Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eining

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eining

						6. árg.
Reykjavík, janúar 1948.
1. tbl.
Aðþ
au
um
Með þessari yfirskrift birtist forustu-
grein í Reader's Digest, október 1947.
Mér þótti sérlega gaman að rekast á
skoðanabróður í þessu víðlesna riti.
Fyrir nokkrum árum flutti ég út-
varpserindi, sem ég kallaði: Draumur
æskunnar. Þar var því haldið fram, að
það væri heilög skylda þjóðfélagsins að
J, búa æskumönnum þau menningar- og
atvinnuskilyrði, að þeir gætu stofnað til
hjúskapar á unga aldri og komið upp
sínu eigin heimili. í marzblaði Einingar
1946 birti ég svo grein, sem heitir: Hvaö
leiddi hernámið í Ijós ? Þar er þetta sjón-
armið einnig varið og rökstutt. En nú
snúum við okkur að greininni í Reader's
Digest. Þar segir:
„Ég vildi ógjarnan vera 22 ára og
trúlofaður, eins og nú árar. Hvernig
^ ætti ég að sjá fyrir konu? Hvar gæti
ég fengið íbúð, og hvernig gæti ég ser-
menntað mig? En sérmenntunar er
krafizt fremur nú en nokkru sinni áð-
ur.
Áh fjárhagslegrar aðstoðar gæti ég
þetta ekki".
Andspænis þessum vanda standa nú
einmitt ungir menn í Ameríku svo þus-
undum skiptir.
„Ég verð orðinn gráskeggjaður áður
^Wen ég get gift mig", sagði Hal Smith.
Hal Smith hefur 30 dollara tekjur á
viku'.
„Gifting er „lúksus", sem við getum
ekki látið eftir okkur", segir Jean
Fostér. Kærastinn hennar er lækna-
nemi.
Þetta, að hundruð þúsunda æsku-
manna, sem öll sund eru lokuð, geti gift
*sig á hinum heppilegasta aldri, er ekk-
ert tilfinningamál. Það er hvorki meira
né minna en að bjarga unga fólkinu
frá því að fara í hundana, varðveita
heimilislífið og stöðva flóðöldu lausung-
ar, afbrota og hjónaskilnaðar.
Unglingum innan við tvítugt er inn-
rætt allavega, að hjúskapur og stofnun
heimila sé hið eftirsóknarverða mark-
mið. Og líffræðilega skoðað verður því
ekkí neitað, að æskuþroski Hal Smiths
og Jean Fosters gefur þeim fullan rétt
á hjúskaparlífi og foreldraréttindum,
og knýr jafnvel fast að því marki. Þetta
markmið er gyllt fyrir æskulýðnum í
skáldskap, kvikmyndum og öilum ljóma
ævintýrabókmenntanna. En svo gerum
við hinn glæsilega draum hans að engu
og segjum: „Gerðu þig ekki að flóni,
unga stúlka. Það er hreinasta brjálæði
að giftast ungum manni, sem þénar
aðeins 30 dollara á viku". Eða við segj-
um við unga manninn: „Láttu þér ekki
til hugar koma að gifta þig fyrr en
þú hefur lokið námi þínu".
Niðurstaðan verður svo alls konar
kynferðisleg vandamál. Biðstofur sál-
sýki-    og    geðsjúkdómalæknanna    eru
þéttsetnar af ungum konum og körlum,
sem þjást af hugarangri og truflun á
geðsmunum, sökum þess að líf þeirra
og sambönd í kynferðismálum, án hjú-
skaparlífs, er á villigötum, eða svo
finnst þeim aö mmnsta Kosti sjálfum".
I, þessa grein eru teknar nokkrar irá-
sagnir um ófarir ungra hjúa, sem af-
leiðing þessara vandkvæða á stofnun
hjúskaparlífs á hinum hentuga tíma.
Sögumaðurinn er læknir, dr. Janet
Fowler Nelson.
Svo heldur greinarhöfundur áfram:
„Gerði þjóðfélagið æskumönnum fært
að stofna til hjúskapar um tvítugt eða
22 ára, þá mundi það vera í fullu sam-
ræmi við þroska og eðliskröfu þeirra.
Dr. James F. Bender, formaður stoín-
unar þjóðarinnar, er leiðbeinir mónn-
um í hjúskapar- og sambúðarmálum —
The National Institute for Human Rela-
zions, segir: „Sambúð þeirra hjóna, sem
gifta sig ung, tekst miklu betur, bæði
sálarr og líkamlega, cn hinna. Þeir sem
leita minna ráða, eru ekki fólkið, sem
giftir sig ungt, heldur miklu fremur
hinir, cr stofnað hafa til hjúskapar
meira komnir til ára og vcitir þv' crfið-
Heimilið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16