Neisti


Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 1

Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 1
— NEISTI — IJTGEFANDI: Alþýðuf lokksfélag Slglufjarðar Abyrgðarmaður: Ólafur H. Guðmundsson Afgreiðsla blaðsins er í Aðalgötu 22. Sigluf jarðarprentsmiðja li. f. 16. tbl. Föstudagiim 20. ágúst 1948 16. árgaugur Verzlunarmálin og íramkv. þeirra BLÖÐIN hér í, Siglufirði hafa undanfarið nokkuð rætt um verzl- unarmálin og er það ekki nema að vonum, þar sem afkoma þjóðar- innar hlýtur, á öllum tímum, að byggjast að verulegu leyti á fram- kvæmd þeirra. Við íslendingar ættum að hafa lært það af sög- unni, að verzlunarfreisi og flutn- * ingur verzlunar í hendur lands- manna sjálfra færðu landinu og þjóðinni hagsæld og yelmegun. Það er ekkert við því að segja, þó að skoðanir manna og flokka ‘kunni að vera mismunandi um þessi mál eins og önnur. En þess verður þó að værita, að um þessi mál sé rætt og ritað eins og sið- uðum mönnum sæmir, ög fram fært til sóknar og varnar, það sem hverjum aðila sýnist um þessi mál eins og önnur. Ofstopi, rangfærslur og rakaleysur eiga ekki heima i lýðræðislegum umræðum og deil- um. Eitt blað hér í bænum, blað kommúnista „Mjölnir“, hefur gleymt þessum meginreglum, og er það raunar ekki venju fremur um það blað. Málflutningur komm- í únista er venjulega þannig, að það er eins og þeir gleymi því, að þeir eru ekki einir til frásagnar, og að ritfrelsi gerir það kleift að hrekja rangfærslur þeirra og blekkingar. Að vísu verður ofsi þeirra Mjölnis- manna skiljanlegur, þegar þess er gætt, að eins og stendur hefur Emil Jónsson yfirstjórn verzlunar- málanna, að nokkru leyti, með höndum. En það er alkunna, að enga stjórnmálamenn hata komm- únistar jafn einlæglega og jafn- aðarmenn, og þá sérdeilis þá, sem leyst hafa störf sín vel af hendi og öðlast traust óhlutdrægra og skynbærra manna. En það mun mál flestra landsmanna hvar í flokki sem þeir standa, annars- staðar en í kommúnistaflokknum, að Emil Jónsson hafi vel af hendi * leyst þau opinberu störf, sem hon- um hafa verið falin, bæði sem vita- málastjóri og síðan sem ráðherra í ráðuneytum þeirra Ólafs Thors og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Hér skal í örfáum orðum vikið að viðhorfum hinna pólitísku flokka til verzlunarmálanna eins og þau koma fram 1 skrifum málgagna þeirra, en hvorki er rúm eða tími að kryf ja þessi mál til mergjar. Stefna Sjálfstæðisflokksins I MÁLGÖGNUM flokksins er stefnan framsett með orðunum „Frjáls verzlun. Algerlega frjáls verzlun“. Út af fyrir sig er hægt að fallast á, að þetta væri rétt og eðlilegt, ef verzlunin ætti að fara fram eftir þeim hugtökum, sem felast i þessum setningum. En því miður hefur reynslan sýnt, að hér fylgir ekki fullur hugur máli. Heildsalar og ýmsar sérverzlanir, í blaðinu ,,Mjölni“ hinn 11. þ.m. birtist nafnlaus grein, sem á að vera frásögn frá hafnarnefndar- fundi, sem haldinn var hinn 5. ágúst. Ekki skal höfundi greinarinnar láð, þótt hann kjósi að fela sig í skugganum, og bresti kjark til að segja til nafns s'íns. Er og einmitt það einasti votturinn um, að hann beri þó snefil af virðingu fyrir sjálfum sér, því svo er af hendi hans á málunum haldið, að af litlu virðist vera að taka í því efni. Greinarstúfurinn er frá byrj,un til enda ein lygaþvæla, staðreyndum misþyrmt og viliandi sagt frá í einu og öllu, auk þess sem mér og meirihluta hafnarnefndar eru gerð- ar upp hinar verstu hvatir og til- hneigingar. Er reyndar við ýmsu að búast úr þeirri átt af getsökum, en sigurstranglegt er það aldrei i áróðri að beita ósannindum, sem jafn auðvelt er að hnekkja og hér á sér stað. Greinarhöfundur segir: „Memi hafa gert sér vonir um, að