Austurland


Austurland - 30.10.1997, Blaðsíða 1

Austurland - 30.10.1997, Blaðsíða 1
Upplýsingar um veður lesnar á 10 mínútna fresti NESKAUPSTAÐUR Sjálfvirk veður- athugunarstöð var sett upp í Neskaupstað um helgina og gangsett um hádegisbil á sunnu- daginn. Að sögn Þórðar Ara- sonar, jarðeðlisfræðings á tækni og athugunarsviði veðurstof- unnar mun stöðin mæla hita, rakastig, vindhraða, vindátt og úrkomu og eru þessar athuganir gerðar á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn, allt árið um kring. Tölva á staðnum stjómar mæli- tækjunum en hringt er frá veður- stofunni í þessa tölvu til að nálg- ast upplýsingarnar. Það em snjó- flóðavarnir sem aðallega ýta undir það að þessi stöð var sett upp þar sem þessi búnaður mun vera sérstaklega gagnlegur þegar snjóflóðahætta myndast og er þá hægt að fylgjast mjög grannt með veðurfari og breytingum þar á. Samskonar stöðvar eru víða komnar upp, t.d. á Siglufirði, Seyðisfírði og nýlega var slík stöð tekin í gagnið á Flateyri en stefnt er að því að setja slíkar stöðvar upp í öllum þéttbýlis- stöðum þar sem snjóflóðahætta getur myndast. I veðurfréttum RUV hafa verið lesnar upplýsingar frá nokkrum slíkum sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum þó þær hafi ekki verið fastagestir og mun svo einnig verða með þessa stöð. Sameiginleg innritun og kynning á námsframboði nýmæli á Austurlandi AUSTURLAND ritun nemenda og kynning á námsframboði og að koma á markvissri samvinnu milli framhaldsskóla á Austurlandi er meðal þess sem kemur fram í drögum að samstarfsamningi allra framhaldsskólanna í fjórð- ungnum, þ.e. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Hús- stjómarskólans á Hallormsstað, Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austur- lands í Neskaupstað. Megin markmið samningsins er að bæta aðgengi nemenda að eins fjölbreyttu námsframboði á Austurlandi og kostur er og tryggja þeim sem bestan undir- búning undir frekara nám eða störf án tillits til búsetu. Þá er og markmiðið að koma á virku samstarfi við stofnanir, félaga- samtök og fyrirtæki m.a. í því skyni að efia fullorðinsfræðslu og símenntun í fjórðungnum. Gert er ráð fyrir að fimm manna samstarfsnefnd beri ábyrgð á framkvæmd samn- ingsins sem verður væntanlega lagður fyrir skólanefndir skól- anna á næstu dögum. I sam- starfsnefndinni eiga sæti skóla- meistarar allra skólanna sem að samkomulaginu standa auk fulltrúa menntamálaráðherra sem verður formaður nefnd- arinnar. Samstarfssamningur þessi verður til þriggja ára frá 1997 til ársins 2000 og mun mennta- málaráðuneytið ieggja til sam- starfsins allt að tveimur millj- ónum króna á ári hverju til að standa undir framkvæmd hans. í blaðinu í dag m.a.: Opið bréf til sýslumanns Til varnar miðbænum Hársnyrtibraut Drekkið stressinu Hreindýrahúðin heillar Handbolti Getraunir Hæsta tréð á íslandi Breylt skipulag í heilbrigðisþjónustu AUSTURLAND ___________Undanfarið hefur verið unnið að tillögum sem miða að því að búa til eina heilbrigðisstofnun fyrir allt Austurland. Þessar tillögur hafa verið til umræðu bæði heima í fjórðungi og í heilbrigðisráðu- neyti og voru þær kynntar SSA og þingmönnum Austurlands síðastliðinn mánudag. Tillögur þessar eru unnar að ósk heil- brigðisráðuneytis en til grund- vallar eru lagðar tillögur sem Stefán Þórarinsson héraðslæknir hefur unnið. I dag samanstendur heilbrigð- iskerfið hér fyrir austan af litlum og einangruðum einingum sem heyra allar beint undir heilbrigð- isráðuneytið. Þetta skipulag tor- veldar samvinnu og styrkingu heilbrigðiskerfisins á svæðinu. „Með því að gera þetta fær maður möguleika á að fjölga læknum og að gera læknastörfin hér fyrir austan eftirsóknarverð- ari. Möguleiki er á að styrkja fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað, og litið er til þess að hægt verði á að fá meira ákvörðunar- vald inn í fjórðunginn þannig að heilbrigðisþjónusta henti okkur betur“ sagði Stefán í samtali við blaðið. Astæðuna fyrir því að þessar tillögur koma upp á borðið núna eru að sögn Stefáns, að í dag byggjum á skipulagi frá 1973 sem er orðið úrelt. Viðamiklar breytingar hafa orðið síðan þetta skipulag var sett á, t.d. bættar samgöngur, breytt íbúatala, sam- einirig sveitarfélaga, viðvarandi læknaskortur o.s.frv. Ef ráðist verður í þessar breytingar verður til heilbrigðisstofnun hér fyrir austan sem veltir alls um 1/2 milljarði árlega og ef af verður gæti hún tekið til starfa í byrjun árs 1999. Súpukjöt kr. z8g,- kg. Kjötfars frosið Bacon kr. 598.- Buitoni pasta 500 c Fjórar eldhúsrúliur a 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.