Austurland


Austurland - 14.09.1978, Blaðsíða 1

Austurland - 14.09.1978, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 28. árgangur. Neskaupstað, 14. september 1978. 37. tölublað. Frd blaðinu Auglysingamóttaka í síma 7698 á mánudögum. Þá fáu daga. sem ríkisstjómin nýja hefur verið við völd, hefur hún gengið vasklega fram í jm', að fram- kvæma stefnu sína og hefur komið meiru í verk en menn almennt hafa búist við á svo skömmum tíma. Samningarnir í gildi Strax eftir að stjórnin tók við gaf hún út bráðabirgðalög J?ess efnis, að hin svonefndu kaupránslög frá í febrúar og bráðabirgðalög um breyt- ingu á þeim frá í maí, skyldu úr gildi numin. Þessi nýju bráðabirgðalög voru rökrétt afleiðing kosningaúrslitanna. Verkalýðshrevfingin hafði risið önd- verð gegn kaupránslögunum og hvatti launþega eindregið til að hafna kaupránsflokkunum og ógilda lögin í kjörklefanum. Og kjósendur hlýddu sannarlega ]?essu kalli. Kaupránsflokkarnir töpuðu næstum fjórða hverju þingsæti sínu. Vissu- lega olli margt þessum straumhvörf- um, en andstaðan gegn þessum ]ög- um átti sinn stóra þátt í pví hvemig fór. Og nú njóta flestir launþegar launa samkvæmt réttum samning- um. Þó fá j?eir, sem hafa tekjur í hærra lagi, ekki fullar verðbætur. Ber að harma J>að, að ríkisstjómin skyldi ekki sjá sér fært að setja samningana í gildi án allra undan- tekninga. Vissulega fallast allir rétt- sýnir menn á ]?að, að maður með miklar tekjur á ekki að j>urfa miklu hærri upphæð en láglaunamaður- inn til að standast verðhækkanir. En samningur er samningur og hon- um á ekld að breyta með lögum hversu gallaður sem hann kann að f>ykja. Breytingar eiga að gerast með samkomulagi og nýjum samn- ingum. Afnám kaupránslaganna hefur fært þorra launjæga umsamið kaup og miklar kjarabætur miðað við ]>ann hlut, sem íhaldsstjórn;n hafði ætlað þeim. Fyrir verkamenn munar j>að mestu, að laun fyrir yfirvinnu oa vaktaálag er nú í umsömdum hlutföllum, en kaupránslöain stefndu að f>ví að eyða m;smun daavinnu og yfirvinnu. Launjæaar eru nú að uDoskera eins og f>eir sáðu til í kosningunum í vor. Niðurfærsla verðlags Þá hefur ríkisstjómin með bráða- birgðalögum lækkað verðlag á matvöru í landinu. Þetta er gert með auknum niðurgreiðslum á verði búvara og með afnámi söluskatts af matvælum, en hann hefur til pessa verið 20%. Hefur verð á mjólk og flestum tegundum mjólkurvara )>eg- ar lækkað, nýmjólkurlíterinn t. d. um 12 krónur, en aðrar matvömr iækka í verði á morgun. Þrátt fyrir gengisfellinguna mun f>ví verð á matvælum fara lækkandi. Við íslendingar eigum J>ví ekki að venjast að auglýstar séu verð- lækkanir á lífsnauðsynjum. Hingað til hefur sífelldur söngur um verð- hækkanir kveðið við. Eldd er rétt í upphaíi að fullyrða að f>etta boði betri tíð til langframa, en menn hafa leyfi til að vona, að sú verði raunin á. Þetta er a. m. k. alvarleg tilraun til að stöðva óðaverðbólguna og láta hana hjaðna. Árangur Þegar hefur nokkur árangur orð- ið af viðleitni ríkisstjórnar til að koma böndum á verðbólgudrauginn. Vísitalan, sem Kauplagsnefnd hafði reiknað út og tók gildi 1. sept. reynd- ist 153.82 stig, en hefur nú verið endurskoðuð og reyndist 142.29 stig. Gefur f>etta mynd af verðlækkun f>eirra vara, sem lagðar em til gmnd- vallar við ákvörðun vísitölu. Hvernig er þetta hægt? Auðvitað kosta j>essar ráðstafan- ir gífurlegt fé. Það er vissulega dýrt að rétta við J>jóðarskútuna eftir fjögurra ára íhaldsstjóm. Menn verða að borga fyrir að kalla slíkan meinvætt yfir sig. í starfslýsingu ríkisstjórnarinnar er gerð grein fyrir j>ví hversu fjár skuli aflað til að lækka verðlag í landinu og til ann- arra efnahagsráðstafana. Miða f>ær að J>ví, að færa til tekjur í ]>jóðfé- laginu, láta j>á betur megandi bera kostnaðinn af björgunaraðgerðun- um og að skattleggja verðbólgu- gróðann. Skýtur J>essi stefna nokk- uð skökku við j>að, sem tíðkast hef- ur undanfarið, f>egar láglaunamenn vora miskunnarlaust skattlagðir með hækkun söluskatts og annarra óbeinna skatta, en verðbólgugróði braskaranna aukinn jafnt og j>étt og