Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 1

Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 1
 16. árg. Reykjavík, febrúar 1958. 2. tbl. 5|^ær eru ást og trú. „Ástfanginn maður er tífaldur maður“, hef- ur einn frægur rithöfundur sagt. Manni, sem í sannleika er ást- fanginn, finnst allir vegir færir og hon- um finnst allur heimurinn fagur, lífið dásamlegt og jafnvel allir menn vera góðir. Ástin varpar ljóma á allt, lætur allt glitra og glóa. Andlitin ljóma og augun eru tindrandi og skær. Skáldið Örn Arnar lýsir þessu snilldarlega í einni stöku: „Þú ert veikur, vinur, af ást. Vertu ekki að þræta, bezti. Leggja sé eg glampa af glóð gegnum skyrtu, treyju og vesti“. Þetta er staðreyndin. Ástfangnum manni tjáir ekki að þræta fyrir það ástand sálarinnar. Innri fögnuðurinn brýzt út. Það leggur glampa af glóð gegnum allar umbúðir. Ástfanginn mað- ur syngur og leikur við hvern sinn fing- ur. Hann er hamingjusamur og hann er sterkur. Um gildi trúarinnar verður aldrei fastar að orði kveðið en orð Meistarans sjálfs: „Allt getur sá, sem trúna hefur“. Skuggalegum heimi breytir trúin í dýrð- ' arveröld Guðs. Trúuðum manni er „öll jörðin full af dýrð drottins“. Trúin læt- ur allt glitra og glóa. Trúin og hugsjóna- auðlegðin gerir sál mannsins fleyga, en um hinn trúlausa fer eins og skáldið segir: Vænglausu hugirnir heftast og bindast, þeir horfa inn í sig sjálfa og blindast. (E. B.) I örfáum ljóðlínum lyftir þetta sama skáld þessum tveimur björtu heilladís- ) um mannlífsins, trúnni og ástinni, til hinna hæstu hæða: Því gullið sjálft veslast og visnar í augum hins vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Að elska, að finna æðanna slag, að æskunni í sálinni hlúa, það bætir oss meinin, svo heimurinn hlær, svo höllinni bjartar skín kotungsins bær. Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa. Ungum mönnum veitizt ekki ávallt létt að tileinka sér auðlegð og mátt trú- arinnar, en flestöllum veitizt þeim auð- velt að verða ástfangnir. Til þess þarf lítinn dugnað og litla snillimennsku, en það þarf bæði hyggjuvit, drengskap og skapgerðarþroska til þess að varðveita æskuástir allt til þess, er dauðinn að- skilur þau tvö, sem hafa unnað hvort öðru. Þetta er þó sennilega einn mikil- vægasti sigur æviáranna. Ömurlegri ósigur er vart unnt að hugsa sér en þann, að geta ekki látið loga glatt á heimilisarinum allt til enda, að geta ekki elskað allt til dauða þá sál, sem eitt sinn var svo hjartfólgin. I tíu boðorðunum er ótrúmennsku í ástum valið ljótt heiti, en þetta ljóta erlenda orð þýðir ótrúmennsku, svik í ástum. Orð þetta er þó venjulega látið tákna aðeins framhjátekt, en svo skað- legt sem það brot kann að vera, getur ýmislegt annað verið engu betra eða jafnvel verra. Þegar hann og hún vígjast í hjóna- band, þá heita þau hvort öðru ekki að- eins trúnaði, heldur einnig því að unn- ast, að elska hvort annað allt til dauða, og það er ástin, hin falslausa elska, sem lætur jafnvel kotið skína bjartar kon- ungshöllinni. I slíkri birtu og hlýju þurfa sálir manna að búa, ekki aðeins á æsku- árum og hveitibrauðsdögum, heldur og á manndómsárunum og ekki sízt, er hinn hái aldur færizt yfir. Þá er ástúð- arinnar mest þörf, þá er og margs að minnast og mikið að launa og ætti því að vera auðvelt að unnast af dýpri og hjartfólgnari ást en nokkru sinni fyrr. En slíkir sigrar grundvallast ekki hvað sízt á hugsunarhættinum. Hægt er að venjast öllu svo að einskis virði verði. Það er því dálítil snilld, að kunna alltaf að meta og þakka, einnig það, sem er hið daglega og venjulega, að vera alltaf jafn hugfanginn og þakklátur. Til þessa þarf heilbrigðan hugsunarhátt. Ljótt er það orð, sem haft hefur verið Fögur byrjun, en listin er sú, að geta haldið háu tónunum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.