Austurland


Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 1
Æustubland Seyðisfjörður: lönnámið tekið inn í áfangakerfið 29. árgangur Neskaupstað, 14. júní 1979. 25. tölublað. Víðtœk stefnumörk- un í iðnaðarmálum Á vegum Iðnaðarráðuneytisins var á síðasta vetri unnið mikið starf til undirbúnings að víðtækri stefnumörkun um iðnþróun. Af- rakstur af því starfi birtist í síð- asta mánuði í viðamiklu þing- skjali sem Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi. Er það í formi þings- álvktunartillögu, þar sem skil- greind eru helstu markmið iðn- aðarstefnu sem ríkisstjórninni er ætlað að be'ta sér fyrir og bent á leiðir til að ná árangri á sviði iðnþróunar. Þingsályktunartillög- unni fylgir gre:nargerð, þar sem meðal annars kemur fram, að við stefnumörkunina hafi í megin- atriðum verði tekið mið af áliti Samstarfsnefndar um iðnþróun sem iðnaðarráðherra skipaði síð- astliðið haust. í henni eiga sæti menn frá ýmsum hagsmunasam- tökum og stofnunum á sviði iðn- aðar; formaður nefndariimar er Héraðssk jalasaf nið: Mikið enn óskráð Fyrir nokkrum árum var stofn- að Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Stofnendur og eigendur safnsins eru Múlasýslur, en kaupstaðimir þrír höfnuðu aðild — ætla að varðveita sín skjöl sjálfir. Heimili safnsins er á Egilsstöðum og safn- vörður frá upphafi hefirr verið Ármann Halldórsson. Safnið hefur fengið til varð- veislu allmikið af skjölum m. a. úr hreppum sýslanna. Ætla má, að það hafi þegar bjargað sögulegum verðmætum frá glötun. Blaðinu hefur borist starfs- skýrsla safnsins fyrir árið 1978. Er þar gerð grein fyrir starfsemi safnsins, fjáröflun þess, útgjöldum og fjárhagsáætlun þessa árs. í skýrslunni segir: „Skráning skjala er mikið verk og heldur seinunnið, einkum að því er varð- ar laus skjöl, sem flokka þarf og raða eins og öðru svo að aðgengi- legt verði. Sér ekki enn fyrir end- Framh. á 2. síðu Aðalfundur AB á Á aðalfundi ( Alþýðubandalags- félagi Seyðisfjarðar sem var hald- inn um miðjan maí sl. var kosin ný stjóm í félaginu. Formaður félagsins er nú Inga Hrefna Svein- björnsdóttir en aðrir í stjórn em: Hjálmar Níelsson, ritari, Guðlaug- ur Sigmundsson, gjaldkeri, Reynir Sigurðsson, varaformaður og með- stjórnendur þeir Guðmundur Sig- urðsson og Helgi Valberg. - J. J./Ó. Þ. dr. Vilhjálmur Lúðvíksson. Er álit nefndarinnar um iðnaðarstefnu birt í heild sem fylgiskjal með þingsályktunartillögunni og er það mjög ítarlegt, alls 256 bls. og hef- Slysavarnadeildin Gró Egilsstöð- um var stofnuð árið 1950 og verð- ur því 30 ára á næsta ári. Starf- semi deildarinnar hefur verið í nokkurri lægð að undanfömu og má án efa rekja það til algerrar vöntunar á félagslegri aðstöðu. Innan deildarinnar starfar Björg- unarsveit Egilsstaða, sem aftur á móti hefur unnið vel undanfarin misseri. Deildin hefur eignast snjó- bifreið og tvo snjósleða, auk ann- ars búnaðar en það háir vem- lega björgunarsveitinni að hafa ekki aðgang að hentugu húsnæði fyrir geymslu og viðhald þessara tækja. Eitt víðáttumesta svæðið i’Það er öllum augljóst að starf- semi björgunarsveita er ómetan- legt öryggis- og menningarmál, eins í sveit og við sjó. Þær sérhæfa sig gjaman til starfa miðað við sitt starfssvæði. Leitarsvæði Björgunarsveitar Egilsstaða nær á milli