Austurland


Austurland - 07.02.1980, Blaðsíða 1

Austurland - 07.02.1980, Blaðsíða 1
Austurland 30. árgangur. Neskaupstað, 7. febrúar 1980. 6. tölublað. Minni afli barst til Neskaupstaðar árið 1979 en 1978 Verður ríkisstjórn mynduð í vikunni undir forsœti Gunnars Thoroddsen? Samkvæmt peim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér þá bárust alls tæpar 82 þúsund lestír af fiski til Neskaupstaðar árið 1979 en árið 1978 bárust hingað um 118 púsund lestir. Það sem mestu veldur um þessa minnkun í aflamagni lönduðu hér á staðn- um er að sjálfsögðu mikil minnk- un á löndun bræðslufisks hér á árinu. Alls bárust um 72 þúsund lestír af loðnu hingað á síðasta ári en um 93 þúsund lestir árið 1978. — Aðeins bárust um það bil 1000 lestir af kolmunna hingjað árið 1979 en um 16.000 lestir árið 1978. Övœnt niðurstaða en fólk mun almennt fagna starfhœfrí stjórn sem tekur til við úrlausn verkefna Eftir því sem blaðið hefur fregnað um málefnasamninginn myndu kauplækkunaröflin bíða lægri hlut, samneyslustefnan yrði hafin til vegs, erlendri stóriðju vísað á bug og þrátt fyrir uppsiglingu kalds stríðs og ótvíræða viðleitni yrðu öll frekari umsvif Bandaríkjamanna Það sem vekur einna mesta at- hygli er að minni bolfiskafli barst hér á land á sl. ári en árið 1978. í fyrra var landaið hér rúmum 8060 lestum en árið 1978 var afl- inn um 8300 lestír. Afli Norð- fjarðartogaranna árið 1979 var sem hér segir: Barði 1.684 lestir Birtingur 2.769 lestir Bjartur 2.844 lestír. Barði var seldur úr landi í október en afli togaranna er held- ur meiri en árið á undan. En m:klu minni afli kom að landi af smærri bátum og trillum. hér stöðvuð Menn hafa að vonum orðið langeygari með hverri viku í bið sinni eftir nýrri meirihlutastjóm. Hvort tveggja er, að mönnum hefur blöskrað mjög mörg iðja starfsstjómar þeirrar sem nú situr svo og hafa menn fundið vanda knýja á úr ótal áttum sem ný ríkisstjóm yrði að berjast við. Þeir sem hugsuðu lengra fram litu með ugg til utanþingsstjórn- ar sem án efa hefði verið skipuð afturhaldssamasta hluta embættis- mannakerfisins og reiðubúin til ýmissa miður góðra verka og hefði sennilega rutt nýrri afturhalds- stjóm á þingræðisgrunni brautina. Alþýða fólks hefði í engu orðið öfunclsverð. Menn vona því yfir- 60 hús tengd Hitaveita Egilsstaða og Fella er tekin til starfa og hafa verið tengd um 60 hús, en rör eru komin að 120 húsum. í vetur er áformað að tengja um 60% af húsnæðinu á Egilsstöðum og Hlöðum. Stærstu húsin sem tengd hafa verið eru Menntaskóli Austurlands, Vala- skjálf, fjölbýlishúsin og Heilsu- gæslustöðin. Vatnið kemur úr borholu við Urriðavatn sem er um 6 kílómetra frá Egilsstöðum. Vatnsmagn hol- unnar við núverandi aðstæður eru 13 sekúndulítrar af 65 stiga heitu vatni. Eins og aú háttar kólnar vatnið nálægt 3—4 gráður á leið sinni til neytenda, en sú kólnun verður minni þegar fleiri hús hafa verið tengd og hraði rennslisins eykst. Vatn þetta er að samsetn- ingu líkast því vatni sem þeir á Akureyri fá úr borholum sínum. gnæfandi í dag að sú stjórnar- myndun sem nú stendur yfir heppnist. Að hún nái tilskyldum meirihluta og verði að megin- grunni mynduð á þeim úrræðum sem vinstri menn í landinu geta við