Eining - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Eining - 01.04.1962, Blaðsíða 1
20. árg. Reykjavík, apríl 1962 4. tbl. GOÐ FYRIRMYND Meðfylgjandi mynd af forsætisráðherra Canada, herra Diefenbaker, birti nýlega bindindisritið Alert, sem alþjóðabind- indissamband gefur út, og einnig ofur- litla grein um hann. Sagt er þar, að for- sætisráðherrahjónin séu bæði bindind- ismenn. Fyrir tveim árum voru 200 þingmenn íhaldsflokksins og blaðamenn í boði hjá forsætisráðherranum. Blöðin skýrðu frá því, að þar hefði ekkert vín verið veitt, aðeins „kaffi og kökur“. Þótti þetta eft- irtektarvert, því að þar í borg áttu menn lítt að venjast áfengislausum veizlum hins opinbera. Ráðherrann fer ekki neitt í felur með bindindi sitt, því að þegar drottning Englands, Elizabeth, heimsótti Montreal fyrir nokkru, þá sátu 2000 gestir kvöld- verðarboð forsætisráðherrans drottn- ingunni til heiðurs. Aðeins ávaxtadrykk- ur var þar veittur, en engin áfeng vín. Diefenbaker, forsætisrúfíhcrra Canada. Árið 1959 voru saman komnir 500 fulltrúar á landsfundi helzta stjórn- málafélags Canada (the Young Pro- gressive Conservative. Association). Þar var veitt aðeins kaffi en engir áfengir drykkir. Klúbbur kvenblaðamanna í Canada fylgdi svo þessu fordæmi og fleiri félög. í ritstjórnargreinum forustublaða landsins hefur forsætisráðherrann, John George Diefenbaker, stundum verið veg- samaður fyrir sitt góða fordæmi, sem kalla mætti eins konar öryggishólma í öllum áfengisvaðlinum. Ráðherrann gumar ekki neitt af bindindisstefnu sinni, en boðar hana í verki. Vitnisburhur móðurirmar Kona nokkur skrifaði manni í Banda- ríkjunum, dr. Peter J. Steincrohn, sem er læknir og rithöfundur. Ekki er víst að öll orð hennar standist vísindalega gagnrýni, en þau eru alvöruþrungin eigi að síður. Hún skrifar á þessa leið: „Land vort er fullt af ofdrykkju- mönnum, og sonur minn er nýdáinn úr þessari hræðilegu pest. Við hjónin eig- um aðra fjóra syni. Enginn þeirra bragðar nokkru sinni áfenga drykki. Um eitt hef ég mikið brotið heilann: Hinn nýdáni sonur okkar var frum- burðurinn. Við áttum heima í stórborg. Allir nágrannar okkar og vinir drukku öl með hverri máltíð eins og vatn væri. Ég var ung og hafði aldrei drukkið áð- ur en ég giftist, en eftir það tók ég þátt í þessu ásamt eiginmanni mínum, þó aldrei í óhófi, en bæði fyrir og um allan meðgöngutímann að fyrsta syni okkar. Þegar ég nú rifja upp liðna tíð, minnist ég þess, að á unga aldri varð þessi son- ur okkar strax háður áfenginu og innan við þrítugsaldur var hann orðinn ger- samlega háður því. Um fertugt dó hann úr ölæði. Hinir synir okkar hafa aldrei sótzt eftir áfengi, og hinn ógæfusami hataði það, en sagði, að líkami sinn heimtaði það. Það hefur því sótt á mig, að hann hafi liðið fyrir það, að við foreldrar hans neyttum áfengis, bæði áður en hann kom til sögunnar og á meðgöngu- tíma mínum. Mér finnst þetta svo senni- legt, þar sem hinir synir okkar hafa alls ekki hneigst til áfengis. Ef við foreldrarnir gerum börnin okkar að því, sem þau eru, og það gerum við vissulega, þá hlýtur þjóðin að verða að greiða áfengissýkinni þungan skatt, eins og drykkjuskapurinn er nú al- gengur. Ef foreldrarnir drekka báðir, er þá ekki líklegt að það komi fram á börn- unum?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.