Neisti


Neisti - 09.11.1944, Blaðsíða 3

Neisti - 09.11.1944, Blaðsíða 3
NÉISTI 3 Jón Gunnarsson og Sveinn Benediktsson dæmdir. NYJAR BÆKUR Móðirin, eftir Pearl S. Buck Árbækur Espólin I. deild Bertel Thorvaldsen, æviatriði Hallgrímsljóð, Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar Lögreglustjóri Napoleons, eftir Stefan Zweig. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal \ NÁMSKEIÐ Á VEGUM ÞRÖTTAR Þeir meðlimir Verkamannaféiagsins Þróttar,. sem vildu læra undirstöðuatriði í neta- og nóta- bætingu, svo og vírstungu og kaðalstugnu, á- samt fleiri verkum, sem hverjum einasta sjó- manni er nauðsynlégt að kunna, gefi sig fram á skrifstofu Verkamannafélagsins Þróttar fyrir 12. nóvember n. k. < Dómur er fallinn í héraði í máli því, sem höfðað var gegn Jóni Gunnarssyni fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, og Sveini Benediktssyni, formanni verksmiðjustjórnar, vegna áfengisveitinga án vínveit- ingaleyfis á Hótel Hvanneyri síð- astliðið haust og árekstra við lög- regluna í sambandi við það. Eru forsendur dómsis all fyrir- ferðarmiklar og margbrotnar, en dómurinn hljóðar svo: „Jón Gunnarsson framkvæmda- stjóri greiði 500 kr. sekt í Menn- ingarsjóð, til vara sæti hann 16 daga varðhaldi ,ef sektin er ekki greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dómsins, og 400 kr. sekt í ríkissjóð, til vara sæti 13 daga varðhaldi, ef sektin er ekki geirdd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Sveinn Benediktsson, Rvk., for- maður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, greiði 400 króna sekt í ríkissjóð, til vara sæti 13- daga varðhaldi, ef sektin verður eigi greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa, og 30 kr. í bæj- arsjóð, til vara sæti 2ja daga varð- haldi, ef sektin verður eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dómsins. Kærður Jón Gunnarsson greiði 60 kr. í málsvarnarlaun til tals- manns síns Jóns Jóhannessonar, málfl.m. Siglufirði, og kærður Sveinn Benediktsson greiði í máls- varnarlaun 60 kr. til talsmanns síns hrm. Guttorms Erlendssonar, Rvk. ' Þá greiði talsmaður kærða, Sveins Benediktssonar hrm. Gutt- ormur Erlendsson 60 kr. sekt í ríkissjóð fyrir ósæmilegan rithátt í vörn sinni, til vara sæti 3ja daga varðhaldi, ef sektin er eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON Víðsjárverð kaup. Kaupfélag Siglfirðinga hefir fest kaup á söltunarstöð Ingvars heit. Guðjónssonar. Kaupverðið mun nema rúmum 350 þús. krónum. Að þessu sinni skal engu um það spáð með hve mikilli fyrirhyggju þessi kaup eru gerð, en óneitan- lega finnst mörgum verðið nokkuð hátt. Að minnsta kosti hefir eng- inn þeirra manna, er við slíkann rekstur hefir fengizt áður, treyst sér til að hlaupa í kapp við K.F.S. um kaup á eign þessari. Hafa þeir án efa ekki gert sér jafn glæsilegar vonir um sölumöguleika og flót- tekinn gróða og forráðamenn KFS. í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja, að stofnanir eins og K. F. S. og fleiri hagsmuna- stofnanir almennings leggi út í rekstur, sem bæði skapar atvinnu og bætir um leið fjárhagslega að- stöðu slíkra stofnana. En þegar fyrirsjáanlegt er, að hér er hvorki um aukna atvinnu að ræða, og þar að auki hlýtur KFS, að festa geysi- miklar fjárhæðir í slíku fyrirtæki sem þessu um ófyrirsjáanlegan langan tíma þá álít ég, að slíkt sé mjög hæpin ráðstöfun hjá stjórn- inni. Ekki síst þegar hún hefir enga vissu fyrir því, að þetta sé gert í samræmi við vilja meirihluta félagsmanna. Að minnsta kosti er mér ekki kunnugt um, að fulltrúa- fundur hafi verið haldinn um þetta mál, og ég held að tillaga, sem flutt var í stjórninni, um að halda fund hafi verið felld. Það eina, sem gert var, var að formönnum deildanna var tilkynnt, að búið væri að ganga frá samningum. Með þessu er sýnt, að lýðræðið situr «kki í hástæti hjá meirihluta stjórnar K. F. S. Þá hefir stjórn K.F.S keypt 2 verzlanir hér í bænum. Verzlunina Önnu og Gunnu, og Verzlunina Geislinn. En þau kaup munu vera einkamál vissrar fjölskyldu hér í bænum og skulu þau ekki rædd að þessu sinni. OSS VANTAR AFGREIÐSLUSTOLKU í vefnaðarvörubúð frá 12. þ. m. Umsóknir séu komnar fyrir laugar- dagskvöld næst komandi. Siglufirði 7. nóvember 1944. / Kaupfélag Siglfirðinga. mmm ÁVAXT ASALA Tii þess að tryggja það, að sem flest heimili fái ávaxtadós, höfum við ákveðið að láta 1 ávaxtadós með hverri kjötafgreiðslu n. k. laugardag meðan birgðir endast. Kjötbúð Siglufjarðar. ÖKUBANN Að gefnu tilefni er öll bifreiða og reiðhjólaum- ferð um skólabalann STRANGLEGA BÖNNUÐ Skrif stof n Sigluf jarðar 1. nóv. 1944 Lögreglustjórinn. Skrifstofa Alþýðuflokksins er í Suðurgötu 6. Kaupfélagsmaður

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.