unað. Gerð málefnasamnings er vel á vegi og vart séð, að þar komi upp óyfirstíganlegar hindranir þó við- leitni sé nokkur enn að koma að kjaraskerðingaratriðum. Þau atriði hafa undanfarnar vikur verið helsti steinninn í vegi þess að stjórn yrði mynduð. Alþýðubandalagið hefur beitt sér gegn því af fullum þunga og hinir hafa hikað við að taka saman, þó um margt hafi málefni farið saman. Ef af þessari stjórn verður munu höfuð ávinningarnir felast í vatninu er ekki kísilmyndun, lít- ið súrefni, lítlar útfellingar en vatnið inniheldur köfnunarefni en það er ekki tærandi. í þessu: — Launakjörum yrði ekki með lögum skipað til lækkunar. Þar er fengið stöðvunarvald gegn kjara- skerðingu launafólks í landinu. — Samneysla yrði aukin veru- lega. — Félagslegar úrbætur yrðu settar á oddinn, hvað snertir íbúðarbyggingar, dagvistarstofn- anir og dvalarheimili aldraðra. — Samdráttar- og niðurskurð- arstefnu yrði hafnað, stefnu, sem harðast bitnar á landsbyggðinni, ef til framkvæmda kemur. — Kjör tekjutryggingafólksins yrðu verulega bætt. — Erlendri stóriðjustefnu yrði hafnað og þess í stað unnið mark- visst að uppbyggingu innlendra atvinnuvega. Leiðslan frá Urriðavatni Leiðslan frá Urriðavatni er — í algleymi þess kalda stríðs sem nú virðist vera að halda inn- reið sína eykst ásælni NATO hér og kröfur um stóraukin umsvif. Þau áform yrðu stöðvuð og hindr- uð og við legðum þannig lóð á rétta vogarská! í hinum gráa leik til framdráttar hlutleysi og friði. — Að hjöðnun verðbólgu ynðj unnið með ýmsum þeim ráðum sem Alþýðubandalagið lagði þyngsta áherslu á og án þess að launafólk tæki á sig byrðar af þeirri baráttu. — Vandi bænda yrði leystur svo sem framast yrði kostur, þannig að þeir næðu því marki að halda sem eðlilegustum tekjum. Ef af stjórn verður munu þessi atriði skipta sköpum. rúmir 20 sentimetrar í þvermál. Um 2.800 metrar af leiðslunni eru ofanjarðar, en 3,200 metrar í jörð. Framh. á 2. sfðu — G. B. „Mega hetjur heita" Frá Vopnafirði: Atvinnuástand heldur slæmt sem stendur. Brettingur í lamasessi, og vinna stopul í frystíbúsi. Önnur verkamannavinria lítil sem engin. Reyndar er heldur að lifna yfir voninni um að loðnuvertíð verði þetta árið. Fyrsta loðnan barst hingað 26. jan. síðan hefur borist meira og eru núna komin um 4.500 tonn og bræðsla hefst í kvöld. Léttist þá heldur atvinnu- ástandið. Tíðarfar hefur verið bændum hagstætt. Beit hefur verið nýtt til hins ýtrasta fyrir sauðfé og hross fram að þessu. Heyið að magni til ætlar því að nýtast bændum vel, en gæði þess eru misjöfn. En afkoma bænda er mjög slæm. Harðingi síðastliðins árs verða líkast til smámál hjá vandamálum þeim sem skapast vegna útfluttningsbóta. Reiknað var með að tekjuskerðing bænda af þeim sökum einum yrði rúm ein millj. kr. á meðalbónda fyrir síðasta ár, engar tölur hef ég ennþá heyrt um hve tekjuskerð- ingin verður fyrir þetta ár. Og stöðugt vex vandi þeirra sem ný- lega hafa hafið búskap. Og méga þeir bændur hetjur heita sem geta aðstoðarlaust axlað þann vanda. Félagsvist ABN í Egilsbúð föstudags- kvöld kl. 9. Hitaveita Egilsstaða og Fella Á myndinni má sjá hvar hitaveitulögnin liggnr ofanjarðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.