Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 1

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 1
Langt til veggja, — heiði hátt, Hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Stefán frá Hvítadal. 3. árgangur. Reykjavík, marz-apríl 1945. 3.—4. blað. ENNO Bindindismálasýningin Fyrsta bindindis- og áfengismálasýn- ingin á íslandi stóð yfir dagana 1.— 18. febrúar þ. á., í Reykjavík. Til sýningarinnar var efnt af góðum vilja, töluverðum áhuga, en vanefnum, van- mætti og vankunnáttu. Engin sam- bönd var hægt að hafa við önnur lönd, er að gagni komu, kraftar til undirbúnings mjög takmarkaðir, reynsla okkar, sem að þessu stóðum, Htil og næstum engin í þeim efnum og fjárhagur mjög takmarkaður. Undir- búningsnefnd hafði aðeins 15 þúsund- ir króna til sinna ráða. Megnið af því var styrkur frá ríkinu — 10 þúsund- ir, þrjár frá Stórstúku Islands og tvær Þúsundir frá 1. S. I. Auðvitað gat þetta ekki hrokkið langt til efnis- kaupa og greiðslu til manna fyrir nauðsynlegan undirbúning, og hlaut því nefndin sjálf að vinna all- verulega undirbúningsstarfið. Guð- niundur Sveinsson, stud. theol. vann þó fyrir nefndina 4 mánuði að skýrslu- söfnun, línuritagerð og fl. og vann hann gott verk. Skarphéðinn Haralds- son málaði nokkrar myndir fyrir sýn- inguna, Eggert Guðmundsson átti þar þvjár myndir, mjög haglega gerðar. Friðrik Á. Brekkan og frú þýddu fyr- ir okkur nokkuð af sænskum sýning- arplöggum, endurgjaldslaust, en annað lesmál og þau sýningargögn, sem hver leikmaður gat gert, vann formaður nefndarinnar. Þótt til sýningarinnar væri efnt af vanefnum og iítilli getu, töldu þó sanngjarnir og velviljaðir menn, að aijög sæmilega hefði tekizt. Við opnun- ina sagði einn mætur embættismaður þjóðarinnar, læknir, sem forstöðu veit- ir einu merkasta félagsstarfi í land- inu, að „óþarfi væri að afsaka þetta“, því að auðvitað afsökuðum við ófull- komleika sýningarinnar. Mér, sem all- Verulega hafði unnið að undirbúningi °g uppsetningu sýningarinnar, fannst þetta góð uppörvun. Sýninguna opnaði stórtemplar, Kristinn Stefánsson, cand. theol. og höfðum við boðið um 70 forystumönn- um ríkis og bæjar, embættismönnum °g forstöðumönnum nokkurra félaga- kerfa. Um 50 mættu og komu skemmti- lega og stundvíslega, þar á meðal biskup, borgarstjóri, rektor háskólans, fræðslumálastjóri, rektor menntaskól- ans, aðrir skólastjórar, prestar bæjar- ins og forustumenn ýmissa félagsmála. Borgarstjóra og bæjarráði skuldum við sérstakar þakkir fyrir húslánið — sýningarsalinn í Hótel Heklu, sem var okkur ómetanleg hjálp. Þótti mörgum sýningargestum það mjög skemmtileg tilviljun, að sýningin skyldi vera í þessu húsi. Inngangur var seldur á 3 krónur. og keyptu sig um 3 þúsundir manna inn á sýninguna, en alls skoð- uðu hana hátt á 6. þúsund manns. Flestum eða öllum skólum Reykjavík- ur var boðið, og tóku þeir allir boðinu eftir getu og ástæðum. Nemendur þessara skóla, ýmist allir eða flestir, komu: Menntaskólans, Kennaraskól- ans, Samvinnuskólans, beggja Gagn- fræðaskólanna, Kvennaskólans, Hús mæðraskóla Reykjavíkur, Húsmæðra- kennaraskólans, Vélstj.skólans, Stýri- mannaskólans, nokkuð úr Háskólanum og Iðnskólanum, efri deildir nokkurra barnaskóla og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. Oftast komu skólastjórarn- ir sjálfir með og eitthvað af kennur- um. Þeir sýndu jafnan góðan skilning á þessari viðleitni okkar og létu í ljós áhuga og þakklæti fyrir tiltækið. Og yfirleitt var það ánægjuefni að taka á móti þessum fjölmennu ungmenna- hópum, leiðbeina þeim á sýningunni og benda á alvöru þessa máls, sem þar var tekið til meðferðar. Annars var það lærdómsríkt að sitja við innganginn dögum saman og taka á móti sýningargestum. Oftast var það ánægjuefni og margur mað- ur lét góð orð falla um sýninguna, en stundum bar þó menn að dyrum, er báru vott um lélegt uppeldi og full- kominn skort á prúðmennsku og mannasiðum. Var stundum einhver lítilmennsku rembingur í einstöku ungmennum, sem í reiðuleysi álpuð- ust að dyrunum. En sýningarstaður- inn er nú líka í slíku hverfi bæjarins, og fengum við stundum inn á sýning- una menn, er voru allgóðir sýningar- munir. En aldrei voru þeir neitt illir viðfangs. Stundum leiddi ég þá um salinn og oftast báðu þeir afsökunar. Illt er til þess að hugsa, að þjóðfél- agið skuli rækta slíkt úrkynjunarstarf, er verður þessum mönnum til eyði- leggingar. Það verður lengi svartur blettur á menningu hverrar þjóðar. Altaristaflan í Bakkusarhofi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.