fjalla sitt hvoru megin Héraðsflóa og allt inn til Vatnajökuls. Það er þvl eitt hið víðáttumesta ,sem einni björgunarsveit tilheyrir. Á slíku víðlendi er ómetanlegt að hafa staðkunnuga menn, ef á reynir. Formaður björgunarsveitarinnar er Bragi Guðjónsson, múrari Hjarðarhlíð 4 Egilsstöðum. Allir sem áhuga hafa á slysavömum og í Héraðinu búa, em velkomnir í slysavarnadeildina Gró. Œtla að byg-gja Deildin hefur nú ákveðið að ráð- ast í byggingu húss yfir starfsemi sína. Lóð hefur fengist undir ur að geyma fjölþættar tillögur um endurbætur og þróunarkosti í iðnaði auk margháttaðra upplýs- inga um þróun og stöðu iðnaðar síðasta áratug. bygginguna við Bláskóga 3 á Eg- ilsstöðum og er í ráði að hefja þar framkvæmdir á þessu vori. Þetta verður tveggja hæða hús, með tveim bílageymslum á neðri hæð og töluverðu öðm rými sem koma mun björgunarsveitinni að góðum notum. Efri hæðin verður svo félagsheimili deildarinnar. Ráð- gert er að taka neðri hæðina í notkun fyrir næsta vetur. Efri hæð- in yrði svo byggð í næsta áfanga og væri skemmtilegt að það gæti orðið á 30 ára afmæli deildarinnar næsta ár og er skorað á alla Hér- aðsbúa að vera með í að reisa myndarlega björgunar og félags- miðstöð slysavarna á þessu svæði. Slysavarnadeildin Gró er fjár- hagslega vanmáttug. Hún hefur hinsvegar á að skipa nokkuð á annað hundrað félögum, sem em Dregur úr Eftir síðustu gjaldskrárbreyt- ingar, þar sem taxti Rafmagns- veitu Reykjavíkur og annarra hlið- stæðra rafveitna hækkaði nokkuð en almennur heimilistaxti raf- magnsveitnanna stóð í stað nema sem svaraði hækkun á heildsölu- verði, liggur fyrir að mismunur á heimilistaxta hjá þessum aðilum hefur minnkað frá því síðastliðið haust úr 88% í 55%. Má þannig segja, að nokkuð hafi áunnist í því stefnumarki ríkisstjómarinnar að draga úr mismun á raforku- verði. Er ætlunin að ná lengra á þeirri braut til dæmis er nú verið að létta nokkuð byrðar á Rarik, þar sem söluskattur hefur veriö af- Seyðisfjarðarskóla var slitið föstudaginn 25. maí. Nemendur í skólanum vom í vetur 248, 222 í forskóla og gmnnskóla og 26 ( framhaldsnámi. Fastráðnir kennarar við skólann vom 14 og stundakennarar 8. Skólastjóri er Þorvaldur Jóhanns- son, og yfirkennari Valgeir Sig- urðsson. Næsta vetur er áætlað að um 20 nemendur stundi nám við fram- haldsdeild skólans á haustönn, kennt verður eftir áfangakerfi. Iðnnámið verður einnig tekið inn ( áfangakerfið. fúsir að leggja fram fé og starf. Fjöldi aðila hefur einnig látið í ljós áhuga á að hjálpa til við að hrinda þessu verki í framkvæmd. Félagsaðstaða slysavamadeilda, þar sem fjáröflun getin- farið fram ásamt góðum tækjabúnaði handa vel þjálfuðum björgunarsveitum er forsenda þess að góður árangur náist í þessum öryggis- og menn- ingarmálum. Slysavamanefnd Öllu hugsandi fólki stendur stuggur af hinum hörmulegu slys- um sem hér hafa orðið alltof mörg að undanförnu. Eitt af fyrstu verk- efnum nýkjörinnar stjómar, eftir að deildin var endurvakin i mars sl. var að setja á stofn slysavamar- nefnd, 5 valinna manna, sem munu reyna að fylgjast með mismun numinn á díselolíu til rafmagns- framleiðslu og olíustyrkur til raf- magnsveitna v/húsahitunar verið tvöfaldaður. Þá gerðist það við afgreiðslu lánsfjáráætlunar á Alþingi nú ný- verið, að samþykkt