Eining - 01.01.1945, Blaðsíða 1

Eining - 01.01.1945, Blaðsíða 1
EINING Fyrir handan vetrarkvöldin sé ég glampa á sólartjöldin. Mikla drotning láðs og lagar, ljóssins móðir, skín mér hátt. Kom að nýju úr austurátt. Unn mér! Brjóttu rökkurvöldin. Einar Benediktsson 3. árgangur. Reykjavík, janúar 1945. 1. blað. Stúkan Víkingur 40 ára Stúkan Víkingur, nr. 104, var 40 ára 1. desember s. 1. En afmælisfagnaðurinn stóð dagana 3. og 4. Hófst hann á há- tíðlegum fundi sunnudaginn 3. des. Fundi stjórnaði annar æðstitemplar stúkunnar, Einar Björnsson. Fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar kom í virðingarheimsókn, og voru því næst teknir inn 10 nýir félagar. Þá fór fram kjör heiðursfélaga, en þeir voru þessir: frú Sigríður Halldórsdóttir, Jóhann Ögm. Oddsson, ritari stórstúkunnar og Pétur Sigurðsson, ritstjóri Einingar. Næst fluttu fulltrúar hinna ýmsu stúkna ávörp og kveðjur. Um kvöldið kl. 9 hófst svo skemmtun. Einar Björnsson flutti afmælisræðu, til enn, þótt hún væri nú með allt öðru og fínna sniði. Hann minnti á þá hörm- ung, hversu kvenþjóðin drykki nú og einnig æska landsins. Jafnvel ungar stúlkur tækju ófeimnar upp hjá sér á- fengi og byðu karlmönnum að súpa á. Biskup taldi víst, að eitthvað meira mætti gera til bóta, ef bæði kirkja landsins og önnur menningarsamtök gengju vel að verki. — Séra Árni Sig- urðsson flutti og prýðilegt ávarp. Þá fluttu ræður fulltrúar frá æðri stigum reglunnar. Guðmundur Jónsson skemmti með söng, og hlustuðu veizlu- gestir með óblandinni hrifningu á þenn- an glæsilega söngmann. Fritz Weisshap- pel annaðist undirleik. Einnig skemmti Jón Norðfjörð, leikari, með upplestri, gamanvísum og skrítlum. Og gamanið er æfinlega vel þegið. Þá voru ritstjóra Einingar, Pétri Sig- urðssyni, afhent verðlaun, sem heitið var fyrir bezt ljóð í samkeppni, er stúkufélagar tóku þátt í, Var það góður Hópur félaga st. Vík- ings á fundi. sem birtist hér í blaðinu, en því næst sýndi leikfélag Templara gamaideik, >,Dollaraprinsinn“, eftir Benjamín Ein- arsson. Leikstjóri var frú Anna Guð- mundsdóttir, leikkona. Eitt aðalhlut- verkið lék maður hennar, Páll Þorleifs- son, og fórst það snilldarlega. Menn skemmtu sér hið bezta við leikritið, sem var nægilega hlægilegt. Á eftir var stig- inn dans til kl. 2 e. m. n. Mánudagskvöldið var svo myndarlegt samsæti í sýningarskála myndlistar- manna. Voru þar á 3. hundrað veizlu- gestir. Aðalræðuna flutti Sigurður Sig- mundsson, fyrrv. æðstitemplar, og birt- ist hún einnig hér í blaðinu. Hr. biskup- inn, Sigurgeir Sigurðsson, flutti mjög athyglisverða ræðu. Rifjaði hann meðal annars upp endurminningar frá æsku- dögum sínum, þegar í Reykjavík yar til staður, sem kallaður var „Svínastían“, og sagði, að því miður væri Svínastían Gestir í Afinælisveiziu stúkunnar Víkings. : : TaliSi frá vinstri: Jóh. Ögm. Oddsson, SigriSur Torfadót(ir, Pétur Sigurfisson, biskupsfrúin, ; b.iskupinn, Kiriar lijörnsson (er qð setja samkvœmiðj, Ellen JLúðviksdóttir, Árni.Qla, Maria.Quð. . mundsdóttir, Ingunn pórðardóttir, Þóraniia Símonardóttir, Þorsteinn ]. Sigurðsson. ■ ■{: - .- : ,í; .- •: .nim á

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.