Jafnaðarmaðurinn - 01.12.1927, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 01.12.1927, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN Síldarbræðsluverksmiðja á Austfjörðum. Viðtal við Óskar Halldórsson, útgerðarmann. Hnífsdalsmálið. íhaldsblöðin verja mótþróann gegn rjettvísinni. Óskar Halldórsson útgerðarm. frá Reykjavík var meðal farþega á Brúarfossi, er hann kom frá útlöndum á dögunum. Kvað hann söluhorfur á saltsíld slæmar og mundi verða stórtap á allri salt- síldinni. — Þetta fyrirkomulag, sem nú er á verkun og sölu síldarinnar, hjer hjá okkur íslendingum, get- ur ekki gengið lengur, segir Ó. H. — Alt of mikið ersaltað, því saltsíldarmarkaðurinn er svo tak- markaður, og verður það, með- an nýir markaðir eru ekki fengn- ir í Rússlandi og víðar. Það verður bví að breyta fyrirkomu- laginu öllu, ef síldarútgerðin á að verða sæmilega tryggur atvinnu- vegur. Síldarbræðslu- og síldarmjöls- verksmiðjurnar eru nú allflestar útlendinga eign. Þeir nota sjer það, hve saltsíldarmarkaðurinn er takmarkaður og kaupa af íslend- ingum síidina fyrir „spottprís“ — en á síldarlýsi og síldarmjöli er hátt verð, því það eru einu vör- urnar, sem hjeðan er hægt að bjóða á heimsmarkaðinn. Afleið- ingfh verður sú, að íslensku út- gerðarmennirnir og sjómennirnir, sem ýmist eru ráðnir fyrir kaup eða hlut, bera ekkert úr býtum, nema í veltiárum, en útlendu fje- lögin ' fá allan aðal-hagnaðinn. Það sjá allir, að slíkt er ákaflegt öfugstreymi. En þessu verður ekki breytt nema með því einu, að ríkið komi upp nógu mörgum og nógu stórum síldarbræðslu- stöðvum og þannig tryggi að ís- lendingar sjálfir fái hagnaðinn af síldveiðinni. Má þá hæglega hafa eftirlit með því, að ekki verði of mikið saltað, og að lokum fá sæmilegt verð fyrir alla síldina, — bæði þá, sem söltuð er og brædd. — — En eru nú útgerðarmenn yfirleitt ekki á móti þessu fyrir- komulagi? spyr blaðið. — Vafalaust einhverjir, segir Ó. H., þó hygg jeg, að flestir, sem við útgerð fást, sjeu farnir að hallast að þessari skoðun. — Nú er sennilegt, að ríkið hefjist handa á næstunni. — Já, jeg hefi mikia trú á nú- verandi fjármálaráðherra, Magn- úsi Kristjánssyni, til þess að hrinda málinu áfram, segir Ó. H. Ekkert getu bjargað síldarút- gerðinni frá hruni, nema öflugar ráðstafanir í þessa átt. En jegtel ekki nóg, segir Ó. H., að verk- smiðju sje komið upp nyrðra. Hjer á Austfjörðum verður ríkiö að byggja aðra verksmiðju, a. m. k. eina, en sennilega veitti ekki af tveirrur er fram í sækir. Hjer á Norðfirði væri tilvalinn staður til þess. Megnið af síldinni er veitt nálægt Langanesi, og hingað er styttra þaðan en til Siglufjarðar, auk þess, sem allir Austfirðir fyllast stundum af síld, sem altaf verður ónýt, þar til þið fáið bræðslu. — Teljið þjer líklegt, að ríkið ráðist í að reisa nema eina bræðslu, og hana þá á Siglufirði? — Nei, líklega ekki, því mið- ur, segir Ó. H. En það teldi jeg heppilega ráðstöfun, ef ríkið sæi sjer fært að reisa tvær verk- smiðtur, aðra á Siglufirði — stóra nýtísku stöð, og hina á Austfjörðum, og mætti hún vera mun minni, því sennilegt er, að hjer yrði betra að hafa tvær með- alstórar stöðvar, en eina gríðar- stóra stöð. — Mjer virðist svo sem alt at- vinnulíf sje í kalda koli hjer eystra, segir Ó. H. — Því verður ekki neitað, að það er dauft nú sem stendur. — Já, og skoðun mín er sú, að Austfirðir fari ekki að rjetta við til verulegra muna, fyr en hjer kemur upp síldarbræðsla, svo