Austurland


Austurland - 20.03.1997, Blaðsíða 1

Austurland - 20.03.1997, Blaðsíða 1
Börkur endurbyggður í sumar NESKAUPSTAÐUR _______________ Nú hefur verið ákveðið að nótaskipið Börkur NK 122 fari í endurbyggingu í Póllandi um miðjan júní. Aætlað er að verkið taki fjóra mánuði og er reiknað með að skrifað verði undir samninga þar að lútandi nú í vikulokin. Að sögn Freysteins Bjamasonar útgerðarstjóra Síld- arvinnslunnar hf. hefur lengi leg- ið fyrir að lagfæra þyrfti Börk, en hversu umfangsmiklar endur- bætumar ættu að verða hefur ekki verið ákveðið íyrr en nú. Menn hafa velt upp ýmsum möguleik- um í stöðunni þar á meðal kaup- um á nýju eða notuðu skipi. Börkur verður lengdur um 14.5 metra, á hann v.erður settur nýr hvalbakur og ný brú. í skipið verður sett RSW kælikerfi, ný spil og kraftblökk, wacum dælu- kerfi, dekkkrani og flotvörpu- búnaður. Þá verða allar íbúðir skipverja endurnýjaðar, lestar einangraðar og pera sett á skipið og það sandbiásið hátt og lágt. Eftir endurbygginguna getur Börkur borið um 1800 lestir en ber í dag 1270 lestir. Þessar endurbætur á Berki eru ekki síst gerðar með það í huga að samhæfa veiðar og vinnslu, en með endurbættri loðnubræðslu Hoffellið selt til Eyja FASKRUÐSFJORÐUR Nú er Ijóst að Hoffell SU verður ekki selt til Namibíu. Skipið hefur verið leigt til Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum til 1. september n.k. og eru allar líkur á að Vinnslustöðin hf. kaupi Hoffellið að leigutímanum loknum. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að kaupa skip í stað Hoffellsins að sögn Eiríks Ólafssonar fulltrúa Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga en hami sagði að þar væru menn fyrst og fremst að huga að kvótakaupum þar sem mestu varðaði nú að tryggja Loðnuvinnslunni hf. hráefni, kvótar væru hins vegar ekki á lausu. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á stærstan hluta í Loðnuvinnslunni hf. sem hefur tekið á móti um 120.000 tonnum af loðnu frá því að hún tók til starfa fyrir rúmlega einu ári. Nvkoínið! Hinir vinseslu sveppir, dúkar og margt fleira. (efsluflin / ' Nesbær '^ilsLmiil ö Ncsk.iupsUið ®477 1117. 1 bæjarins HE kaupir í Loðnuvinnslunni og nýju frystihúsi er lögð áhersla á að koma með hráefnið óskemmt og sem ferskast að landi. Við teljum okkur hafa mjög gott skip í höndunum eftir þessar breyt- ingar, sagði Freysteinn Bjama- son, en það höfum við reyndar haft, en nýr Börkur verður ennþá betri. Börkur var byggður í Noregi 1968 og keyptur til Síldarvinnsl- unnar 1973. Á þeim ámm sem hann hefur verið í eigu Síldar- vinnslunnar hf. hefur hann aflað yfir 600 þúsund lestir af síld, loðnu, kolmunna og makríl. Teikningin af Berki hér að ofan og aðrar teikningar vom unnar af skipahönnuðum hjá Vik og Sandvik í Noregi en umsjón með verkinu hefur verið í hönd- um Teiknistofu Karls G. Þorleifs- sonar á Akureyri. Hraðfrystihús Eski- ijarðar hf. keypti á dögunum hlutabréf í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsftrði að nafnvirði 17 milljónir króna sem svarar til rúmra 4% hlutafjár í félaginu. Bréfin vom keypt á genginu 3 og andvirðið því 51 milljón. Magnús Bjamason framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins sagði menn þar á bæ hafa trú á þessu fyrirtæki og því talið vænlegt að Qárfesta í því. „Ég tel að gengi þessara bréfa eigi eftir að hækka, hversu mikið er hins vegar ómögulegt að segja. Loðnu- vinnslan fékk gott start í fyrra og hefur tekið á móti rúmum 40 þúsund tonnum á yfirstandandi vertíð. Meðan uppgangur er i veiðum uppsjávarfiska lítur vel út með Loðnuvinnsluna. Hún liggur vel bæði við loðnu og síld og á því góða möguleika,“ sagði Magnús. Hann segir það ekki vera stefnu Hraðfrystihússins að Qárfesta í öðmm sjávarútvegs- fyrirtækjum en menn vilji gjam- an reyna fyrir sér í þessum efnum. Eskfirski loðnuflotinn er nú að ljúka við kvótann en aðeins em um 2000 tonn eftir óveidd. Á þriðjudaginn átti Hraðfrystihús- ið um 17 þúsund tonn af loðnu í hráefnisgeymslum og að með- töldu því sem enn á eftir að ber- ast að tandi má gera ráð fyrir að hægt verði að bræða fram í miðjan næsta mánuð. ESKIFJORÐUR Netagerðin Ingólfur hf. austur FASKRUÐSFJORÐUR Netagerðin Ingólfur hf. mun á næstunni setja upp netagerð á Fáskrúðs- firði og taka þar með yfir rekstur þeirrar netagerðar sem fyrir er á staðnum. Hún verður til húsa þar sem áður var síldarverkun Pólar- síldar og þar áður skipa- smíðastöð, alls í um 700 m2. Starfsemin verður í samvinnu við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnsluna hf. sem mun lána húsnæðið til tveggja ára. Að sögn Eiriks Ólafssonar fulltrúa kaupfélagsstjóra er í byrjun gert ráð fyrir 6-8 starfsmönnum á netagerðinni, þar af koma tveir starfsmenn frá Ingólfi í Vestmannaeyjum. Áður störfuðu á netaverkstæði Kaup- félagsins 1 -2 menn, svo þama er um verulega aukningu að ræða, auk þess sem Netagerðin Ingólfur mun veita alhliða þjónustu, en verkstæðið sem áður var þjónaði nær eingöngu skipum heimamanna. Hclgartilbod Agúrkusalat Beauvis kr. 99.- Ribsgele Beauvis kr. 136.- Fljótandi handsápa með dælu 300 mi. kr, 126.- WC pappír 8 r. 186.-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.