Austurland


Austurland - 06.05.1999, Blaðsíða 1

Austurland - 06.05.1999, Blaðsíða 1
Vinnandi Menn ehf. kynna starfsemi sína Auglýsingastofan Vinnandi Menn ehf. efndi til kynning- arhófs á Hótel Héraði á föstu- daginn var. Fyrirtækið var fyrir nokkru síðan stofnað á grunni Níutíuogsjö ehf. á Egilsstöðum og Vinnandi rnanna sf. á Akureyri og eru höfuðstöðvar þess á Egils- stöðum. Jafnframt er öflugt útibú á Akureyri og verk- efnaráðnir aðilar starfa í Reykjavík og víðar. A kynningunni var farið yfir starfsemi auglýsingastof- unnar, sem einkum er grafísk hönnun, vefsíðusmíð, aug- lýsingagerð og almanna- tengsl, hönnun upplýsinga- efnis og umbrot, ásamt skilta- gerð, hverskonar merkingum og stimplagerð. Kynningin þótti heppnast hið besta og voru margir lykilaðilar í aust- firsku athafnalífi og fram- bjóðendur stjórnmálaflokka viðstaddir, að ógleymdum forsætisráðherra og öðru góðu fólki. (fréttatilkynning) Sveinn SU kominn Hið nýja skip SR mjöls, Sveinn Benediktsson SU-77 kom til Reyðarfjarðar í síð- ustu viku. Sveinn er 56 metr- ar að lengd og 11 metrar að breidd. Hann er búinn RSW kælikerfi, auk frystibúnaðar og flokkara, en í 6 frystitækj- um skipsins má frysta 60 tonn af loðnu á sólarhring. Skipið ber um 1200 tonn af afla full- lestað. Skipið verður gert út frá Reyðarfirði og mun Skipaklettur hf. sjá um rekst- ur þess. Halldór Jónasson hefur verið ráðinn skipsstjóri og verður áhöfn skipsins Reyðfxrsk. Öldungamót BLI var haldið í Neskaupstað í síðustu viku og var mikið um dýrðir. Spilaðir voru um 200 leikir á mótinu, sem þótti ganga afskaplega vel fyrir sig, enda skipulag ífóstum skorðum. Mikið fjör var í Egilsbúð öll kvöldin meðan mótið stóð yfir og reyndar varð einhverjum að orði að þarna vœru sennilega ekki öldungar, heldur öl-dúnkar á ferðinni! Mótið endaði svo á frábœru lokahófi í Egilsbúð þar sem um 400 gestir átu, drukku og skemmtu sér og hefur sentiilega aldrei verið eins mikil stemmning í Egilsbúð og á ballinu sem fylgdi á eftir. Það kom því ekki á óvart að margir keppendur höfðu það á orði að þetta hefði verið besta öldungamótið frá upphafi. Það kemur íhlut Þróttara frá Reykjavík að reyna að bœta um betur á nœsta ári, en Jónas Traustason var valinn í embœtti blaköldungs og mun hann því verða einráður um framkvœmd nœsta móts. Ljósm. as Eignarhaldsfélag Austurlands stofnað Á síðasta föstudag var Eignar- haldsfélag Austurlands stofnað við formlega athöfn á Hótel Hér- aði á Egilsstöðum. Það eru At- vinnuþróunarsjóður Austurlands, Fjárfestingafélag Austurlands og Byggðastofnun sem eru fyrstu skráðu hluthafamir í félaginu og er stofnféð 4 milljónir króna. Stefnt er að því að auka hlutafé í 100 milljónir á fyrsta starfsárinu og hefur Byggðastofnun þegar samþykkt að auka framlag sitt í 40 milljónir króna. Tilgangur félagsins er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem uppfylla þrenn skilyrði: Eru rekin á grundvelli arðsemissjón- armiða, fela í sér nýmæli í at- vinnulífi eða eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs. Þátttaka Eignarhaldsfélagsins í öðrum félögum verður í formi hlutafjárkaupa. Fjárfestingar verða í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingastefnu sem stjórn félagsins setur því og að leiðarljósi verða höfð fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættudreifing. Eignarhalds- félagið er í samvinnu við Byggða- stofnun, Atvinnuþróunarsjóð Austurlands, Fjárfestingafélag Austurlands og Þróunarstofu Austurlands. Félagið mun leita eftir samstarfi við banka og aðrar fjármálastofnanir, fjárfest- ingasjóði, sveitarfélög og fyrir- tæki og aðila sem vinna að ný- sköpun og atvinnuþróun. Stofn- un Eignarhaldsfélagsins er eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið í nýsköpun á Austur- landi. Ljóst er að nýstofnað Eigttarhaldsfélag Austurlands mun eiga þátt í að aðlaga atvinnulíf landshlutans að fyrirsjáanlegum breyt- ingum á viðskiptaumhverfi, gildismati og tœkni á nýrri öld. Leikskólagjöld hækka hjá einstæðum foreldrum Þessa dagana er verið að vinna að því að samræma gjaldskrár leikskólanna í Fjarðabyggð. Þetta þýðir hækkanir á gjöldum sumra en lækkanir hjá öðrum. í leik- skólanum í Neskaupstað þurfa einstæðir foreldrar t.d. að greiða talsvert meira fyrir vistun en áður, en afsláttur þeirra var lækk- aður úr 50% í 30%. Fyrir átta tíma vistun þýðir þetta hækkun úr 5200 kr. á mánuði í 8365 kr, eða 3165 kr. Ef bömin eru tvö nemur hækkunin 5538 kr. á mánuði. Þetta er nokkur hækkun og því hefur það vakið nokkra gremju meðal foreldra að gjald- skrárbreytingin sé auglýst rétt fyrir mánaðamót. Að sögn Gunn- laugs Sverrissonar, forstöðu- manns fræðslumálua- og menn- ingarsviðs Fjarðabyggðar, eru þessar gjaldskrárbreytingar liður í samræmingu á starfsemi leik- skólanna í sveitarfélaginu og þó að ljóst sé að gjöld hækki hjá suinum foreldrunt, sé dagvistun í sveitarfélaginu enn ódýr ef miðað er við önnur sveitarfélög. Gunnlaugur segir að eflaust hefði mátt auglýsa gjaldskrár- breytinguna fyrr en gert var, en eindagi á greiðslu leikskóla- gjalda sé ekki fyrr en um næstu mánaðamót og ætti sá tími að duga fólki til að gera viðeigandi ráðstafanir. Flottamennirnir koma Nú bendir allt til þess að flóttamenn frá Kosovo komi til landsins í næstu viku. Guðný Björg Hauksdóttir, stjómmála- fræðingur, hefur verið ráðin til þess að sjá um komu flótta- mannanna til Fjarðabyggðar og segir hún að þeir muni hafst við á Eiðum fyrstu tvær vikumar, en verði svo smátt og smátt fluttir til Reyðarfjarðar og Dalvíkur, og muni það ferli taka ca. tvær vikur í viðbót. Guðný er nú í vikunni að kanna þörf atvinnu- rekenda á Reyðarfirði fyrir vinnuafl, auk þess sem bygg- ingafulltrúi er að gera úttekt á húsnæði sem stendur flótta- fólkinu til boða. flllt á grillið Salalbar Grillaðir KiúKlingar gox á töstudogum Opið á iaugardögum frá 10 til 18 W 477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.