fólkinu geti orðið peningar úr síldinni, sem fyllir hjer hvern fjörö á sumrin. Þið Austfirðingar þurfið að taka traustum tökum á þessu máli. Því verði ríkið ekki fyrst til að setja hjer upp stöð, munu útlend fjelög gera þ að von bráð- ar, og þá eruð þið sömu vand- ræðunum seldir og nú ríkja á Norðurlandi. — Haldið þjer að síldarúlgerð- in sje heillavænlegur framtíðar- atvinnuvegur? — Já, það tel jeg tvímælalaust. Síldarútgerðin mun verða einhver allra tryggasti atvinnuvegur þjóð- arinnar, þegar hún hefir lært að notfæra sjer hann á skynsamleg- an hátt, útrýmt „leppunum“ og komið framleiðslu og sölu síldar, síldarlýsis og síldarmjöls — og annars iðnaðar í sambandi við síidina — svo fyrir, að íslenskir sjómenn, verkamenn og útgerð- armenn njóti hagnaðarins afsíld- inni. e:i ekki útlend gróðafjelög". „Brúarfoss" blæs til brottferð- ar. Vér kveðjum O. H., sem enn bætir við : — Gleymið ekki, að framtíð Austfjarða er mikið undir því komin, að þið fáið stóra og góða síldarbræðsluverksmiðju. Sundhöllin. Horfur í sundhallarmálinu vænkast. Forseti íþróttasambands íslands hefir skýrt frá því, að ríkisstjórnin muni ætla að leggja fyrir næsta þing frumvarp um að ríkissjóður leggi fram helming til sundhallarbyggingar í Reykjavík, gegn helmings framlagi frá Reykja- víkurkaupstað. hkkert hefir verið eins mikið rætt um manna á meðal og Hnífsdalsmálið svokallaða. Hefir það vakíð athygli alþjóðar, sem von er, þar sem á ferðinni er langstærsta kosningafölsunarmál- ið, sem enn hefir komist upp hjer á landi. En þó hefir afstaða íhaldsblaðanna til málsins vakið enn meiri athygli en nokkurn- tíma málið sjálft. Undantekning- arlaust hafa öll blöð íhaldsflokks- ins ráðist þar gegn rjettvísinni meira og minna. Forustuna hefir „Vesturland“ haft, en hin hafa fylgt dyggilege í fótspor þess. Hefir „Vesturland" sent Frjetta- stofunni svo hlutdræg ogvillandi skeyti um rannsókn mhlsins, að menn hlýtur að reka í roga stans yfir þeirri dæmalausu óhæfu. Eitt skeytið gaf það ótvírætt í skyn, að hreppstjóraskrifarinn, er var rúmfastur, þegar hann var tekinn fastur, hafi verið dreginn óklæddur út í flutningabifreið og ekið þannig í tugthúsið á ísa- firði. Nú hefir blaðið (Vesturland) sjálft orðið að leiðrjetta þetta og játa, að maðurinn var fluttur í nýtísku sjúkrakörfu, með öllum besta aðbúnaði, sem föng voru á, og að snöggvast var maður- inn borinn inn í hegningarhúsið, en þaðan tafarlaust farið með hann í hið ágæta sjúkrahús á ísafirði. Slíkar sem þessar eru allar frásagnir „Vesturlands“ af málinu. Gerir það augsýnilega alt til. að spilla fyrir hlutlausri rann- sókn í málinu. Ræðst blaðið á rannsóknardómarann með óvið- urkvæmilegum getsökum og reyn- ir á allan hátt að gera hann hlægilegan og tortryggja rann- sókn hans. Mun ekkert blað hafa nokkru sinni farið jafn heimsku- lega að og „Vesturland11 hefir gert í þessu kosningasvika máli. Hjer er ein klausan úr „Vnst- url.“, sem er dágott sýnishorn af frásögn blaðsins: Tók þá dómarinn aö berja sig ut- an með meira móti og sagði: Hvað á jeg þá að gera? Á jeg að sækja Þór, Óðinn eða herskip? Bætti við það nokkrum orðum um hernað eða stríð Síðan sneri dómarinn sjer að hrepp- stjóra og lögregluþjóni og spuröi þá, hvort þeir vildu ekki taka Eggert Halldórsson, en beið þó ekki svars og bað hreppsfjóra að safna 20, 30, 40 körlum". Og enn segir blaðið: — en liðsöfnunin gekk ekki að óskum og var hún þó hafin með tals- verðu yfirlæti í orðum og