Austurland


Austurland - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Austurland - 17.03.1988, Blaðsíða 1
Austurland 38. árgangi Neskaupstað, 17. mars 1 Eskifjördur Kepptí„Freestyle“ „Free style“ danskeppni ungl- inga fór fram í íþróttahúsinu á Eskifiröi um síðustu helgi. Sig- urvegari í einstaklingskeppni varö 15 ára stúlka frá Nes- kaupstað, Anna Berg Samúels- dóttir, og samdi hún dansinn Neskaupstaður Mikið um að vera hjá skátum Skátar minnast jafnan stofn- anda skátahreyfingarinnar, Ro- bert Baden Powell, á fæðingar- degi hans 22. febrúar. Skátafé- lagið Nesbúar í Neskaupstað efndi til kvöldvöku í Egilsbúð í tilefni dagsins og var hún fjölsótt. Þar fluttu skátar skemmtiatriði og aðkomnir fengu innsýn í skátastarfið. Nesbúar láta ekki staðar numið þar, því um næstu helgi mun félagið selja Norðfirðing- um fermingarkort og að skát- anna sögn verða þau á hóflegu verði. Pann 22. mars eru Nes- búar með sérnámskeið í útivist og verður námskeiðið haldið í Verkmenntaskólanum. Par verður farið yfir helstu göngu- leiðir í Norðfirði og nágrenni og leiðbeinandi er Hálfdan Har- aldsson. Námskeiðsgjald er 350 krónur og er námskeiðið öllum opið. hb íþróttir Skólamót UÍA Skólamót UIA í knattspyrnu og handknattleik fer fram á þriðjudaginn 22. mars og fimmtudaginn 24. mars. Mótið er í umsjá Egilsstaðaskóla og fer keppni fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og hefst kl. !2W báða dagana. Á þriðjudaginn leika 6. og 7. bekkur og á fimmtudaginn leika 8. og 9. bekkur. Keppt verður um nýja verðlaunabikara sem UIAgefurtil keppninnar. mslhb sjálf ásamt vinkonu sinni, Ingi- björgu Þórðardóttur. Aðstoðar- menn Önnu í keppninni voru þeir Óðinn Sigurðsson og Jó- hann Karl Birgisson. Sigurveg- ari í hópkeppni varð hópurinn Cosmos frá Eskifirði en hann skipa þær Erla Gréta Skúladótt- ir, Þórunn Jónasdóttir og Drífa Davíðsdóttir. Sigurvegararnir munu keppa fyrir hönd austfirskra unglinga í hliðstæðri keppni á landsvísu sem haldin verður í Reykjavík 18. mars nk. en þar verða samankomnir fulltúar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins. Þess má geta hér að fyrirtæki í Neskaupstað mun styrkja Önnu og aðstoðarfólk hennar til fararinnar suður. hb Magnús NK við bryggju í Neskaupstað fyrir skömmu. Neskaupstaður MagnúsNKseldur Loðnuskipið Magnús NK 72 hefur nú verið selt til Grindavík- ur. Það er útgerð Hrafns Svein- bjarnarsonar III sem kaupir Magnús en fyrrnefndur bátur eyðilagðist, sem kunnugt er, í Neskaupstaður Verðandi foreldrar á námskeiði I dag, fimmtudag kl. 17, hefst á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað námskeið fyrir verðandi foreldra, hið fyrsta sinnar tegundar sem þar er haldið. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kristrún Kjartansdóttir ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur, sem starfar við Fjórðungs- sjúkrahúsið. Kristrún hefur áður haft umsjón með svona námskeiði í Reykjavík og segir þetta eins byggt upp. í samtali við AUSTUR- LAND sagði Kristrún að farið yrði yfir meðgönguna og fjallað um þróun fósturs og þroska. Rætt er um meðgöngukvilla og ráð við þeim og farið er yfir þá hluti er lúta að fæðingunni og hvernig sá aðstandandi sem við- staddur er hana getur hjálpað til. Þá sagði Kristrún að verð- andi mæðrum væri leiðbeint með leikfimiæfingar og slök- unaræfingar fyrir fæðingu og sagði hún reynsluna sýna að þær konur sem slíkar æfingar hefðu lært kæmu betur undirbúnar til fæðingar sem gerði þcim léttara fyrir. Auk þessa er fjallað um sængurlegu og brjóstagjöf á námskeiðinu. Nú hafa 10 pör tilkynnt þátt- töku á námskeiðið en Kristrún sagði að námskeiðið hentaði jafnt þeim foreldrum sem væru að eignast sitt fyrsta barn og þeim sem börn ættu fyrir. Nám- skeiðið stendur yfir 6 næstu fimmtudaga og er í tvo klukku- tíma í hvert sinn. hb Oddsskarð Bifreið hafnaði á skíða- skálanum Skíðaskálinn í Oddsskarði varð fyrir nokkrum skemmdum um miðja síðustu viku þegar mannlaus bifreið brunaði inn í hlið hans. Tildrög árekstursins munu þau að tveir ungir menn festu bílinn í kanti vegarins ofan skálans. Þeir munu báðir hafa farið út að ýta og þau átök báru sannarlega árangur því bíllinn fór af stað og niður fyrir veg þar sem ferð hans endaði á skálan- um. Itb Eins og sjá má brotnaði úr skálanum við áreksturinn. Mynd hb NYJAR VÖRUR! Nesbær Melagötu 2 Neskaupstað @71115 “ m VISA Norðfirskur doktor strandi við Grindavík fyrr í vetur. Magnús NK hefur verið mikið endurbættur frá því hann kom fyrst til landsins og nú síðast í vetur voru gerðar miklar endur- bætur á skipinu. hb Dr. Heimir Geirsson. Þann 11. mars sl. varði Heim- ir Geirsson frá Neskaupstað doktorsritgerð í heimspeki við University of Nebraska í Bandaríkjunum. Heimir er fæddur í Neskaup- stað 2. júní 1954, sonur hjón- anna Geirs B. Jónssonar og Jó- hönnu Björnsdóttur. Hann lauk prófi frá Kennaraháskóla fs- lands árið 1979 og BA prófi frá Háskóla íslands árið 1981. MA prófi lauk hann frá University of Nebraska í desember 1983. Eiginkona Heimis er Lára Birna Hallgrímsdóttir frá Reyð- arfirði og vinnur hún nú að doktorsritgerð í sagnfræði við sama skóla og Heimir. hb Happdrætti Þróttar Nýr Skódi í vinning Knattspyrnudeild Þróttar í Neskaupstað hefur nú sett af stað happdrætti og verða miðar seldir næstu tvær helgar. Dregið verður í happdrættinu 29. mars nk. og er vinningur ný glæsi- bifreið af gerðinni Skoda en verðmæti hennar er um 200.000 krónur. Aðeins verða gefnir út 500 miðar, sem þykir ekki stórt í happdrættafrumskógi nútím- ans. hb NESVlDEÓ © 71780 TIL FERMINGARGJAFA: Hljómflutningstæki - Kasettutæki, Kasettutæki með skjá xlBÉP

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.