Austurland


Austurland - 01.07.1999, Blaðsíða 1

Austurland - 01.07.1999, Blaðsíða 1
Síldin búin - loðnan komin Veiðum úr norsk-íslenska síld- arstofninum lauk á föstudaginn. Þá voru 4 íslensk skip á miðunum og voru þau rekin heim. Svolítið furðulegt að leyfa skipunum ekki að fylla sig þótt það hefði skipt einhverjum hundruðum tonna, ef litið er til þess að skip innan Evrópu- sambandsins veiða árlega tug- þúsundir umfram úthlutaðan kvóta. Mest var landað á Seyðisfirði, rúmlega 27.000 lestum og næst mest í Neskaupstað, tæplega 27.000 lestum. I fyrra var landað 24.300 lestum í Neskaupstað. Beitir og Birtingur, skip SVN, voru með um 5.700 lestir, hvort skip, Hábergið, sem SVN hefur á leigu, tæplega 5.000 lestir og Súlan, sem landar hjá SVN, 4.100 lestir. Eskifjarðarskipin Jón Kjartansson og Guðrún Þor- kelsdóttir voru með 13.300 lestir og Sveinn Benediktsson frá Reyðarfriði með 2.100 lestir í 2 veiðiferðum. Fyrsta loðnan á sumarvertíð barst til Neskaupstaðar á föstu- daginn þegar Súlan kom með 770 lestir. Loðnan er aðeins 4 dögum seinna á ferðinni í ár en í fyrra. Rakarinn frá Sevilla Jon Harald Nilsen, forstjóri Hydro Aluminium, Þórður Friðjónsson, iðnaðarráðuneytisstjóri og Friðrik Sófusson, forstjóri Landsvirkjuitar, við undirrituðun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Reyðarfjörð. Ljósm. S.Ó. Tímamótaundirskrift á Austurlandi Á þriðjudag undirrituðu fulltrúar Norsk Hydro, íslenskra stjóm- valda og Landsvirkjunar vilja- yfirlýsingu um áframhaldandi vinnu við undirbúning að bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð og tilheyrandi virkjun austfirskrar orku. Með undirskriftinni er í raun verið að samþykkja vinnuáætlun til eins árs og er þar um að ræða lokasprettinn í undirbúningi að byggingu álvers og virkjunar. Stefnt er að því að arðsemisút- reikningar liggi endanlega fyrir í haust, umhverfismat vegna lóð- arinnar sem álverið á að rísa á mun verða tilbúið á árinu og um áramót eiga að liggja fyrir helstu drög að samningum, en gríðar- leg vinna er að undirbúa slík plögg. Upp úr áramótum verður hægt að skrifa undir samnings- drög og svo endanlegan samning næsta vor. Þá verður hægt að sækja um starfsleyfi og geta framkvæmdir við byggingu 120 þúsund tonna álvers því hafist næsta sumar, en það ætti að geta hafið framleiðslu árið 2003. Viljayfirlýsingin er því afar mikilvægt skref í undirbúningi að byggingu álvers og er nú orðið afar líklegt að Norsk Hydro verði samstarfsaðili Isl- endinga í verkefninu, þó að enn sé ekki útlokað að aðrir aðilar komi inn í dæmið. Viljayfir- lýsingin gerir öllum aðilum sem koma að verkefninu kleift að setja aukinn kraft og alvöru í sína vinnu. Fjárfestar geta nú farið að afla fjármagns af fullri alvöru og Landsvirkjun getur hafið lokaundirbúning og útboð vegna Fljótsdalsvirkjunar. Undir- búningur á lóðum og hafnarað- stöðu getur hafist og sveitarfél- agið getur hafið sinn undirbún- ing sem mun eflaust felast í skipulagsvinnu vegna væntan- legrar fólksfjölgunar, hugsan- legra almenningssamganga og hafnarframkvæmda. Auk þess geta menntastofnanir á svæðinu nú hafið undirbúning að námi fyrir væntanlega starfsmenn ál- versins, en þróa þyrfti sérhæfða námsbraut fyrir starfsmenn og yrði það væntanlega gert að norskri fyrirmynd. Undirskriftin markar því tímamót í undirbúningi að bygg- næstur á dagskrá Eins og Austfirðingar vita setti Operustúdíó Austurlands Töfraflautu Mozarts á fjalirnar í sumar, auk þess að standa fyrir glæsilegri tónlistardagskrá sem nefndist „Bjartar nætur“. Tón- listardagskráin fékk slíkar viðtökur að nú hefur verið ákveðið að stefna að jafn glæsilegum uppfærslum að ári og hyggst stúdíóið setja upp Rakarann frá Sevilla. Einnig er stefnt að því að hafa nokkrar sýningar á Töfraflautunni og fiytja óratóríuna Messías í tengslum við þúsund ára afmæli kristni í landinu. Ein besta djasshátíðin til þessa ingu álvers og virkjana á Austur- landi og ljóst að líkur á að þessar stórframkvæmdir verði að veru- leika aukast enn. Tólfta djasshátíðin var haldin á Egilsstöðum í síðustu viku. Há- punktur dagskrárinnar voru tónleikar danska fiðlusnillings- ins Finns Ziegler og píanóleikar- ans Oliviérs Antunes. Með Dön- unum léku þeir Scheving feðgar, Ámi og Einar, á vfbrafón og trommur og Gunnar Hrafnsson flengdi bassann. Skemmst er frá að segja að tónleikarnir voru frá- bærir í alla staði og ótrúlegt að þessir menn skyldu aðeins hafa leikið saman í þrjá daga. Finn stóð fyrir sínu og sýndi þessi gamli sveiflumeistari frábæra takta og sló á létta strengi með dönskum húmor milli laga. Senuþjófurinn var hins vegar hinn ungi Oliviér sem sýndi ótrúlega fimi við flygilinn og galdraði fram spennandi tóna. Oft myndaðist rafmögnuð spenna milli hans og Einars Scheving, trommuleikara, og væri óskandi að þessir menn spiluðu saman að staðaldri. Kunnugir menn eru sammála um að þessir tónleikar hafi verið meðal þeirra bestu sem haldnir hafa verið á djass- hátíðinni á Egilsstöðum. Sveiflumeistarinn Finn Ziegler í góðum gír. Þeir Ziegler og íslenski djassmógúllinn Arni Scheving kunnu greinilega vel við sig saman á sviðinu. Ljósm.SÓ Bountu eldhugpaþpír 2 rúllur + gfuggagprau Gfillkiöt Abbelgínugafi 2 Itr.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.