atburðum : Jeg er lögreglustjóri, ekki bera hjerna í Hnífsdal, sagði dómarinn, heldur yf- ir öllu íslandi! Bara öllu íslandi. skiljið þjer það ? Það er ekki annað. Bara öllu fslandi. Þegar inn í þorpið kom. varð hóp- ur manna fyrir dómaranum. Stað- næmdist hann frammi fyrir þeim með miklum líkamstilburðum, mælandi á þessa leið: Haldið þið, að þið getið ekki safn- að saman svo sem 40, 50, 60 niönn- um til að taka þá Halldór og Eggert fyrir mig í kóngsins og laganna nafni? Jeg þarf að fangelsa þá í kóngsinsog laganna nafni, því jeg hefi sannanir á þá. f kóngsins og laganna nafni þarf jeg að fá aðstoð ykkar. Jeg er ekki kominn til að stofna neitt slagsmálafjelag, og jeg ætla ekki heldur að láta berja mig, því jegætla auðvitað, eins og hver annar hers- höföingi, aö vera aftan við fylkinguna'1. Hvað finst mönnum um hlut- leysi þessarar frásagnar? Flest íhaldsblöðin hafa svo reynt að útbreiða þennan „Vest- urlands“-sannleika, í þeirri veiku von, að þau gætu þann veg vill „Dagur í austri“ Svo undarlega hefir til tekist fyrir „Hæni“, sem |ró er ótítt, að í 33. tbl. er ádeilugrein á „Jafn- aðarm." og sambandslögin, sem er svara verð. Reynir blaðið þar að hrekja þau ummæli „Jm.“, að íslend- ingar eigi það beinlínis að þakka dönskum jafnaðarmönnum hve giftusamlega tókst með lausn sambandsmálsins 1918. Kemst blaðið svo langt frá sannleikanum í þessari grein sinni, að það heldur því fram, að „sanni nær væri að segja ad danskir jafnaðarmenn hafi spilt fyrir að vjer fengjum með Sátt- málanum 1918 það óskoraða fullveldi og óskoruð og óskift yfir- ráð yfir landi og eignum, sem vjer áttum rjett tilkall til að rjett- um lögum“. (Leturbr. Hænis). Er varla við öðru að búast, en blaðið lendi í þessum ógöng- um, fyrst það hefir tekið að sjer það óveglega hlutverk, aö vera þarna á móti sannleikanum. Ef litið er á mál þetta frá sjónarmiði sögunnar, er sá merg- ur þess, að Danir höfðu um margar aldir haldið fyrir oss rjettindum, sem að dómi íslend- inga sjálfra voru ranglega í hönd- um Dana. Þessum rjettindum var í lok Sturlungaaldar glatað til Noregskonungs, en fluttust síðar við ríkjasameiningu Norðurlanda um 1400 til Danmerkur og voru því í höndum Dana til 1918. Byltingarnar 1789, 1830 og 1848 vöktu borgarastjettir flestra landa Evrópu til umhugsunar um stjórnmála- og atvinnumálaástand þess tíma. Slík vakning varð og hjer. Baldvin Einarsson, Jón Sigurðsson og Fjölnismenn urðu þar öflugustu brautryðjendurnir. Þeirra verk, sjerstaklega þó Jóns Sigurðssonar, hins frábæra vit- manns, varð það að koma fram með rjettlætiskröfur sofandi og kúgaðrar þjóðar, og rökstyðja þær svo, að í augum íslendinga og fjölda óhlutdrœgra stjórnmála- manna og þjóðrjettarfræðinga í öðrum löndum, urðu þær ó- hrekjandi. En gagnvart dönsku einveldi og íhaldi dugðu engin rök. Hvernig sem Jón Sigurðsson sýndi fram á rjettmætið í kröf- um íslendinga, ljetu Danir það lengstafsem vind um eyrun þjóta. Þeir gátu haldið rjettindunum fyrir oss, af því þeir voru sterk- ari þjóð og af því, að þeim sterk- ari þjóðir hjeldu rjettindum ann- ara þjóða á sama hátt og Danir hjeldu rjettindum vorum. (Finn- land, Pólland, Noregur o. fl.). íslendingar fengu því sára litlu um þekað meðan danska íhald- ið rjeði lögum og lofum í Dan- mörku. Strax og það var brotið á bak aftur (1901) fór að rofa til í stjórnmálum íslendinga. Vinstrimennirnir dönsku, sem svara til Framsóknarflokksinshjer, voru ekki eins bölvaðir í garð fslendinga