Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 1

Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 1
5. árg. Reykjavík, maí 1947. 5. tbl. Heklugosið Brot úr ferðasögu Sigurðar Magnús- sonar löggæzlumanns, sem var með í flugleiðangri til Heklu 29. marz s. I. Og enn fljúgum við austur. „Hvert þó í logandi. Fjallið er allt galopið“, segir Tómas borgarritari allt í einu, en hann hefur gægzt fram í stjórnklefann- Nú þjótum við hinir upp til að sjá, hvað um er að vera. Og nú sjáum við þær tröllslegustu hamfarir, sem nokkurn tíma hafa fyrir augu okkar borið- Að baki okkar er móðan, sem byrgði út- sýnið, og nú blasir Hekla við okkur í almætti sínu. Þetta er rétt hjá Tómasi. Þessi fjall- bunga er galopin. Upp úr henni standa margir reykjarstrókar eins og súlur, sem reykjarmökkurinn fyrir ofan virð- ist hvíla á. Engin orð eru til að lýsa þessum hrikaleik- Við sjáum svarta hraunmóðu, sem vellur niður fjallið. Þessi svarta, óhugnanlega breiða, sem rennur yfir hvítt, sólglitrandi hjarnið, þetta opna fjall minnir á blæðandi sár. Ofan fjallsins er mökkurinn svartur og ljótur hið neðra, en efst er hann ljós- gullinn af sólinni. Eldglampar sjást í dökkvanum á fjallinu. Nýir strókar þeytast í loft upp, en falla svo niður aftur. Við sjáum svartar flyksur þeyt- ast upp í loftið og vitum, að það eru björg. Þetta er ægifögur og hrikaleg sjón- Við erum líklega í átta kílómetra fjarlægð frá gosinu og fljúgum í 7500 feta hæð, en flugmaðurinn gizkar á, að reykjarstrókurinn sé allt að 20 þúsund feta hár. Mökkurinn kastar löngum, svörtum skugga á hjarnið og óbyggð- irnar norðan fjallsins. Við fljúgum til austurs inn í skuggann. Á stjórnborða er þetta svarta fortjald, sem byrgir fyr- ir sólina, en rendur þess eru gullnar af sólskininu. Á bakborða eru byggð- irnar, Kerlingafjöll, Bláfell og hvítir jöklarnir yzt. Fyrir neðan okkur hefur vikur fallið. Mér flýgur i hug, að illa værum við nú komnir, ef Hekla sendi okkur nokkr- ar steinvölur í belginn, og það setur að mér geig við þennan ægileik, og ég verð feginn, þegar við komum aftur út í sólskinið- Norðanvindurinn sveigir reykjarhafið til suðurs og þar er ekk- ert að sjá nema svartan mökkinn. Við vitum, að vá er nú fyrir dyrum sunn- anbænda, en gott er þó, að reykinn skuli leggja skemmstu leið til hafs. Við fljúgum í stefnu á Loðmund, beyjum svo til norðurs og aftur til vestui's, og nú er Valafell á hægri hönd. Við beyjum til suðurs og fljúgum ann- an hring norðan Heklu til að sjá þetta enn betur og festa í minni. Við ljós- myndum, kvikmyndum og bendum: „Sjáðu, sjáðu!“ Og við sjáum nýja stróka, nýja eldblossa, og þarna hefur hraunmóða runnið. Við skynjum nú mikilleik náttúruaflanna og smæð okk- ar mannanna. Við dáum og óttumst í senn þennan kyngikraft. Hvað eru at- ómsprengjur annað en barnagull í sam- anburði við þetta? Gerið svo vel, herrar mínir, að eiga ykkar atómsprengju. Við eigum Heklu. Ég opna glugga stjórnborðsmegin og tek mynd. Svo færi ég mig, til þess að annar geti komizt að. Að baki okkar er öskrandi fjallið, sem spýtir eldi, stór- björgum, ösku og eyðingu út í geyminn. Framundan okkur er vesturhluti Suð- urlandsundurlendisins, sólgylltur og Framh. á bls. 7.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.