Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eining

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eining

						EINING
Hann berst með hugsjón: að hækka,
með hæð sinni aðra að lækka.
En enginn annar má stækka,
því annars vill munurinn smækka.
2. árgangur.
Reykjavík, nóvember 1944
10.—11. blað.
Haukadalsskóli
í Haukadal í Biskupstungum var til
forna víðfrægt lærdómssetur. Þar bjó
á seinni hluta 11. aldar Hallur Þórar-
insson hinn mildi eða spaki. Hann hafði
í æsku farið milíi landa og haft félag
við Ólaf konung helga og fengið af því
uppreisn mikla. Hallur var stórvitur
maður og svo minnugur, að hann
mundi þegar Þangbrandur skírði hann
þrevetran, vetri fyrr en kristnin var í
lög leidd. Ilann fóstraði Teit, son Is-
leifs biskups, og tók hann seinna við
jbúi í Haukadal og hélt þar skóla. í
þeim skóla var lærður Ari fróði Þor-
gilsson, er fyrstur hóf að rita sögur á
íslenzka tungu, og er því réttnefndur
faðir íslenzkrar sagnaritunar.
Svo hermir saga íslendinga..
En Haukadalsskóli lagðist niður og
var ekki rekinn í margar aldir. Skál-
holtsstaður var yfirgefinn, og Biskups-
tungur áttu ekki lengur menntasetur
eða lærdóms. Þær mættu muna fífil
sinn fegri.
I Haukadal er nú haldinn skóli á ný.
Á þeim níifntogaða menntastað reisti
ungur Ilaukdælingur skólahús árið 1927
og hóf kennslu í almennum námsgrem-
um, en íþróttanám skyldi vera aðalfag.
Þessi ungi og efnilegi maður var Sig-
urður Greipsson, skólastjóri. Hann er
fæddur í Ilaukadal 22. ágúst 1897, og
hefur fengið menntun sína í Flensborg-
arskóla, búnaðarskólanum á Hólum,
lýðháskólanum í Voss í Noregi og í
íþróttaskóla Niels Bukh í Ollerup. I Iann
hefur starfáð mikið í ungmennafél. og
ferðast víða um land á vegum U. M. F.
I. og I. S. í. og veitt fræðslu um íþrótt-
ir og bindindismál. ITann er mikill í-
þróttamaður  og var  glímukóngur  ís-
lands árin 1922—1927.
Að loknu námi í Ollerup ákvað Sig-
urður að ráðast í skólastofnun í Hauka-
dal upp á eigin spýtur, en tómar voru
hendur fjár. Víst var við marga erfið-
leika að etja, vegleysur, símaleysi og
svo féleysió. En Sigurður treysti á sig-
ur góðs málefnis og hjálpfýsi góðra
manna. Sá maðurinn, sem mest og bezt
Sigurður Greipsson,  skólastjóri
lagði lið við byrjunarátökin, var Jó-
hannes Reykdal í Hafnarfirði. Hann
lánaði Sigurði allan efnivio til hins
fyrsta húss, telgdi til grindina í það
og sendi austur góðan smió til aðstoðar
við bygginguna. „Enginn hefur sýnt
mér meiri rausn", segir Sigurður skóla-
stjóri. Haustið 1927 var byggingin til-
búin og sundlaug skammt frá húsinu,
hlaðin úr torfi. Hveravatni af hvera-
svæðinu við Geysi var veitt heim og
notað eftir þörfum.
Þann 1. nóvember um haustið komu
íþróttaskólinn að Geysi 1937
12 skólapiltar og þar með var skólinn
stofnaður.
Skólatíminn er 3'/2 mán., eða frá 1.
nóv. til 15. febr. ár hvert. Auk skóla-
stjórans er þar jafnan starfandi einn
kennari, og eru kenndar þessar náms-
greinar: Iþróttir, íþróttasaga, heilsu-
fræði stærðfræði, íslenzka, danska, á-
grip af þjóðfélagsfræði og fræðsla um
bindindismál. Einkum er lögð áherzla
á stærðfi'æði og íslenzku.
En skólinn óx frá tólf nemendum
og litlum húsakosti, og n,ú er nemenda-
fjöldinn um 25 árlega, húsakynni aukin,
og bætt og sundlaugin steypt. AUs
hafa, þegar þetta er ritað, sótt skólann
um 400 piltar, og eru þeir úr flestum
sýslum landsins, en þó einkum úr Ár-
nessýslu og Rangárvallasýslu. Margir
þessara pilta hafa þegar getið sér orð-
stír sem íþróttamenn, og sumir ei"u
orðnir íþróttakennarar. Skólinn nýtur;
ofurlítils styrks frá ríkinu.
Víst er það, að Siguröur Greipsson
hefur unnið þarft og gott brautryðj-
Framh. á bls. 5
Sundlaugin
1þróttaskólinn að Geysi í Haukadal
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12