eins og íhaldið haföi verið. Á þeirra stjórnarárum fjekst heimastjórn, þ. e. aðsetur stjórnarinnar var flutt inn í land- ið og ráðherrann varö íslenzkur. En Vinstrimennirnir vildu ekki til fullnustu viðurkenna sjálf- stæði íslendinga. Flokkur þeirra klofnaði líka í hægfara og rót- tæka Vinstrimenn og þeir mistu völdin. Róttækir vinstrimenn tóku við stjórn með stuðningi jafn- aðarrnanna. Ófriðurinn mikli skall á. Bæði hjer og annarstað- ar urðu sjálfstæðismálin að þoka fyrir öðrufn brýnni ráðstöfunum. En að ófriðnum loknum var aft- ur tekið til þeirra. En — nú eru þaö ekki lengur íhaldsmenn og Vinstrimenn í Danmörku, er skipuðu málum þar, heldur jafnaðarmenn og rdttækir Vinstrimnn. Það var gæfumun- urinn fyrir íslendinga. Það bætti einnig úr, að foringjar Vinstri- manna sumir, s. s. I. C Christ- ensen o. fl„ voru hlyntir því, að leysa sambandsmál íslands vel og friðlega, með það fyrir aug- um, að eiga þá frekar sanngirn- iskröfu á að fá Suður-Jótland lagt til Danmerkur aftur, en að því höfðu Danir unnið eftir mætti. Enginn flokkur í Danmörku, nema íhaldið þar, sá sjer fært •að vera svo ósamkvæmur sjálf- um sjer, að krefjast þess, að Suður-Jótland fengi að tilheyra Danmörku af því þjóðernistilfinn- ing Suður-Jóta og skyldleiki við Dani, krefðust þess, en jafnframt að kúga íslendinga, fjarlæga þjóð og fjarskyldari miklu en Suður- Jótar voru, til þess að lúta Dönskum yfirráðum. I. C. Christ- ensen sýndi þá eins og oftar, að hann kunni að stýra gegn um brim og boða stjórnmálalífsins, án þess að láta íhaldssemina gera sig að flóni. Krafa jafnaðarmanna og „frjáls- lyndra" var altaf sú, að bæði Suður-Jótar og íslendingar fengju með allsherjaratkvœðagreiðslu að skera úr því sjálfir. hvort þeir vildu tilheyra Dönum eða ekki. Sú skoöun varð líka ofan á, til hamingju öllum aðiljum. Hvað virðist nú Hæni um þaö, hverjum íslendingum beri aö þakka sögulokin 1918? Hvernig hefði farið 1918, ef danska íhaldið hefði verið þá í meiri hluta í Danmörku? Þá væri fullveldi vort ófengið enn, nema við hefðum notið til þess styrks einhverrar stórþjóðar og náð því með valdi af Dönum. En hvað hefðum við oröið að gjalda þeirri þjóð fyrir? Ætli hún hefði ekki krafist meiri fríðinda en 6. gr. sambandslaganna heimilar Dönum ? Þetta var líka mestu sjálfstæð- isgörpum vorum vel Ijóst 1918. Bjarni frá Vogi segir |)á í þingræðu: „Þá er samningurinn. Hann er versl- un, sem gerð er við Dani. íslending- ar þurftu ekki að biðja Dani rjettinda. Vjer höfum átt þau og eiguir. enn. En þeim var haldiö fyrir oss með því móti, að þau voru ekki viðurkend af öðrum en íslendingum sjálfum og vin- unt þeirra erlendis —-----. Má því segja, að vjer hefðum eigi þurft að kaupa viðurkenninguna af Dönum, heldur hefði mátt bíða þar til sú við- urkenning ryddi sjer til rúms“. -----„Jeg skal játa, að hefðum við átt kost á aö fá hlutleysisviðurkenn- ingu og skilnað, án þess að leggja nokkuð fram, þá er Dönum mikið veitt með þessu (ákv. 6. gr.) En hefð- um vjer lýst yfir skilnaði og getað fengið viðurkenningu stórþjóða, gegn einhverjum fríðindum, þá er eigi víst, að vjer hefðum gert þar betri kaup. — Sá, sem segir að hjer sje illa verslað, hann versli betur sjálfur og sýni að minsta kosti það með rökum, að hægt sje aö fá fulla viðurkenningu fyrir minna". Allir munu fallast á þessa skoö- un Bjarna frá Vogi. Allar þjóðir, sem glatað hafa sjálfstæði sínu og

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.