var breyting- artillaga um, að ríkissjóður standi að fullu undir fjármagnskostnaði af 600 milljóna króna láni, sem rafmagnsveitunum er ætlað að fá á þessu ári. en áður hafði verið gert ráð fyrir, að ríkið yfirtæki þetta á 5 ára tfmabili. Ættu þessar breytingar að bæta fjárhagsstöðu Rarik á seinni hluta ársins og þannig að draga úr hækkunarþörf á töxtum hjá fyrir- tækinu. öllu skólahaldi og er skólinn til húsa á 4 stöðum. Fyrirhugað er að byrja undirbúningsvinnu að nýrri skólabyggingu á þessu ári. Mjög vel hefur gengið að fá kennara til starfa við skólann enda ekki mikið um kennaraskipti, nema sem hæfilega endurnýjun mætti kalla. Námsframboð á haustönn frarn- haldsdeildar 1. sept.—15. des. verður: íslenska 100, 102, 103, danska 100, 102, 103, enska 100, 102,103, stærðfræði 100, 102, 103, félagsfræði 103, eðlisfræði 102, efnafræði 102, 103, grunnteikning 102, 112, rafmagnsfræði 102, vél- ritun 101, 202, bókfærsla 103, list- ir, tónmennt 102, fundasköp, 101, hjálp í viðlögum 101. Þessir áfangar gefa nemendum möguleika á að ljúka fyrstu önn á eftirtöldum brautum: Fomám, almenn bóknámsbraut, uppeldis- braut, iðnbraut, verslunarbraut, heilsugæslubraut, vélstjórabraut, fiskvinnslubraut, tónlistarbraut. —Þ. J./Ó.Þ. Vel að verki staðið Bæjarstjórinn í Neskaupstað hef- ur beðið blaðið að koma þakklæti á framfæri til bæjarbúa fyrir ein- staklega góða frammistöðu við hreinsun bæjarins. Það fer varla fram hjá neimlm hvílíkum stakkaskiptum bærinn hefur tekið undanfama daga og hvarvetna má sjá fólk vinna að hreinsun, jafnt unga sem gamla og árangurinn lætur ekki á sér standa, götur, gil, lækir og lóðir allt er þetta að verða til fyrir- myndar. Og þá er bara að halda þessu við svo að ekki fari aftur í sama horfið. Aldrei verður nóg- samlega brýnt fyrir fólki að henda ekki rusli hvar sem er, að maður tali ekki um flöskubrotin, sem allt- af skjóta upp kollinum. Gjafir til Fjórðungs- sjúkrahússius Nýlega hafa Fjórðungssjúkra- húsinu borist eftirtaldar gjafir: Kona, sem ekki vill láta nafns síns getið, gaf 100 þúsund krónur. Áður hefur þessi kona gefið sjúkrahúsinu jafn háa upphæð. Þá gáfu tvær litlar stúlkur Kristín Gísladóttir og Iris B. Alfreðsdóttir ágóða af hlutaveltu, sem þær héldu, kr. 5.215. Hinn 8. þ. m. færði Gíslína Haraldsdóttir frá Kvíabóli sjúkra- húsinu 300 þúsund krónur, frá sér og systur sinni Valborgu, og er gjöfin til minningar um látna foreldra þeirra, þau Þóreyju Jóns- dóttur og Harald Brynjólfsson frá Kvíabóli, Neskaupstað, svo og látin systkini, en Þórey hefði orð- ið 100 ára hinn 5. janúar sl. hefði hún lifað og Haraldur 99 ára 2. maf. Öllum þessum gefendum færi ég hér með kærar þakkir fyrir þeirra góðu gjáfir. F. h. Fjórðungssjúkrahússlns Neskaupstað Stefán ÞorleJfseon. Mjög er farið að þrengja að Drífa á Gusti. Þórður á Skorra. Ljósm. Ó. Þ. Firmakepptii Hestamannajélagsins Blœs, Norðfirði var háð á hvítasunnudag. Besti gœðingurinn var kosinn Gustur, eig. Bjarni Hagen, knapi: Drífa Friðgeirsdóttir. Gustur keppti fyrir Útgerðarfélagið Ölver. Besti knapinn var kosinn Þórður Júlíusson, hann sat Skorra eig., Júlíus Þórðarson og keppti fyrir Lífeyrissjóð Austurlands. Slysavamadeildin Gró Egilsstöðum: Hyggst byggja yfir sig

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.