Eining - 01.01.1968, Blaðsíða 1

Eining - 01.01.1968, Blaðsíða 1
26. árg. Reykjavík janúar—febrúar 1968 1.—2. tbl. Áramótarœða forsetans, herra Ásgeirs Ásgeirssonar Góöir íslendingar, nær og fjær! J^Ujj (/ óska yöur öllum, hverjum um og þjóóinni í heild, góös og gleöilegs nýárs. Ég þakka einnig inni- lega gamla áriö og öll árin síöan viö sett- ums,t aö hér á Bessastööum, góövild og vináttu, sem þeir, sem hér sitja, geta sízt án verið. Á þessum fyrsta degi ársins 1968 til- kynni ég, svo ekki veröi um villzt, aö ég mun ekki veröa í kjöri viö þær forseta- kosningar, sem fara í hönd á þessu ný- byrjaöa ári. Fjögur kjörtímabil, sextán ár í forsetasfól, er hæfilegur tími hvaö mig snertir, og þakka ég af hræröum liuga þaö traust, sem mér hefur þannig vei'ið sýnt. Það er margs að minnast frá þessum árum. Þó það verði ekki rakið í þessu stutta áramótaávarpi, og hugljúfastar eru endurminningarnar frá þeim tólf árum, sem okkur Dóru auðnaðist að búa hér saman. Ég minnist hennar, og ég veit þjóðin öll, með aðdáun og virðingu. Nóg um það, að þessu sinni. Mér er enn „tregt tungu að hræra.“ Það tekur nokkurn tíma að venjast nýju umhverfi, og það liðu nokkur ár þar til okkur varð eðlilegt að segja „heim að Bessastöðum.“ En Bessastaðir eru tilvalið forsetasetur, bæði jörðin, húsnæði og kirkja. Helztu umbætur eru á þessum árum Tjarnarstíflan, skreyt- ing kirkjunnar og nýbyggð Bókhlaða. Er nú kirkjan og Bessastaðastofa kom- in í það horf, að ég hygg að ekki þurfi um að bæta né við að auka um langt skeið. En minna vil ég þó á, að forseti þarf einnig að hafa athvarf í Reykjavík, einkum að vetrarlagi. Það mun og til þess draga um leið og sinnt verður hinni ríku þörf Alþingis, ríkisstjórnar og ríkisstofnana fyrir aukin húsakynni. Eru það tilvaldar framkvæmdir, ef þörf verður aukinnar atvinnu, enda vísast til sparnaðar en ekki útgjaldaauka. Mér er það ljóst, að það mun fæstum koma á óvart að ég hef nú lýst yfir þeirri ákvörðun, sem er ekki ný, að vera ekki oftar í kjöri. Ég verð orðinn sjötíu

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.