Neisti


Neisti - 04.09.1934, Blaðsíða 1

Neisti - 04.09.1934, Blaðsíða 1
II. árg. Siglufirði, Priðjudaginn 4. sept. Sala Goos-eignanna. Á bærinn að eignast Goos-eignirnar eða eiga þær að verða eign fárra r einstaklinga? Ihald og kommúnistar sameinaðir £e£n ha£smunum bæjarins. Goos-eignirnar hér á Siglufirði hafa nú verið seldar þeim Sigurði Kristjánssyni og Snorra Sttfánssyni fyrir kr. 180 þúsund, ef Siglufjarð- arkaupstaður hafnar forkaupsrétti sínum á eignunum. A síðasta bæjarstjórnarfundi var 5 manna nefnd kosin lil þess að gera tillögur um, hvernig eignunum skyldi ráðstafað ef bærinn keypti þær. Pessir voru kosnir: Jóhann F. Guðmundsson, Por- móður Eyólfsson. Aage Schiöth, Óli Hertervig og F’óroddur Guð- mundsson. Nefnd þessi hefir haldið einn fund. Par báru Sjálfstæðismenn fram tiilögu þess efnis, að rætt yrði við Sigurð og Snorra um sameigin- leg kaup, þannig. að bærinn keypti aðeins nokkurn hluta af eigninni. Pessi tillaga var feld með 3 gegn 2 atkv. Önnur tillaga kom frá undirrit- Eftir m æli. 1931 mynduðu Framsókn og í- haldið stjórn saman. í stjórnina völdust þeir menn úr Framsókn, sem næst stóðu íhaldinu í skoðun- um, enda varð sú raunin á að stjórn- in ríkli hér og „regeraði" sem hrein íhaldsstjórn og má því segja að í- haldið í landinu hafa borið mesta ábyrgð á stjórninni. Hver voru svo helstu verk þess- arar stjórnar? uðum svohljóðandi: „Ef bærinn kaupir Goos-eign- irnar, leggur nefndin til, að aug- lýsa Gránuverksmiðjuna til leigu, en bærinn starfræki rauðu verksmiðj- una fyrst um sinn t sambandi við ríkisverksmiðjurnar, ef samkomulag næst um það við ríkisstjórnina“. Pessi tillaga var einnig feld með 3 gegn 2 atkvæðum. Á móti voru: Hertervig, Schiöth og Póroddur. Eins og málið horfir nú við er bæjarsljórnin tvískift: Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn vilja kaupa eignirnar og starfrækja þær til hags- bóta fyrir bæjarfélagið, en Sjálfstæð- ismenn og Kommúnistar telja heppi- legra að Sigurður og Snorri eignist þær. Siglfirðingar ættu að fjölmenna á næsta bæjarstjórnarfund og fylgjast vel með lokaafgreiðslu þessa stór- máls. J. F G. Eftir marg endurteknum kennÍBg- um íhaldsblaðanna mætti ætla að þessi stjórn hefði sett sér það æðsta markmið að gæla alls sparnaðar á ríkisbúinu. Vinna að tekjuhallalaus- um búskap þar. Greiða úr vand- ræðum atvinnuveganna, finna þeim ný vaxtarskilyrði. Vinna nýja mark- aði o. fl. o. fl. Hvað gerði svo þessi íhaldsstjórn? Hvernig er viðskilnaðurinn við ríkiskassann? Tekjuhalli á hverju ári. Lausaskuldir ríkisins auknar. Lánstraust í aðalviðskiftabönkum ríkisins erlendis að þrotum komið. Vandræði með daglegar greiðslur rikissjóðs. Hækkandi skuldir ríkis- sjóðs við þjóðbankann. Ríkislög- regluuppihaldið með ærnum kostn- aði að nauðsynjalausu, jafnvel þvert ofan í gildandi lög. Alóþörfum em- bættum viðhaldið (sbr. Jakobs Möll- ers embættið o. fl.) Svona mætti lengi telja. Fjárlögin glæfralega af- greidd. Ónauðsynlegar greiðslur sitja þar í fyrirrúmi fyrir nauðsynlegum útgjöldum til eflingar atvinnuveg- anna i landinu. Ekki sýndi stjórnin neina régg af sér að bæta atvinnutækin. Rau ganga nú úr sér ár frá ári. Dýrustu framleiðslutækin ganga úr sér, eru að verða „ryðhólkar", eins og einn útgerðarmaðurinn orðaði það áþingi. Engin viðbót. Engar nýjar leiðir, nema ef vera skyldi að nú erum við þvingaðir til að kaupa dýrar kartöflur frá Pýzkalandi. Thórsarar guma af Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda, en það var neyðin sem þjappaði útgerðarmönn- um saman um það. En um það má segja að þar hefir sá mestiein- ræðisandi ríkt um stjórn og fyrir- komulag frá upphafi. Stofnendur nefna sjálfa sig í stjórn og ákveða sjálfum sér 20—30 þús. króna laun. Á þetta leit fyrverandi stjórn með fyllstu velþóknun. Hún sendi sendi- herrann fraega til Pýzkalands og keypti hann svo heim, og fyrver- andi fjármálaráðherra hafði jafnvel orð á því að svoleiðÍ9 sendiherra- efni „þyrfti að loka inni í landinu.“ Ekki má gleyma einu af stærstu glappaskotum Magnúsar Guðmunds- sonar fyrv. ráðh., og það er skipun í verksmiðjustjórnina hér á Siglufirði. Sú ráðabreytni hans er hneyxli. Vinnumaður Kveldúlfs, unglingur, er skipaður í stjórnina ásamt Sveini Benediktssyni, sem Siglfirðingar þekkja seint og snemma. Sem bar- ist hefir með sínu alkunna oftorsi og hrottaskap á móti verkalýðnum

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.