Eining - 01.01.1948, Blaðsíða 1

Eining - 01.01.1948, Blaðsíða 1
6. árg. Reykjavík, janúar 1948. 1. tbl. -Að þau Með þessari yfirskrift birtist forustu- grein í Reader’s Digest, október 1947. Mér þótti sérlega gaman að rekast á skoðanabróður i þessu víðlesna riti. Fyrir nokkrum árum flutti ég út- varpserindi, sem ég kallaði: Draumur æskunnar. Þar var því haldið fram, að það vasri heilög skylda þjóðfélagsins að \ búa æskumönnum þau menningar- og atvinnuskilyrði, að þeir gætu stofnað til hjúskapar á unga aldri og komið upp sínu eigin heimili. I marzblaði Einingar 1946 birti ég svo grein, sem heitir: Hvað leiddi hernámið í Ijós? Þar er þetta s.ión- armið einnig varið og rökstutt. En nú snúum við okkur að greininni í Reader’s Digest. Þar segir: „Ég vildi ógjanian vera 22 ára og trúlofaður, eins og nú árar. Hvernig ^ ætti ég að sjá fyrir konu? Hvar gæti ég fengið íbúð, og hvernig gæti ég ser- menntað mig? En sérmenntunar er krafizt fremur nú en nokkru sinni áð- ur. Áii fjárhagslegrar aðstoðar gæti ég þetta ekki“. Andspænis þessum vanda standa nú einmitt ungir menn í Ameríku svo þus- undum skiptir. „Ég verð orðinn gráskeggjaður áður •ien ég get gift mig“, sagði Hal Smith. Hal Smith hefur 30 dollara tekjur á vikui „Gifting er „lúksus“, sem við getum ekki látið eftir okkur“, segir Jean Fostér. Kærastinn hennar er lækna- nemi. Þetta, að hundruð þúsunda æsku- manna, sem öll sund eru lokuð, geti gift *sig á hinum heppilegasta aldri, er ekk- ert tilfinningamál. Það er hvorki meira né minna en að bjarga unga fólkinu frá því að fara í hundana, varðveita heimilislífið og stöðva flóðöldu lausung- ar, afbrota og hjónaskilnaðar. Unglingum innan við tvítugt er inn- rætt allavega, að hjúskapur og stofnun gift sig ung heimila sé hið eftirsóknarverða mark- mið. Og líffræðilega skoðað verður því ekkí neitað, að æskuþroski Hal Smiths og Jean Fosters gefur þeim fullan rétt á hjúskaparlífi og foreldraréttindum, og knýr jafnvel fast að því marki. Þetta markmið er gyllt fyrir æskulýðnum í skáldskap, kvikmyndum og öllum ljóma ævintýrabókmenntanna. En svo gerum við hinn glæsilega draum hans að engu og segjum: „Gerðu þig ekki að flóni, unga stúlka. Það er hreinasta brjálæði að giftast ungum manni, sem þénar aðeins 30 dollara á viku“. Eða við segj- um við unga manninn: „Láttu þér ekki til hugar koma að gifta þig fyrr en þú hefur lokið námi þínu“. Niðurstaðan verður svo alls konar kynferðisleg vandamál. Biðstofur sál- sýki- og geðsjúkdcmalæknanna eru þéttsetnar af ungum konum og körlum, sem þjást af hugarangri og truflun á geðsmunum, sökum þess að líf þeirra og sambönd í kynferðismálum, án hjú- skaparlífs, er á villigötum, eða svo finnst þeim aö minnsta Kosti sjálfum". í þessa grein eru teknar nokkrar f rá- sagnir um ófarir ungra hjúa, sem af- leiðing þessara vandkvæða á stofnun hjúskaparlífs á hinum hentuga tíma. Sögumaðurinn er læknir, dr. Janet Fowler Nelson. Svo heldur greinarhöfundur áfram: „Gerði þjóðfélagið æskumönnum fært að stofna til hjúskapar um tvítugt eða 22 ára, þá mundi það vera í fullu sam- ræmi við þroska og eðliskröfu þeirra. Dr. James F. Bender, formaður stofn- unar þjóðarinnar, er leiðbeinir mónn- um í hjúskapar- og sambúðarmálum — Tlie National Institute for Human Rela- zions, segir: „Sambúð þeirra hjóna, sem gifta sig ung, tekst miklu betur, bæði sálar- og líkamlega, cn hinna. Þeir sem leita minna ráða, eru ekki fólkið, sem giftir sig ungt, heldur miklu fremur hinir, cr stofnað hafa til hjúskapár meira komnir til ára og vcitir þv' crfið- ) r L i m Z •• * _ \ Heimilið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.