Austurland


Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 1

Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 1
 Austurland 38. árf’angur. Neskaupstað, 1. september 1988. 31. tölublað. NESVlDEÓ S 71780 l'rystikistur Frystiskápar Adalfundur SSA Gjaldheimtumálinu slegið á frest unar samnings á grundvelli sam- þykktar sveitarstjórnar. Rúmir tveir tugir ályktana liggja eftir aðalfund SSA og mun AUSTURLAND birta þær efnislega í næstu blöðum. hb Þingflokkur Alþýðubandalagsins Ákveðið að flytja frumvarp um jarðgangagerð Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi var haldinn í Neskaupstað um síðustu helgi. Fundurinn var fjölsóttur en um 100 manns sátu hann. Miklar umræður urðu um málefni Austurlands og lands- byggðar almennt. Fyrirfram var reiknað með að svokallað gjaldheimtumál yrði stærsta mál fundarins. Sú varð raunin og mikið var fjallað um gjaldheimtumálin. Þar höfðu verið lagðar fram hugmyndir um tvær leiðir. Annarsvegar að stofna sérstaka gjaldheimtu í kjördæminu sem hefði með höndum alla innheimtu opin- berra gjalda og hins vegar stofn- un gjaldheimtu í formi stjórnar, en innheimta staðgreiðsluskatta yrði áfram í höndum bæjarfóg- etaembætta og sýslumannsemb- ætta. Á mánudaginn var stofnað til vinabæjartengsla á milli Fáskrúðs- fjarðar og franska bæjarins Gra- velines, sem er 15.000 manna bær nálægt landamærum Belgtu. Um tuttugu manna hópur Frakka kom af þessu tilefni til Fáskrúðsfjarðar með bæjar- stjórann í Gravelines í farar- broddi. Flann hcitir Albert Denver og auk þess að vera bæjarstjóri er hann þingmaður og fylkisstjóri í Dunkirk, en í Gjaldhcimtunefnd hefur ver- ið starfandi á vegum SSA síðan í febrúarlok og skilaði hún áliti til aðalfundarins um þessa tvo valkosti. Ekki var tekin ákvörð- un um það á fundinum hvor leiðin skyldi valin en fundurinn samþykkti að gjaldheimtunefnd SSA starfaði áfram og lyki störf- um á stofnfundi um gjaldheimtu á Austurlandi. Þar eru tíundað- ar breytingar sem fundurinn vill að kannað verði til þrautar hvort ná megi fram á samningi samkvæmt valkosti B í nefnd- aráliti gjaldheimtunefndar SSA frá 2. ágúst sl. Gjaldheimtu- nefndin á að senda sveitarfé- lögunum niðurstöður og boða tii stofnfundar gjaldheimtu eigi síðar en 25. Fyrir þann fund hafi sveitarstjórnir tekið afstöðu til tillagna nefndarinnar og tilnefni fulltrúa með umboð til undirrit- Dunkirk eru 18 bæir með sam- tals um 250.000 íbúa. Albert Denver er um áttrætt og man vel samskipti franskra sjómanna við Islendinga. I heimsókn sinni til Fáskrúðs- fjarðar lögðu Frakkarnir blóm- sveig að minnisvarða unt franska sjómenn í Franska grafreitnum en um kvöldið héldu þeir með flugvél frá Fá- skrúðsfirði til Reykjavíkur þar sem þeir sátu boð borgarstjóra Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur frá þvf um helgina verið á Austurlandi. Á mánudagskvöld voru opnir fundir með þingmönn- um Alþýðubandalagsins á Egils- stöðum. Seyðisfirði, Reyðarfirði og á þriðjudag heimsóttu þeir forseta Islands. Árið 1990 er áformað að halda siglingakeppni frá Norð- ur-Frakklandi til íslands og sögðust Frakkarnir hafa ntikinn áhuga á að í þeirri keppni yrði komið við á Fáskrúðsfirði á leið- inni til Reykjavíkur. Ein helsta atvinna íbúa í Gravelines er af fiskveiðum en auk þess er kjarn- orkuver staðsett þar og veitir mörgum atvinnu. mslhb og í Breiðdal. I gærkvöldi, miðvikudag, var svo opinn fundur þingmanna með Norðfirðingum. Að sögn Hjörleifs Guttormssons alþingismanns hafa fundirnir verið vel sóttir og málefnalegar umræður orðið og þá einna helst um lands- byggðarmál og efnahagsmál. Undanfarna þrjá daga hefur svo þingflokkurinn dvalið í Hallorms- stað og haldið þar vinnufundi. í fréttatilkynningu frá þingflokkn- um segir að á þessum fundi hafi verið rætt um þá alvarlegu stöðu sem við blasi á flestum sviðum á landsbyggðinni og sívaxandi mis- munun í lífsafkomu fólks vegna ranglátrar stefnu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Þá segir í fréttatilkynningunni að þingflokkurinn hafi sérstaklega rætt um jarðgangagerð í framhaldi af tillögum þingmanna Alþýðu- bandalagsins um það efni undan- farin ár. Auk jarðganga í Ólafs- fjarðarmúla liggi fyrir áætlanir um jarðgöng undir Botnsheiði og Breiödalsheiði á Vestfjörðum til að tengja saman Önundarfjörð, Súgandafjörð og ísafjörð, og verið sé að móta tillögur um jarðgöng á Austurlandi m. a. til að tengja saman Seyðisfjörð, Neskaupstað og Fljótsdalshérað. Það er mat þingflokks Alþýðu- bandalagsins að hér sé um þjóð- hagslega hagkvæm og brýn verk- efni að ræða og eðlilegt sé að sam- félagið sameinist um að hrinda þeim í framkvæmd. Því hafi þing- flokkurinn ákveðið á fundi sínum í Hallormsstað að flytja frumvarp, strax og þing kemur saman í haust, til að tryggja tekjuöflun í þessu skyni. Verðurþámiðaðvið að unnt verði að halda samfleytt áfram við jarðgangagerð þannig að öllum of- angreindum framkvæmdum verði lokið á næstu 10 - 15 árum. Til fjármögnunar verði frá ársbyrjun 1989 lagt á gjald sem nemi 125 aur- um á hvern seldan lítra af bensíni og díselolíu á bifreiðar svo og svartolíu nema til fiskiskipa. í niðurlagi samþykktar segir að rannsóknir og undirbúningur vegna ofangreindra jarðganga og annarra sem æskileg verða talin til að rjúfa einangrun byggða og stytta leiðir verði framvegis fjármögnuð af vegafé samkvæmt vegaáætlun. Fáskrúðsfjörður Vinabæjartengsl við Frakka tekin upp Hluti fundarmanna á aðalfundi SSA yr xm W*" fP SPARISJÓÐURINN HAGUR HEIMAMANNA

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.