Húsfreyjan - 01.01.1967, Blaðsíða 40

Húsfreyjan - 01.01.1967, Blaðsíða 40
þá eð'a leggja í vatn, |>ar eð sjálfsíkviknun gæti átt sér stað. Gólfteppi. Fáir lilutir eru eins ryksækn- ir og gólfteppi, og reyndar eru það ýmiss konar ólireinindi sem sækja í þau, þar sem yfirborð þeirra er tiltölulega stórt og öll hárin og lóin bindur óhreindin föst í sér. Þetta fer auðvitað eftir því, bve mikið berst af óhreimndum inn í húsin, en það er um að gera að liafa góðar mottur við útidyrnar og ennfremur voðfellda mottu í forstofu, til þess að taka við mestu af þeim sandi og moldarögnum, sem vilja berast með skóm manna inn í lnisin. Ohreinindin slíta teppunum mikið, svo að það er mikilsverl að forðast þau. Ryk- sugan er hér bezta hjálpartækið við dag- lega lireinsun. Þá er mjög gott sé liægt að berja teppin úti og viðra þau af og til. Þegar óhreinindin fara að setjast föst í teppin, verður að hreinsa þau með lireinsi- efni, og er þá venjulegast notuð upplausn af einhvers konar þvottalegi. Áður var einnig notað barkarþvol, ediksvatn eða salmíaksupplausn, en þetta hefur þann galla, að teppin vilja blotna meira en ef notaður er þvottalögur, sem þeyttur er, svo að froða fáist og liún síðan notuð til lireins- unar, líkt og lýst er hér að framan. Sér- stakir tepjiahreinsarar fást í verzlunum, og fylgir 1 >eim stundum ákveðinn þvottalög- ur til hreinsunar. Sé ekki völ á slíkum lireinsara má notast við svamp tir froðu- plasti eða næloni, sem notaður er þá til að bera froðuupplausnina á teppin og nudda með óhreinustu blettina. Bezt er að þurrka síðan livern blett með voðfelldu stykki, undnu úr lireinu vatni. og svo lielzt með þurru stykki síðast, því að það er heppi- legast, að teppið blotni sem allra minnst. Þá er bezt að það fái að þorna vel, áður en farið er að ganga á því á ný, annars vilja óhreinindin sækja fljótt í það aftur. Hægt er að híta fagmenn annast hreinsun á teppum, og er það að sjálfsögðu þægilegt, en nokkuð dýrt, ef teppin eru stór. Bletti úr teppum má fjarlægja á svipaðan liátt og úr öðrum efnum, og bezt er að gera þaö, áður en teppið er hreinsað í heild. Fru Sigurlaug Erlendsdöttir Nýlega er látin frú Sigurlaug Erlendsdótt- ír frá Torfastöðum í Biskupstungum. Hún var af húnvetnskum ættum, en ung að árum giftist hún séra Eiríki Stefánssyni, sein var prestur á Torfastöðum í nær því 50 ár. Hún var búin fjölþættum liæfileik- um og ágætum gáfum og bjó því manni sínum fagurt lieimili, þar sem sóknarbörn þeirra áttu jafnan gott að sækja og gest- risni að njóta. Frú Sigurlaug stóð framar- lega í félagslífi sveitarinnar. Hún var for- maður Kvenfélags Biskupstungna árum saman og beitti sér fyrir söngmennt og leiklistarlífi og öðrum menningarmálum. Hún var lengi í stjórn Sambands sunn- lenzkra kvenna og í skólanefnd Húsmæðra- skóla Suðurlands þar til á síðast liðnu vori. Með frú Sigurlaugu er því gengin ein merkasta prestskona landsins, sem auk þess hefur Ijáð mörgum góðum félags- málum lið sitt og styrk. 34 HUSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.