Austurland


Austurland - 10.11.1994, Blaðsíða 1

Austurland - 10.11.1994, Blaðsíða 1
Björgunarþyrla staðsett á Egilsstöðum er brýnt hagsmunamál sjómanna og allrar landsbyggðarinnar EGILSSTAÐIR Eins og kunnugt er hefur bæjarstjórn Egilsstaða borist tilboð frá Grænlandsfiugi um starfrækslu björgunarþyrlu á Egilsstaðaflugvelli í vetur. Unt er að ræða björgunarþyrlu af gerðinni Bell 412 ásamt áhöfn. Kostnaður Egilsstaðabæjar af þessu vrði um 11.000.000 króna og hefur að sögn Helga Hall- dórssonar bæjarstjóra á Egils- stöðum verið leitað eftir stuðn- ingi frá ýmsum hagsmunaaðil- um s. s. útgerðarmönnum, tryggingafélögum, lífeyrissjóð- um, sjómönnum og ekki síst fjárveitinganefnd Alþingis. Nýafstaðið þing Sjómanna- sambands íslands hefur lýst stuðningi sínum við þetta verk- efni og hvatt alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman svo hægt verði að taka tilboði Grænlandsflugs nú í vetur til reynslu. Landhelgisgæslan óskaði í gær eftir frekari upplýsingum varðandi þetta mál frá bæjar- stjórn Egilsstaða og hefur gæsl- an þegar fengið umbeðnar upp- lýsingar. Að sögn Helga Hall- dórssonar bæjarstjóra verður að svara tilboði Grænlandsfiugs í síðasta lagi á laugardaginn og liggi þá ekki fyrir jákvæð svör verður málinu ekki fram haldið af þeirra hálfu. Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi tekur málið fyrir á stjórnarfundi á morgun og að sögn Björns Haf- þórs Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra sambandsins hef- ur sambandið styrkt öll svona mál og þótt í augnablikinu sé ekki fjárhagslegt svigrúm sé rétt að skoða þetta mál í botn. Það er brýnt hagsmunamál sjómanna að þyrla verði staðsett á landsbyggðinni og hefur marg- oft verið bent á nauðsyn þess. Austfirðingum og reyndar landsmönnum öllum er enn í fersku minni björgunarafrek þyrlusveitar varnaliðsins í Vöðlavík í janúar sl. A ekki svo löngum tíma hafa þrjú sjóslys orðið við Austfirði og er samdóma álit allra sem komu þar að björgunarstörfum að björgunarþyrla hefði skipt sköpun í öllum þeim tilfellum, eins og dæmið í Vöðlavík sannar. Því ber að fagna þessu framtaki bæjarstjórnar Egils- staða og væntanlega standa Austfirðingar saman um þetta mál - án tillits hvar, hvenær og ef, björgunarþyrla verður stað- sett á Austurlandi í framtíðinni. Björgunarþyrla varnarliðsins tekur eldsneyti yfir Neskaupstað. Ljósm. AB Öryrkja- bandalagið kaupir hús NESKAUPSTAÐUR Hússjóður Öryrkjabandalags íslands hefur fest kaup á einbýlis- húsi í Neskaupstað fyrir fatiaðan skjólstæðing sinn. Þetta er fyrsta húsnæðið sem bandalagið festir kaup á í Neskaupstað en fyrir á það 8 eða 9 íbúðir og ein- býlishús í fjórðungnum. Hússjóður Öryrkja- bandalagsins er sjálfseigna- stofnun sem hefur allarsín- ar tekjur af Lottói. Fram- kvæmdastjóri er Anna Ingvarsdóttir og sagði hún í samtali við Austurland að þörf fyrir húsnæði fyrir fatl- aða væri rnikil en mismikil. Þcgar fest væru kaup á íbúðarhúsnæði væri m. a. farið eftir ábcndingum frá Svæðisstjórnum um mál- efni fatlaðra og svo hefði verið í þessu tilviki. Ný lyfta efst á óskalista SKO AUSTURLAND ___________ Aðalfundur Skíða- miðstöðvarinnar í Oddskarði var haldinn í gær. Skíðamiðstöðin er sem kunnugt er í eigu þriggja sveitarfélaga Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Þrjátíu aðgerðir á þremur dögum NESKAUPSTAÐUR Fyrir skömmu voru gerðar um 30 háls- nef- og eyranaðgerðir á börnum á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað á þremur dögum. Eins og sagt var frá í Austur- landi fyrir nokkru hefur Heil- brigðisráð Austurlands sett fram tillögur um ákveðna verka- skiptingu hvað varðar sérfræði- þjónustu í fjórðungnum. í blað- inu var talað um reglur en réttara væri að tala um verkregl- ur hvað þessa þjónustu varðar. Auglýsendur athugið Næsta blaöi Austurlands verður dreift í 5.000 eintökum. Auglýsendur eru beðnir að hafa sam- band í síma 71571 fyrir klukkan 1700 mánudaginn 14. nóvember. Auglýsingastjóri Að undanförnu hefur Friðrik Páll Jónsson sérfræðingur í háls- nef- og eyrnasjúkdómum verið á yfirreið um Austurland og vís- að þeim börnum sem hafa þurft á aðgerð að halda á FSN, þar sem hann hefur síðan fram- kvæmt þær aðgerðir sem þörf var á. Óþarfi er að fjölyrða um hvað slík þjónusta í fjórðungnum sparar í beinum peningalegum útgjöldum og tíma og verður væntanlega um enn meiri sparn- að og bætta þjónustu að ræða þegar nánara samstarf milli sjúkrahúsanna og heilsugæslu- stöðvanna verður komið á. Stefán Pálmason stjórnarfor- maður SKO sagði í samtali við Austurland á þriðjudaginn að reksturinn hefði gengið að vonum, að vísu væri alltaf verið að reyna að spara en það hefði þó ekki komið niður á starfsem- inni. Aðsókn að skíðasvæðinu var góð og mest var þar á annað þúsund manns á svonefndum „Fjölskyldudegi“. í vetur var sett upp lýsing á svæðinu og markhús byggt. Stefán sagði að það væri margt á óskalistanum en það hefði ver- ið samþykkt að halda að sér höndum við framkvæmdir í eitt til tvö ár. Ný skíðalyfta er efsl á óskalista SKO og einnig er brýnt að byggja við skíðaskál- ann og er það fyrst og fremst snyrtiaðstaðan sem þarf að laga. Þá er eldhúsið alltof lítið miðað við þann fjölda scm þar þarf oft að þjónusta og einnig er brýnt að koma upp öðrum sal. Það er líka kominn tími á troðarann sagði Stefán og þetta eru þau þrjú verkefni sem brýn- ust eru. Öll þessi verkcfni eru býsna fjárfrek t. d. kostar ný lyfta á milli tuttugu og þrjátíu milljónir. Sagt verður frá sjálf- um aðalfundinum í næsta blaði. N Opið frá 10°° til 19°o ALLA DAGA KAUPFELAGIÐ FRAM NESKAUPSTAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.