verndaður með öllu móti. Eignaskattur Eignaskattur hefur löngum verið magur tekjuliður hjá ríkinu og lög- gjöf }>annig hagað, að skattskylda af stóreignum hefur verið óvemleg. Leyfðar hafa verið ofsaháar afskrift- ir af ýmsum eignum og bókfært verð j>eirra í engu samræmi við raun- verulegt verð. Einn Iiðurinn í fjáröfluninni til að mæta kostnaði við niðurfærslu verðlags, er álagning og innheimta eignaskattsauka á }>essu ári. Eigna- skattur einstaklinga hækkar um 50% og félaga um 100%. Eignaskattur einstaklinga álagður í ár nemur rúmlega 900 milljónum og hækkar við )>essar ráðstafanir um nálægt 450 milljónir. Þennan skatt greiða um 15 j>úsund gjald- endur. Álagður eignaskattur félaga, sem eru 3.653 talsins, er um 923 milljónir króna og hækkar um helming. Með J>essu næst j>ó áreiðanlega ekki til nema lítils hluta verðbólgugróðans. Til }>ess að eignaskattur verði ann- að en skrípamynd, J>arf að færa eign- ir gjaldenda til raunverulegs verðs. Það stríðir gegn réttlætisvitund al- mennings, að menn skuli, með j>ví að spila á verðbólguna, geta rakað saman auði, án }>ess að ]>urfa að greiða teljandi tekju- og eignaskatt. Tekjuskattur Sérstakur tekjuskattur er lagður á alla f>á, sem tekjuskattsskyldir eru. Nemur ]>essi viðbótar tekjuskattur 6% af skattskyldum tekjum. Á einstakling er f>essi skattur lagður á tekjur, sem umfram eru 2,8 milljónir króna. Frádráttur fyrir hvert barn á framfæri er 220 J>ús. kr., f>annig að einstaklingur með eitt barn á framfæri greiðir ekki tekju- skatt af skattskyldum tekjum að upphæð rúmlega 3 millj. Sömu reglur gilda um hjón, nema j>ar eru 3,7 millj. kr. undanj>egnar skattaukanum. Gjaldendur í landinu em í ár yfir 110 ]>úsund talsins. Ætla má að 12—14000 J>eirra J>urfi að greiða tekjuskattsaukann. Ófyrirleitnir andstæðingar rfkis- stjórnarinnar hafa leitast við að læða f>ví inn hjá almenningi, að skatt- skyldar væru allar tekjur manna án frádráttar. Þetta er argvítug blekk- ing. Um er að ræða skatt á tekjur að frádregnum lögleyfðum frádrætti, sem til jafnaðar mun nema 25% teknanna. Hjón með J>ennan frá- drátt mega hafa allt að 4,9 millj. kr. í brúttótekjur án J>ess að greiða skattinn og einstaklingar 3,3 millj. kr. Skattar á atvinnurekstur Atvinnurekstur á íslandi nýtur sérstakra skattfríðinda í formi óeðli- legra fyrninga, varasjóðsframlaga o. s. frv. Þannig hafa stóreignir safn- ast á hendur ýmissa aðila án J>ess að skattgreiðslur væm með eðlileg- um hætti. Nú á að reyna að ná til J>essara duldu tekna að litlu leyti. Skulu atvinnurekendur greiða 6% sérstak- an tekjuskatt af skattgmnni, sem er hreinar tekjur, að viðbættum fym- ingum en frádregnu rekstrartapi fyrri ára. Vörugjald Á ýmsar vörur, sem ekki teljast til nauðsynja, er lagt hækkað vöru- gjald, úr 16% í 30%. Fjandmenn ríkisstjómarinnar hafa reynt að blása j>essa skattlagn- ingu út sem óhæfu. Og ríkisfjöl- miðlar hafa, sjálfsagt í góðri trú, apað ómengaða lygina eftir. Ætti |>etta að kenna fréttamönnum að gleypa ekki hráan lygaáróðurinn úr íhaldspressunni, heldur leita sér traustari heimilda. Því hefur verið dreift, að 30% vörugjaldið leggist á í]>róttavömr, sjónvarps- og útvarpstæki og ljós- myndavélar. Þetta er rangt, skattur Framh. á 2. síðu. ÚR BÆNUM Afmæli Ari Bergþársson, verkamaður, Þiljuvöllum 28 varð 65 ára 9. sept. — Hann fæddist hér í bæ og hefur alltaf átt hér heima. Kjartan Einarsson, verslunar- maður, Miðstræti 24 varð 65 ára 9. sept. — Hann fæddist í Mjóa- firði, en hefur verið búsettur hér í bæ í um 25 ár. Kirkjan Messa í Norðfjarðarkirkju n. k. sunnudag, 17. sept. kl. 2 e. h, ________________Sók narprestur. Niðurgreiðslur Um J>að er samið milli stjómar- flokkanna, að hækka niðurgreiðslur á búvöru og afnema söluskatt á matvöru. Þetta er }>áttur í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að hamla gegn verðbólgu. Bráðabirgðalög um niðurgreiðsl- ur munu verða sett um næstu helgi og má ætla að )>au komi í veg fyrir hækkanir á verði f>essara vara af völdum gengisfellingarinnar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.