg heymarskerðing 47%. 3. Veruleg heyrnarskerðing 21 %. DRÁTTARBRAUTIN (alls mældir 23 starfsmenn): 1. Heyrn innan eðlilegra marka 30%. 2. Væg heymarskerðing 30%. 3. Veruleg heymarskerðing 39%. Sérstaklega bendir Birgjr á það í viðtalinu að ástandið hjá starfs- mönnum á aldrinum 20—30 ára sé mjög alvarlegt. Munu um 50% þeirra^ sem rannsakaðir vora úr þessum aldursflokki í bræðslunni og hjá Dráttarbrautinni, hafa verið með skerta heyrn. Þá munu um 41 % Jieirra, sem rannsakaðir voru úr sama aldursflokki í frystihúsi SVN, hafa verið heymarskertir. Heyrnarhlífar Birgir bendir á að á vinnustöðum þar sem hávaði er mikill sé mjög nauðsynlegt að nota heymarhlífar. Hins vegar er rétt að benda á að notkun slíkra hjálpargagna, ef þ'du eiga örugglega að koma að gagni, er öllu flóknari en menn gera sér ef til vill í hugarlund. Ávallt þykir tíðindum sæta er nýtt blað eða tímarit skýtur upp kollinum. Menn spyrja: Hvað er nú á seyði? Forvitni manna, eða öllu heldur fróðleiksfýsn, eykst, pegar vitnast að ritið er í engum tengslum við stjómmál né kosningaáróður. Nokkrir áhugamenn um hesta og hestamennsku hleyptu af stokkun- um blaðinu Eiðfaxa í júlí sl. Nafnið, hljómsterkt og fagurt, er sótt til fornra frásagna. Sonur Flugu og Sinis, getinn á Kili, hlaut þetta táknræna nafn, en hér á að kynna lítillega blaðið Eiðfaxa, en ekki færileikinn fræga með sama nafni. Eiðfaxi er sameiginlegt málgagn hestamanna um land allt. Blaðið flytur fréttir og frásagnir af hesta- mennsku, félagslífi og starfsemi hestamannafélaga. Það er vettvang- ur umræðna og skoðanaskipta um málefni íslenska hestsins á hvaða Nauðsynlegt er að mæla hávaða (styrkleika og tíðni) á viðkomandi vinnustað og síðan verður að gera mælingar á heymarhlífum og gefa ábendingar um það hvaða tegund heyrnarhlífa gerir mest gagn á vinnu staðnum. Heymardeild Heilsuvemd- arstjöðvarinnar í Reykjavík hefur tæki til þess að sjá um þessar mæl- ingar. Áhugi Það vakti athygli Birgis hve starfs- menn fyrirtækjanna í Neskaupstað voru fúsir til að láta mæla heym sína. Áhugi fólks á þessum mælingum og hinar ófögru niðurstöður þeirra þyrftu að hafa þau áhrif að fleiri aðilar á landsbyggðinni sæju ástæðu til þess að kalla eftir þeirri þjónustu sem heymardeild Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur veitir. Heym- armissir verður vart lagfærður aft- ur og ólíklegt er að t. d. loðnu- bræðslan og Dráttarbrautin í Nes- kaupstað séu einsdæmi að þessu leyti. Þama blasir við verkefni fyrir verkalýðsfélögin. —- S. G. sviði sem er. Stefna blaðsins er að gera veg og orðstír þessarar mikil- hæfu, göfugu skepnu sem mestan og stuðla að kynningu og samstarfi þeirra sem að sama marki stefna. Blaðið kemur út mánaðarlega, sextán síður í stærðinni A 4, prent- að á vandaðan myndapappír, enda skreytt mörgum ágætum myndum og snoturt að öllum frágangi. Þegar hafa komið út 4 tbl. og það 5. væntanlegt fljótlega. Framkvæmdastjóri blaðsins er Gísli B. Bjömsson, en ritstjóri Sigurjón Valdimarsson. Ritnefnd skipa: Sigurður Haraldsson, Pétur Behrens, Ámi Þórðarson, Sigurbjörn Bárðarson og Þorvaldur Ámason. Verð blaðsins frá júlí til áramóta^ sex blöð, er kr. 1.800.- Áskriftarsími Eiðfaxa er 85111 og 28867. Þróttarbingó 8. B 9 G 59 N 42 G 56 B 2 O 72 Félagsvist í kvöld kl. 21 í Egilsbúð. A. B. N. Fró Lionshlðbbi Norðfjorðor Nú um helgina fara Lionsmenn í söluferð um bæinn með jólakort^ sælgæti o. fl. Öllum ágóða af sölunni verður varið til skemmtunar eldri borgara sem haldin verður milli jóla og nýárs. Lionsmenn vænta þess að Norðfirðingar taki jafn vel á móti þeim eins og alltaf áður. (Fréttatilkynning) Bsjorfógetoshipti í Neshaiipstoð Böðvar Bragason, bæjarfógeti í Neskaupstað, hefur verið veitt sýslu- mannsembættið í Rangárvallasýslu frá 15. þ. m. Bæjarfógetaembættið í Neskaup- stað hefur verið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 27. des. n. k. Veiðitohmorhonir Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð þar sem bannað er að veiða þorsk við ísland 12 daga í desember. Era þessi ákvæði sett til að draga úr sókn í þorskinn, en eru að nokkm sýndarmennska, því það færist nú mjög í vöxt, að skip liggi í höfn um hátíðamar. Þá verður veiði bönnuð í 10 daga á vetrarvertíð, kannski um páska (tilgáta Austuriands). Leyfi sjávarútvegsráðuneytisins þarf nú til netaveiða á vertíðinni og má setja ýmis skilyrði fyrir leyfi, svo sem binda veiðileyfi við stærð skipa og neita má skipum, sem stunda loðnuveiðar, um netaveiði- leyfi. Hins vegar fæst sjávarútvegsráð- herra ekki til að taka til greina kröf- ur um bann við veiðum með flot- vörpu, sem er mikið rányrkjuveiðar- færi, einkum notað af Vestfirðing- um. Gæti verið að skýringin á tregðu ráðherrans stafi af því, að hann er þingmaður Vestfirðinga? Útvarpið hafði það í gærkvöldi eftir ráðherranum, að bann við að nota flotvörpu væri eins og að banna notkun dýptarmæla. Furðulega kjánaleg samlíking það. Eiðfaxi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.