Neisti


Neisti - 09.01.1937, Blaðsíða 1

Neisti - 09.01.1937, Blaðsíða 1
i \ i i V Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. V. árg. Siglufirði, laugardaginn 9. janúar 1937 1. tbl. Arið sem leið. Nú árið er liðið í «ldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Árið 1936 hefir verið viðburða- ríkt, bæði hér heima hjá okkur og úti í heimi. Á ýmsu hefir oltið, bæði góðu og illu og mun hér verða getið þess helsta, sem gerst hefir á hinu liðna ári. Yfir atvinnulífi þjóðarinnar má segja að heldur hafi birt á árinu. Pað var svo komið, að markaðir voru að lokast fyrir okkar aðal framleiðsluvöru — saltfiskinn, og ef þjóðin átti að iifa, varð eitlhvað að koma í staðinn. Á árinu var ótrautt unnið að því, að auka atvinnu- möguleikana, gera frr’mieiðsluna fjölbreyltari og leita markaða fyrir þær vörur, sem framleiddar voru. Mikið ávanst og sýnir sú reynsla, sem þegar er fengin, að verið er á réttri leið. Fyrri hluta ársins má segja’ að hafi svart verið, aflabrögð á vetrar- vertíðinni með einsdæmum slæm, útgerðin tapaði og margur sjómað- urinn gekk slippur frá og vinna í landi þeim mun minni, sem þorsk- aflinn var verri en á árinu á und- an. Pegar sumarið kom litu menn þó bjart fram á leið. Útlit með síldveiðarnar var yfirleitt gott, og einnig útlit fyrir sæmilegt verð fyrir afurðirnar. Vonbrigði urðu ekki. Veiðin var alveg í meðallagi, lág- marksverð síldar til söltunar hækk- aði um kr. 1,00 — eina krónu — á tunnu til sjómanna og útgerðar- innar og hækkun á málið í bræðslu um kr. 1,28 — eina krónu tuttugu og átta aura — að jafnaði. Verðmæli útfluttra síldarafurða voru á árinu um 15 miljónir króna, og er það meira en nokkru sinni áður. I fyrra um áramót voru til um 18 þúsund smálestir af saltfiski óseldar. Nú um áramótin voru ekki nema um 5 þúsund smálestir, svo að selst hefir á árinu um 13 þús. smálestum meir en aflaðist. Oll árin, síðan við eignuðumst hin stórvirku atvinnutæki, togarana, hefir feykilegum auðæfum verið hent í sjóinn, sem þó var búið að afla. Öllum þorskhausum, hryggj- um og öllum úrgangsfiski var fleygt. Augu manna hafa nú opnast og er að því unnið, að nýta alt til fulls, og hefir árangurinn nú þegar orðið sá, að á hinu liðna ári voru fiuttar út karfa-afurðir fyrir nær tvœr miljónir krótia og upsi og og annar úrgangsfiskur fyrir nærri eina rniljón og er þó vinsla þessi og nýting enn á tilraunastigi. Verðmæti útfluttra eða seldra sjáfarafurða á árinu 1936 nema um 41 miljón lcróna, og er það um þrem miljónum króna meira en árið á undan. Um landbúnaðinn má segja, að til hins betra hafi orðið á árinu, afurðaverð hækkað og heyfengur bænda yfirleitt góður. Hagur þjóðarinnar batnaði á ár- inu efnalega, verslunarjöfnuðurinn varð hagstæður um 7 miljónir kr. í stjórnmálunuin hefir á ýmsu gengið. íhaldsöflin, sem sjá dauð- daga sinn skamt undan, hafa grip- ið til hinna ótrúlegustu ráða, til þess að halda sér uppúr á, svo sem: stöðvunar á þeim atvinnu- tækjum sem þau hafa yfir að ráða, síldarverkfalls, lýðræðishjals o.fl.o.fl. Ráð þessi leiddu til þess, að þjóðin sá, að ef hagur hennar and- lega og efnalega á að verða góður, mega íhaldsöflin ekki hafa ráðin yfir atvinnutækjunum, og komu fram háværar raddir og kröfur um það, að tækin yrðu af þeim tekin og þau rekin af því opinbera, með hag heildarinnar fyrir augum. Pjóðin vissi lika, — var búin að fá reynslu af verkurn íhaldsins — að lýðræðishjalið var aðeins á vör- unum, en í huga þess var einræði, ofbeldi og hermdarverk. Örþrifaráð íhaldsins snerust gegn því sjálfu og færðu það nokkru nær dauða sínum. Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn, sem með völdin fara í landino, hafa fram komið ýmsum þjóðþrifamálum og má þar fyrst til nefna alþýðutryggingarnar og og framfærslulögin, lögin um fríar skólabækur o. f 1., sem er til stórauk- ins hagnaðar og öryggis allri al- þýðu manna. Á árinu efldust verkalýðssamtöin meira en nokkru sinni áður, mörg félög gengu í Alþýðusambandið og bættust þar með á annað þúsund meðlimir í hin skipulögðu samtök verkalýðs landsins. Alþýðusambandsþing var hnldið og var það fjölmennasta þing verka- lýðsins, sem haldið hefir verið hér, síðan samtökin voru mynduð. Á þinginu ríkti fullkomin eining, enda voru þaðan afgreidd mörg mál og merkar tillögur, sem til hagsbóta verða fyrirhinar vinnandi stéttir og heildina, þegar til fram- kvæmda koma. Merkust samþykta frá þinginu er eflaust starfskráin — tveggja ára starfskrá Alþýðuflokksins — sem innfelur í sér endurnýjun atvinnu- tækjanna bæði á sjó og landi, al- hliða víðreisn atvinnuveganna bæði 1

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.