Austurland


Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 1
50. árgangur Fjarðabyggð 26. október 2000. 37. tölublað Nemendur óttaslegnir „Þetta leggst illa í krakkana og við óttumst að ef til kennaraverk- falls kemur á annað borð þá verði það langt og strangt og önnin sé hreinlega ónýt fyrir marga," segir Vilhelm Harðarson formaður Nemendaráðs Verkamenntaskóla Austurlands í Neskaupstað í sam- tali við Austurland. Sem kunnugt er urðu lykir atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um boð- un verkfalls þær að um 90% greiddu atkvæði með því að fara í verkfall sem hefst 7. nóvember, ef samningar nást ekki „Við styðjum kröfur kennara um boðun verkfalls, það er sann- gjamt að þeirra fastakaup sé rösk 200 þúsund í hverjum mánuði,“ sagði Vilhelm. Helga Steinsen skólameistari Verkmennaskólans sagði að eng- ar áætlanir af hálfu hefðu verið gerðar vegna verkfalls, enda væri slíkt örðugt. Þó tók hún fram að nám í meistaraskóla iðnaðar- manna yrði með óbreyttu sniði, enda eru kennara í því utan Fél- ags framhaldsskólakennara. I Menntaskólanum á Egilstöðum myndi leggjst niður kennsla í öllum greinum utan tölvufræði og eðlisfræði sem skólameistar- inn, Helgi Omar Bragason, kenn- ir sjálfur. Hann sagði ljóst að ef verkfallið drægist á langinn mætti búast við að aðsókn í þá tfma yrði ekki mikil, sérstaklega af þeim nemendum sem utan Héraðs búa. I kirkjunni síðasta sunnudag. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur, leiðir söng kátra krakka. Kátína í Góð mæting og kátína hefur verið í sunnudagaskólann í Norð- fjarðarkirkju nú í vikur og og um þrjátíu krakkar eru í þeim fasta kjama sem mætir hverju sinni, segir sr. Sigurður Rúnar Ragnars- son sóknarprestur. Sunnudaga- skólinn sem hófst þann 17. sept- ember stendur til vors og er dag- skráin fjölbreytt. Það er sungið, farið með bænir, sóknarprestur- inn flytur stutta hugleiðingu og sýndur er brúðuleikur. Stundum kirkjunni er sunnudagaskólinn jafnhliða fjölskyldumessum í kirkjunnu og þá kemur fram barnakór kirkj- unnar. „Annar liður í þessu eru heim- sóknir sem við í sunnudagaskól- anum förum stundum í yfir á Eskifjörð og á móti koma þau stundum hingað yfir til okkar,“ segir sr. Sigurður Rúnar, sem er ánægður með hvemig til hefur tekist með þennan þátt í safn- aðarstarfinu. Gestir í Egilsbúð á Egilsbúð klöppuðu og stöppuðu af kátínunni einni sarnan þegar Rokkveislan sem Blús-, rokk- og djassklúbburinn í Nesi setti á svið var þar frumsýnd síðastliðið laugardags- kvöld. Fluttir voru ýmsir kunnir slagarar úr velþekktum bíómyndum, innlendum og erlendum, sem allflestir œttu að kannast við. LJppselt er á nœstu sýningar í Egilsbúð - en til stendur svo að fara með sýninguna suður til Reykjavíkur eftir áramót. Sjá síðu 3. Ljósm. Reynir Neil ímyndun og öfugmæli Útgerðamenn senda sjómönnum tóninn Á aðalfundi Útvegsmannafélags Austur- lands. Emil Thorarensen ípontu. Nœst honum er Hörður Þórhallsson, Reyðar- firði og þá Magnús Helgason, Stöðvarfirði. „Það verður ekki sagt að vænlegar horfur séu fram- undan í kjaraviðræðum sjó- manna og útgerðarmanna," sagði Emil Thorarensen á Eskifirði, formaður Utvegs- mannafélags Austurlands, á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Neskaupstað á mánudag. Þar vísaði hann harðlega á bug þeim um- mælum formanns Sjómanna- sambands Islands um þessa kjaradeilu að útgerðarmenn hefðu engan áhuga á að ná samningum, heldur biður þess að stjómvöld gripu inn í málið með lagasetningu. Háir útgerð tiltinnanlega „Þetta er auðvitað svo mikil ímyndun og öfugmæli, sem mest má vera, því sannleikurinn er sá að það er farið á há íslenskri út- gerð tilfinnanlega að ekki skuli vera hægt að ná kjarasamningum og fær þá til nútímalegra horfs, vegna breyttra tíma, framfara og tækninýjunga," sagði Emil Thorarensen - og spurði í ræðu sinni hvaða vit væri annars í því að ekki skuli vera hægt að fækka í áhöfn skipa án þess að útgerð þurfí þá að greiða færri mönnum hærri heildarlaun, en ef færri menn væm um borð. Gott dæmi um þetta væri það fullkomna skip sem Samherji hefur nýlega tekið í notkun. Þá kom fram í máli Emils að rekstrarskilyrði útgerðarinnar væm erfið um þessar mundir. Olíuverð væri hátt og verð á lýsi og mjöli lágt. Veiðiheimildir á ýmsum mikilvægum fisktegundum hefðu verið skertar, þó í vissum tilvik- um hefðu þær einnig verið auknar. Hann sagði ástæðu til að fagna aukinni veiði á úthafsrækju, sem aftur vekti með mönnum vætningar að ráðgjöf Hafró verði í þá veruna að mælt verði með aukaúthlutun úr stofninum á næstu vikum. Þrýst á ráðherra Á fundi Utvegsmannafélags Austurlands voru samþykkt- ar tvær tillögur og afgreiddar samhljóða. Önnur tillagan var utn að þrýsta á sjávarút- vegsráðherra um að afnema starfsemi Kvótaþings, því starfsemi þess sé dæmigert klúður. I hinni tillögunni segir að útvegsmenn á Austurlandi treysti á stjórn LIU að stjórnvöld fari að núgildandi lögum og gæti hags- muna þeirra skipa sem hafa aflað sér veiðireynslu við kolmunna- veiðar. Sú útgerð hafi gengið erf- iðlega og hafi verið rekin með tapi. Mörg fiskiskip hafi ekki nægan togkraft til að stunda veiðarnar með viðhlítandi árangri og margar útgerðir hafi yfirleitt því lagt út í miklar fjárfestingar vegna þessa. Veiðar séu þó stundaðar í góðri trú að gildandi lög um úthlutun aflaheimilda verði lögð til grund- vallar þegar að varanlegri út- hlutun aflaheimilda kemur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.