Austurland


Austurland - 11.09.1991, Blaðsíða 1

Austurland - 11.09.1991, Blaðsíða 1
Fyrstu dagarnir í september voru sannkallaður sumarauki og glöddu bœði menn og skepnur. A myndinni eru kýrnar í Seldal í Norðfirði að viðra sig í blíðunni og ekkert fer á milli mála að þœr leika við hvurn sinn fingur. Ljósm. AB Tímamót í sögu framhalds- menntunar í Neskaupstað Herbergjaálma heimavistar Verkmenntaskóla Austurlands tekin í notkun Frá skólasetningu Verkmenntaskóla Austurlands. Ljósm. AB Verkmenntaskóli Austur- lands í Neskaupstað var settur sl. sunnudag og var þess þá minnst að 10 ár eru liðin frá því að framhaldsskóli með fjöl- brautasniði var stofnaður í Neskaupstað og fimm ár frá því að Verkmenntaskóli Austur- lands tók til starfa. Var skóla- setningin hátíðleg og fluttu þar eftirtaldir ávörp: Albert Einars- son skólameistari, Gerður G. Óskarsdóttir, Ólafur Arnarson aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, Smári Geirsson og Jón Björn Hákonarson fulltrúi nemenda. Að auki lék Daníel Arason einleik á píanó. Að skólasetningu lokinni var haldið út í hina nýju heimavist Verkmenntaskólans en nú hefur herbergjaálma vistarinnar verið tekin í notkun. í heimavistinni afhenti Guðmundur Bjarnason Aðfaranótt sl. miðvikudags varð alvarleg vélarbilun í togar- anum Eyvindi vopna þar sem hann var á veiðum. I Ijós kom þegar bilunin var könnuð að vél- in í skipinu var hrunin og ekkert annað að gera en að hefja undir- búning að kaupum á nýrri vél. bæjarstjóri skólameistara her- bergjaálmu hússins til notkunar en að auki fluttu þeir Björn Haf- þór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi og Egill Jónsson alþingismaður ávörp. Virtust allir á einu máli um að með tilkomu heimavist- arinnar næðist merkur áfangi í austfirskum skólamálum enda húsið einkar glæsilegt og fyrir- sjáanlegt að aðbúnaður nem- enda verður afar góður. Togarinn Brettingur kom með Eyvind vopna í togi til Vopnafjarðar og er ljóst að skipið verður frá veiðum í lang- an tíma. Pessi bilun er verulegt áfall fyrir Tanga hf. en nú þarf fyrirtækið að reka fiskvinnsluna einungis með afla eins togara. Vopnafjördur Vélin í Eyvindi vopna hrunin Egilsstaðir Ágæt lagnasýning og ráðstefna Lagnafélag íslands stóð fyrir ráðstefnu og vöru- og þjónustu- sýningu á Egilsstöðum sl. laugar- dag. Á ráðstefnunni voru flutt sex erindi þar sem m. a. var fjall- að um orkudreifingu og orkunýt- ingu og samskipti hönnuða, verk- taka og opinberra aðila svo sem byggingafulltrúa sveitarfélaga. Rúmlega fjörutíu aðilar, fyrirtæki og stofnanir, kynntu vörur sínar og þjónustu á sýn- ingunni. Að sögn fagmanna sem tíðindamaður blaðsins ræddi við gaf sýningin ágæta mynd af því helsta sem í boði er á markaðn- um hvað snertir vörur og tækni á sviði lagna svo sem pípulagna, raflagna, loftræstinga, síma og fjarskipta. Sýninguna opnaði Egill Jór.s- son alþingismaður og hljóm- sveitin Ózon, sem skipuð er nemendum Verkmenntaskóla Austurlands lék nokkrum sinn- um á meðan á sýningunni stóð. 24 sýnendur færðu Verk- menntaskóla Austurlands gjafir til afnota í verkkennslu á iðn- brautum; bækur, bæklinga og myndbönd ásamt handverkfær- um og öðrum búnaði. Albert Einarsson skólameistari Verk- menntaskólans þakkaði fyrir gjafirnar og sagði m. a. að um leið og kynningarefni fyrirtækja og stofnana komi að miklu gagni í kennslunni væru gjafir af þessu tegi tákn um æskileg samskipti skóla og atvinnulífs. Alþýðubandalagsdagar á Suð-Austurlandi, 18. - 20. september 1991 Forystumenn úr Alþýðu- bandalaginu verða í heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu og á Djúpavogi og nágrenni í þrjá daga í næstu viku. Par verða á ferð Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon vara- formaður og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður. Einnig munu varaþingmenn flokksins taka þátt í þessari heimsókn eft- ir aðstæðum. Þingmennirnir munu á þess- um dögum heimsækja vinnu- staði, halda fundi með sveitar- stjórnarmönnum og forráða- mönnum í atvinnurekstri, bún- aðarsambandi sýslunnar og verkalýðsfélögum til að kynna sér viðhorf heimamanna. Þá halda þeir opinn fund á Höfn miðvikudagskvöidið 18. september, boða til almenns bændafundar á Hrollaugsstöð- um í Suðursveit fimmtudaginn 19. september kl. 1330 og verða með opinn fund á Djúpavogi að kvöldi samadags. Fundirnireru sérstaklega auglýstir annars staðar hér í blaðinu. Þessir Alþýðubandalagsdag- ar eru liður í hliðstæðum heim- sóknum víðar á landinu. TILBOÐ Á LANGMOEN PARKETI 15% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR BAKKABUÐ S 71780

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.