Eining - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Eining - 01.10.1965, Blaðsíða 1
ÁFEIIIGI OC UMFERÐARÖRYGGI Svo heitir erindi, sem hinn þekkti sérfræðingur þessara mála, G. C. Drew, prófessor sálfræðideildar Lundúnahá- skóla, flutti 21. október 1961 og bind- indissamband brezka samveldisins — United Kingdom Alliance — hefur gefið út. — Formála ritsins skrifar Elton lávarður, þingmaður lávarðadeild- arinnar. Formáli þessi er allmarkvert spjall og verður hans aðallega getið hér. Lávarðurinn mælir á þessa leið: „Síðastliðin 24 ár hef eg lagt mig all- an fram hvað eftir annað með vissu millibili, bæði í þinginu, fyrirlestrum og blaðagreinum, til þess að reyna að vekja samvizku almennings og áhuga fólks á að kynnast umferðarslysum, sem eru okkar mesta félagslegt vandamál á þess- um árum. Hlutur hins ölvaða manns í slysum þessum, bæði við akstur og á göngu, fer sívaxandi. Eftir öllu sjáanlegu að dæma, er eg hræddur um, að árangurinn af þessari viðleitni minni sé fjarri því að vera mikill. Áður en eg bar fram, fyrir tveim ár- um frumvarp í lávarðadeildinni, hafði eg framkvæmt dálítið sérstaka rann- sókn eða könnun. Ég lagði eina spurn- ingu fyrir 40 vini mína og kunningja, sem eg áleit vera sæmilega góða heildar- mynd af samfélaginu. Spurningin var þessi: Hve margir haldið þið að látið hafi lífið eða verið slasaðir í umferðinni síðastliðið ár? Niðurstaða þessarar könnunar var bæði mikilvæg og furðuleg. Forstjóri heimsvíðtæks fyrirtækis gizkaði á 7000, rektor eins frægasta Oxford-mennta- skólans nefndi 6000, forstjóri umfangs- mikils vélaiðnaðar 10,000, ökustjóri almenningsvagns 2000. Aðeins tveir héldu að fleiri en 50,000 hefðu farizt eða slasast í umferðinni þetta ár. Marg- ir nefndu eitthvað undir tíu þúsundum, en staðreyndin var sú, að þeir voru 305,000 árið 1960 og hefur fram að þessu (okt. 1961) fjölgað í 350 þúsund. Ef einhver framandi óvinur leiddi yf- ir þjóðina slíkt mannfall, er ekki erfitt að hugsa sér, hversu þjóðin myndi rísa upp einhuga og átakasterk til þess að koma í veg fyrir slík manndráp. En hingað til hefur engin stjórn landsins haft þrek til að gera róttækar varúðar— ráðstafanir til þess að afstýra mannfall- inu á þjóðbrautunum. Áhugi pólitísku flokkanna á þessu umferðarvandamáli er alls enginn. Það er hvergi á starfsskrá þeirra. í fulltrúa- deild þingsins, þar sem flokksáhrifin eru aðalvaldið, er varla minnst á þetta mál. Árum saman hafa allar umræður um umferðarslysin farið fram í lá- varðadeildinni, og skyldi einhver ykkar hafa í hyggju.að fá afnumin hin gömlu ákvæði, vona eg að sá minnist þess, að í þessum efnum, eins og vissulega mörg- um öðrum, er það ekkert smáræði, sem deildin hefur afrekað. Á síðasta þingi eyddi lávarðadeildin nokkrum vikum í að ræða stjórnar- ákvæði, sem myndu að minnsta kosti hafa dregið úr hættunni við ölvun við akstur, en þegar frumvarpið var lagt fram í fulltrúadeildinni, var það fljót- lega lagt á hilluna, því að flokksmenn voru of önnum kafnir við flokksmál sín til þess að geta sinnt máli, sem fremur varðaði almenningsheill en flest flokks- mál þeirra. Hinn háskalegi þáttur áfengisneyzl- unnar í umferðarslysum er mjög aug- ljós. Hvert kvöld um 10 leytið er bíla- þvaga utan við öll vínveitingahús og allar ölkrár, og innan stundar renna bílar þessir út á illa lýstar götur, undir stjórn margra, sem eru raunverulega drukknir, en miklu fleiri sem eru, þótt ekki beinlínis drukknir, í mjög hættu- legu ástandi sökum áfengisáhrifa um stundarsakir og eru miklu verri öku- menn en ella, en halda sig vera miklu hæfari. 1 umræðum þeim, sem eg áður nefndi, líkti fyrrverandi yfirdómari sakamála, Hættulegur í umferðinni.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.