Austurland


Austurland - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Austurland - 23.01.1986, Blaðsíða 1
Austurland ALMENNAR VIÐGERÐIR Benni & Svenni S 6399 & 6499 36. árgangur. Neskaupstað, 23. janúar 1986. 3. tölublað. Loftmynd af hafnarsvœðinu fyrir botni Norðafjarðar. Fyrirhugað vallarstœði er merkt inn á myndina. Grasvöllur í Neskaupstað Bæjarsjóður og Þróttur vinna saman að gerð knattspyrnuvallar Að undanförnu hafa bœjaryfirvöld í Neskaupstað í samráði við forystumenn íþróttafélagsins Próttar unnið að undirbúningi að gerð grasvallar innan við hafnarsvœðið fyrir botni Norðfjarðar. Er hér um að ræða knattspyrnuvöll sem mun gjörbreyta allri að- stöðu til knattspyrnuiðkunar í bœnum og mun hann án efa verða þessari vinsœlu íþróttagrein til mikils framdráttar. Nánar tiltekið mun völlurinn verða niður við Leiruna vestan flugvallarvegar þar sem nú er til- tölulega slétt tún með góðu grasi. Um það bil helming- ur þess lands, sem völlurinn verður á, tilheyrir Norð- fjarðarhreppi, en þegar hafa nauðsynlegir samningar verið gerðir á milli Ormsstaðabænda og Neskaupstað- ar um afnot af landinu. Aðalfundur Þróttar Aðalfundur íþróttafélagsins Þróttar var haldinn sl. fimmtu- dag. A fundinum var flutt skýrsla aðalstjórnar og reikningar, en ekki fjallað um málefni ein- stakra deilda, þar sem deildirn- ar halda sjálfar sinn aðalfund enda með sjálfstæðan fjárhag. Á fundinum kom fram að blómlegt starf hefur verið hjá aðalstjórninni sl. ár en mest var starfið í kringum heimsókn íþróttafélags Sandavogs sl. sumar. Á fundinum var kjörinn íþróttamaður Þróttar árið 1985 Ólafur Viggósson. og var Ólafur Viggósson kjörinn með miklum yfirburðum, hlaut hann 45 stig af 45 mögulegum. Var Ólafi veittur afreksbikar Þróttar en þann bikar gaf Svavar Lárusson fyrrv. íþróttakennari hér í bæ og er þetta í 5. skipti sem bikarinn er veittur. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir félagið, í henni eru eftirtaldir: Guðmundur Bjarnason. Formaður, Guðmundur Bjarnason. Varaformaður, Jó- hann Tryggvason. Elma Guð- mundsdóttir, Lilja Huld Auð- unsdóttir og Ragnar K. Guð- mundsson. Mjög góð sala hjá Birtingi Birtingur NK-119 seldi afla í Grimsby mánudaginn 20. jan. sl. og fékk mjög gott verð fyrir aflann, sem var að mestu leyti þorskur. Birtingur seldi 126.035 lestir fyrir 133. 342 sterlingspund eða 8.104.926 ísl. kr. Meðalverð fyrir kg var kr. 64.31. B. S. Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri, greindi tíðindamanni blaðsins frá því að ástæðan fyrir gerð þessa vallar væri sú að ljóst væri að nokkur ár myndu líða þar til framtíðaríþróttasvæði kaupstaðarins yrði tilbúið til notkunar og yrði þessum velli ætlað að brúa bilið fram að því. Sagði hann að ætlunin væri að bæjarsjóður og Þróttur ynnu saman að gerð vallarins. Mun bæjarsjóður kosta tilfærslu á rafmagnslínum, • sem eru á svæðinu, gera ræsi og fylla upp í læk þann, sem þarna rennur, slétta vallarsvæðið, gera „dren- lagnir“ og skera torfið. Þá mun bæjarsjóður kaupa mörk og til- heyrandi búnað. Þróttur mun taka að sér að rúlla þökunum upp, flytja þær til og rúlla síðan grasinu út aftur, þegar lokið hefur verið við að slétta og gera „drenlagn- irnar“. Einnig er Þrótti ætlað að annast alla girðingavinnu. Mun ætlunin hjá Þrótti að virkja fé- lagsmenn til starfa við vallar- gerðina. Bæjarstjóri tjáði blaðinu að kostnaður við gerð vallarins væri ekki mikill miðað við það hvað kostaði almennt að gera slíka velli og ætlunin væri að hefja framkvæmdir strax og snjóa leysti með vori. Guðmundur Bjarnason, for- maður Þróttar, taldi í samtali við AUSTURLAND, að það yrði stórkostleg framför fyrir knattspyrnuna í Neskaupstað að fá grasvöll. Taldi hann að AB Neskaupstað: Þorrablót Hið árlega þorrablót Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. í Egilsbúð og hefst með borðhaldi kl. 2000. Fjölbreytt dagskrá verður að vánda og heiðursgestir blótsins verða Guðjón Sveinsson, rit- höfundur og Jóhanna Sigurðar- dóttir, kona hans frá Breiðdal. Blótsstjóri verður Stefán Þor- leifsson. Að loknu borðhaldi munu Bumburnar leika fyrir dansi. Miðasala verður að Egils- braut 11 fimmtudaginn 30. jan- úar kl. 1800 - 2100. Stjórnin. Austfirðingar væru að dragast verulega afturúr á þessu sviði og benti á að nú væru einungis tveir góðir grasvellir í fjórðungnum, þ. e. á Höfn og í Breiðdal, auk sæmilegs vallar á Vopnafirði. Taldi Guðmundur ekkert vafamál að grasvellir hefðu marga kosti fram yfir malarvelli og taldi að Þróttarar myndu ekki liggja á liði sínu þegar kæmi að þeim að hefjast handa á vallarsvæðinu. Blaðið hafði einnig samband við Viðar H. Sveinsson, for- Aðlþýðusamband Austur- lands hélt fund með stjórnum aðildarfélaganna og trúnaðar- mönnum á Reyðarfirði sl. laug- ardag. Var fundurinn vel sóttur, að sögn Sigfinns Karlssonar, forseta ASA og ríkti þar góð eining og vilji til öflugrar sam- stöðu félaganna í komandi kjarasamningum. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, kom á fundinn og skýrði þær kröfur, sem settar hafa verið fram varðandi þá samninga, sem framundan eru. f þessum samningum munu sérsambönd og landshlutasam- mann knattspyrnudeildar Þróttar. Sagði Viðar það vera mikið ánægjuefni að nú hillti undir það að grasvöllur kæmi upp í bænum. Sagði hann að reynslan sýndi að áhugi fyrir knattspyrnu ykist mikið með til- komu grasvalla. Leikurinn væri miklu skemmtilegri á grasi en á möl bæði fyrir leikmenn og áhorfendur. Þá sagði hann að grasvöllur gæfi möguleika á fjöl- breyttari æfingum, ekki síst fyrir yngri iðkendur íþróttarinnar. bönd innan ASÍ standa saman að kröfugerð og virðist eining vera góð innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Er það góðs viti og ekki mun af góðri samstöðu veita. Nánar er vikið að kröfum verkalýðshreyfingarinnar í leiðara blaðsins í dag. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið S. G. Góð samstaða á fundi ASA

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.