Austurland


Austurland - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Austurland - 17.11.1994, Blaðsíða 1
44. árgangur. Neskaupstað, 17. nóvember 1994. 41. tölublað. Framlög sveitarfélaga á Austurlandi í Atvinnuleysistryggingasjóð skila sér ekki til baka AUSTURLAND Á þessu og síðasta ári greiddu 27 sveitarfélög á Austurlandi rúmlega 52 milljón- ir króna í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð en fengu aðeins til baka tæplega tíu milljónir. Átján sveitarfélög þar á meðal þau sem greiddu mest í sjóðinn hafa ekki fengið krónu til baka í atvinnuskapandi verkefni. Hornafjörður, Neskaupstað- ur og Egilsstaðabær eru hæstu greiðendur á Austurlandi í sjóð- inn og nemur framlag þessara sveitarfélaga tæplega 23 millj- ónum króna en til baka hefur komið til Egilsstaðabæjar og Hornafjarðar rúmlega 900.000 krónur til hvors sveitarfélags, en ekki ein króna til Neskaupstað- ar. Margir sveitarstjómarmenn fullyrða að framlagið í Atvinnu- leysistryggingasjóðinn sé ekkert annað en nýtt nafn á „löggu- skattinum1'. Framlög miðast við höfðatölu og t. d. greiðir sveit- arfélag með yfir 300 íbúa 2.312 krónur á íbúa 1994, en 1.950. fyrir síðasta ár. Þarna er um 18.5% hækkun milli ára sem er ekki í neinu samræmi við aðrar hækkanir í landinu. Ljóst er að framlög sveitarfé- laganna á Austurlandi í sjóðinn skila sér ekki til baka í atvinnu- skapandi verkefni eins og áformað var. Þá má benda á að sveitarfélögin verða að leggja fram sömu upphæð og fæst úr sjóðnum og því er þarna nánast um tvísköttun að ræða. Sveitarfélögin í landinu hafa að undanfömu mótmælt fram- Haraldur Jörgensen með nokkrar vænar síldir fullar af hrognum og sviljum. Ljósm. EG Síldin full af hrognum og sviljum NESKAUPSTAÐUR Mikið af hrogn- um og sviljum var í síldinni sem Þórshamar landaði í Neskaup- stað á sunnudaginn. Eins og kunnugt er voru nokkrar deilur um það fyrr á síldarvertíðinni hvort síldarmerkin sem fundust í’ loðnubræðslu SVN væru úr síld af heimamiðum eða hvort þau væru úr síldinni sem veidd- ist í sumar í „síldarsmugunni" svonfendu. Haraldur Jörgensen sem verið hefur verkstjóri í síld- arverkun hjá SVN um árabil segir það sitt álit að hér sé um síld úr Norsk-íslenska stofnin- um að ræða. Hvað sem fiski- fræðingar segja, sagði Harald- ur, þá þekkja menn hér muninn á hrognum og sviljum annars vegar og mör hinsvegar. Síldarfarmurinn sem þessi sýnishorn voru fengin úr fékkst á Papagrunni og var mun síldin stærri en verið hefur undanfarna daga. haldi þessarar skattheimtu en samkvæmt samningi um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga á þessi skattur að falla niður um næstu áramót, en í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir honum. Sveitarfélögin á Aust- urlandi gætu áorkað þó nokkru heima fyrir, til atvinnusköpun- ar, fyrir þær rúmlega 50.000.000 sem þau hafa greitt suður. Ungloðna um allan sjó Félagsvist verður haldin í Sigfúsarhúsinu laugardagin 19. nóvember kl. 1500 Allir velkomnir. Félag eldri borgara 3 Rannsóknaskip- in Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson voru í höfn í Nes- kaupstað á mánudaginn og voru fiskifræðingarnir Sveinn Svein- björnsson og Hjálmar Vil- hjálmsson að bera saman bækur sínar. Stór loðna fannst um helgina austur af Langanesi og fóru þrj ú skip á miðin til frekari leitar, en árangur ekki kunnur þegar þetta er skrifað. Að sögn Sveins Sveinbjörns- sonar er mikið af ungloðnu um allan sjó en stór ioðna utan þeirrar sem fannst austur af Langanesi, hefur ekki fundist ennþá í neinu umtalsverðu magni. Sveinn sagðist þó ekki vera orðinn hræddur ennþá um að loðnan skilaði sér ekki, hún hafi hegðað sér svona fyrr. Árni Friðriksson er nú að fara í smásíldarleiðangur vestur og norður fyrir land og endar hér fyrir austan þar sem stórsíldin verður mæld. Bjarni Sæmundsson verður áfram fyrir austan og ætla leið- angursmenn að koma við á „Rauða torginu" í næstu viku og skoða síldina þar. Norðfirðingar hittast Aðalfundur Norð- firðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Safn- aðarheimili Bústaðarkirkju sunnudaginn 20. nóvember nk. oghefst hann klukkan fimmtán. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður boðið upp á myndasýningu „að heiman" og norðfirskir tónslitarmcnn skemmta. Að venju verður boð- ið upp á kaffi og meðlæti. Verður reist stóriðja í frystingu sjávarafurða á Austfjörðum? AUSTURLAND ___________ Á stjórnarfundi Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi sem haldinn var á Reyðarfirði sl. föstudag var lögð fram beiðni um þátt- töku í hagkvæmnisathugun á staðsetningu eða reksturs „stór- iðju“ í frystingu sjávarafurða á Austfjörðum. Það var Gunnlaugur Ingvars- son frá fyrirtækinu ICEMAC sem lagði beiðnina fram og gerði um leið ítarlega grein fyrir hugmyndum sínum. Gunnlaug- ur er að leita eftir fjárstuðningi úr ýmsum sjóðum til að fjár- magna framgreint verkefni. Um er að ræða mjög stórt og full- komið frystihús, staðsett á Austfjörðum, með álíka af- kastagetu á sólarhring og öll frystihúsin í fjórðungnum. Áætluð afkastageta hússin yrði 400 - 600 tonn á sólarhring og veitti það um 100 manns vinnu. Vinnsludagar á ári yrðu 120- 180 dagar. Samhliða frysti- húsinu þyrfti að reisa um 5.000 m2 frystigeymslu þ. e. fyrir hálfs mánaðar framleiðslu. Orkuþörf slíks frystihúss yrði 3.5 - 4 megavött og landrými um 1.5 hektarar. Þá þyrfti hafnarað- staða að vera mjög góð, þannig að 130 metra löng, sex til átta þúsund lesta skip gætu lagst að bryggju. Gunnlaugur gat þess á fund- inum að rætt hafi verið við aðra aðila um hugsanlega þátttöku í hagkvæmnisathuguninni. Leit- að væri eftir fjármagni úr austfirskum sjóðum að upphæð 2 milljónir króna. Niðurstaöa fundarins var sú að ICEMAC vinni einskonar áfanga- skýrslu og komi henni á framfæri við stjómina, sem fjalli síðan um málið á grundvelli hennar. Samkvæmt heimildum Austur- lands eru í dag aðeins þrír staðir í fjórðungnum sem gætu fullnægt orkuþörfinni og tæplega kemur annar staður en Reyðarfjörður til greina fyrir stóriðju sem þessa landfræðilega séð. N Opið frá 10°° til 1900 ALLA DAGA KAUPFÉLAGIÐ FRAM NESKAUPSTAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.