bærinn réðist nú í einhverjar framkvæmd- ir, eða a.m.k. að þeim framkvæmd- um, sem nú er verið að vinna að, yrði haldið áfram. Einkum hafa menn vænzt þess, að atvinnu yrði að vænta í sambandi við hafnar- framkvæmdimar." Má ég spyrja: Hefur greinarhöf- sem mynda kjarnann í verzlunar- liði Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að mynda og myndað með sér víð- tæk samtök 'i því skyni að ná al- gerðum yfirráðum yfir vissum tegundum verzlunar og þannig myndað ,,hringa“, sem er gersam- lega í andstöðu við hugtakið „frjáls verzlun". Þessi samtök eða hringar keppa að því að ná vissum vörutegmidum algerlega undir sín yfirráð, til þess að ráða verðlagi vörunnar án tillits tii hvað neyt- endmn, þ.e. öllum meginþorra þjóðariimar er hagstætt. Nægir í þessu sambandi að benda á smjör- líkishringinn, sem hefur að mestu (Framhald á 2. síðu) undur ekki orðið var við neinar framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar? Hvaðan kemur honum vitneskja um, að hætta eigi þeim framkvæmdum, sem byrjað var á 1 vor við höfnina? Höfundurinn talar um orðróm um þetta, sjálfur er hann sennilegast höfundur að þeim orðrómi. Hann heldur áfram: „S'annleikurinn er þó sá, að hagur hafnarinnar er að áliti kunnugra ekki miklu lakari nú en hann var, þegar ákveðið var að ráðast i framkvæmdimar‘ ‘. Mér er spurn: Hvaðan heldur höfundur, að þær 500.000,00 krónur hafi verið teknar, sem greidd'ar hafa verið úr hafnarsjóði á þessu ári til framkvæmdanna, ef hafnarsjóðurinn er þó ekki þeirri upp'hæðinni fátækari, og ef þeir „kunnugu menn“ vita, hvaðan hafnarsjóður hafi fengið þá upp- hæð alla til tekna frá því fram- kvæmdirnar voru ákveðnar, væri ég honum þakklátur fyrir að vísa mér á það, sem samkvæmt minni vitneskju vantar þar á. Höfundur- inn segir, að þetta sé að þakka þeim tekjum, sem hafnarsjóður hafði af síldarbræðslimni s.l. vet- ur. Hann veit væntanlega ekki, að hafnarframkvæmdirnar voru ákveðnar með fyrirframvitneskju um þær tekjur að verulegu leyti, (Framhald á 4. síðu). SILDVEIBIN Enn er dauft yfir síldveiðunum. Nokkuð rættist þó úr um miðja vikuna, að þv'í er snertir söltun sldar. Var þá saltað hér í Siglu- firði um ^OOO tunnur þriðjudags- sólarhringinn. Sildarverksmiðjur ríkisins höfðu þann 18. þ.m. tekið á móti 99.650 málum síldar, sem skiptist svo á einstakar verk- smið jur: S.R.P........ 14.670 mál S.R.N. og S.R.’30 5.849 — S.R.’46 ..... 35.305 — Samtals í Siglxtfirði 55.824 — Raufarhöfn..... 26.064 — Skagaströnd.... 14.500 — Húsavík........ 3.262 — Á sama tíma í fyrra höfðu verk- smiðjurnar fengið 431.363 mál, 1946 425.427 mál. Rauðka hafði á sama táma tekið á móti 13.049 málum, 1947 76.800, 1946 89.300. Heildarsöltun síldar nam kl. 12 á miðvikudagskvöld samt. 52669 tunnum. Skiptist það svo á söltunarstaði: Akureyri og umhverfi..... 294 Dalvík ................... 2953 Drangsnes................. 1723 Hofsós .................... 145 Hólmavík ................. 3101 Hrísey ................... 1071 Húsavík................... 3868 Ólafsfjörður .............. 980 Raufarhöfn ............... 1135 Sauðárkrókur.............. 1814 Sigluf jörður ........... 33213 Skagaströnd .............. 2277 ísafjörður ................. 95 Samtals 52669 Hér á Siglufirði skiptist söltun- in þannig á einstakar söltunar- stöðvar: Ásgeir Pétursson h.f....... 113 Blátastöðin .................. 449 Dröfn h.f.................... 2084 Hafliði h.f.................. 1431 Hrímnir h.f................... 528 ísafold s.f................... 944 Jarlsstöðin ................. 1361 Kaupfélag Siglfirðinga..... 1394 Kristinn Halldórsson....... 800 (Framhald á 3. sföu). RÓGI HNEKKT

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.