Neisti


Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 1

Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 1
> Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar. 8. árgangur Siglufirði, laugardaginn 11. maí 1940. 6. tölublað i »Kolahistoría« Adalbjörns. i. í blaði kommúnista, »Mjölni«, sem út kom laugard. 6. apríl, birt- ist langt viðtal við Aðalbjörn Pét- ursson um K.F.S. og starfsemi þess. Ástæða væri til þess að ræða ýtarlega grein þessa og »sannleik« þann sem í henni felst, en slíkt mun þó ekki gert hér, heldur aðal- lega vikið að einum lið samtals- ins, um kolakaupin. Þykir mér urðu gegna sú frásögn. Er þar auðséð, að Aðalbjörn hefir treyst á manndómsleysi og drengskapar- skort kaupfélagsstjóra, enda hefir honum reynst slíkt óhætt, þar sem hann hefir ekkert gert til þess að upplýsa hið rétta í málinu, sem honum þó v*ar skylt, þar sem Að- albjörn ræðst með ósvífnislegum ósannindum að einum viðskipta- manni félagsins. Það er einkenni kommúnista og annara einræðis- elskandi manna, að treysta um of á trúgirni manna. Slíkt er vitan- lega óhætt þar sein þeir sjálfir ráða yfir blöðum og útvarpi og engir komast að til þess, að upp- lýsa málin og skýra þau. Kannske hefir Aðalbjörn líka treyst á það hér, að gögn öll í þessu máli væru »týnd«, svo ekki væri unnt að hrekja skrök hans. Hvort hinn reglusami kaupfélagsstjóri leggur það í vana sinn, að geyma ekki plögg K.F.S. betur en svo, að hann týni mikilsverðum vörutilboðum, skal eg ekki fullyrða um, en hitt er víst, að hann hefir tjáð, að hann hafi týnt síinskeyti joyí, sem kauptilboðið var í. Hlýðmsaðstaða hans til Aðalbjarnar kann þó nokkru að valda um. II. Eins og grein Aðalbjarnar dylg- ir um, var eg nokkuð viðriðinn þessi umræddu kolakaup, og með því, að eg hefi ekki »týnt« sím- skeytum þeím sem um þetta mál fjalla, skal eg birta þau, til þess að fletta ofan af vaðli Aðalbjörns og vísvitandi röngum áburði og KFS skaðlegum, á hið útlenda firma, í þessu máli. III. Þegar eg fór utan s.l. vor, tal- aðist svo til milli mín cg kaup- félagsstjóra, að eg athugaði um innkaup á kolum, ef tími ynnist til, þar sem áhugi var fyrirþví, að KFS verzlaði i?leðþessa nauðsynja- vöru. Hinn 19. maí sendi eg svo Kristjáni Sigurðssyni eftirfarandi símskeytí: Tillegg bœrinn taki kolasöluna hefi fastboð 4000 tons tveimur þremur skipuni júní september sex mánaða gjaldfrestur 31/6 cif. Siglufjörð bankagaranti stop tilkyhntu bœjarstjóra ef sam- þykkið stop hann strax tali mig stop annars kaupfélagsstjóri. Það.má skjóta því inn hér, að eg orðaði þetta símskeyti svo og sendi það til Kristjáns, vegna þess að einn liður í kosningprógrammi Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins var sá, að bærinn tæki að sér kolasöluna. Eg hefi allíaf litið svo á, og lit svo á enn, að þetta kosningaprógram bæri að efna og taldi hér mjög heppilegt tækifæri til að efna einn lið þess. Kommúnistar voru á öðru máli, eins og reyndar hefir verið um fleiri framkvæmdir þess prógrams, sem ekki skal þó rakið hér. Þar sem meirihluti bæjarstjórnar ekki vildi sinna þessu, afhendi Kristján símskeyti þetta til kaup- íélagsstjóra, og 2—3 dögum siðar fékk eg símskeyti frá honum, þar sem hann telur verðið alltof hátt. Við þessu var náttúrlega ekkert að segja. Eg taldi vist — þó að mér þætti ótrúlegt — að þeir hefðu ó- dýrari tilboð, sem sjálfsagt væri að taka. Þetta reyndist þó vitleysa, því nokkrum dögum síðar hringir Sig. Tómasson til mín í Stockhólmi og segir að það hafi verið mis- skilningur, að verðið væri hátt — það væri mjög lágt — en óskaði eftir minna magni. Eg sagði hon- um, að eg mundi reyna að tala við firmað aftur. Firma þetta lét svo til leiðast, að bjóða minna magn, eins og eftirfarandi sím- skeyti frá mér til kaupfélagsstjór- ans, dags. 30. maí, ber með sér: Fastboð polsk kol 31/6 cif. Siglufjord samcisort vorkol fyrra sumar ensk kol hœrri pólsk hœkka júníbyrjun verðið strax svara magn 1000—1200 kol leverance júní—júlí. Daginn eftir barst mér svohljóð- 1

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.