Neisti


Neisti - 14.01.1950, Blaðsíða 1

Neisti - 14.01.1950, Blaðsíða 1
2. tbl. Laugardaginn 14. jan. 1950. A- listinn 18. árgangur. Sigluf jarðarprantsmiðja h. f. Bærinn okkar og kommúnistar | Hörmulegt sjóslys | Þau válegu tíðindi bárust hingiað aðfaranótt s.l. sunnudags, að vélbáturinn Helgi frá íVestmannaeyjum hefði farist á Faxaskeri við Vestmanhaeyjar. Með bátnum fórust 10 menn og fara nöfn þeirra hér á eftir: HALLGRÍMUK JÚLÍUSSON, skipstjóri, 43 ára, kvæntur og lætur eftir sig 2 böm og 3 st júpbörn. GÍSLI JÓNASSON, stýrimaður, Siglufirði, 32 ára, ókvæntur. JÓN VALDIMARSSON, 1. yélstjóri, 34 ára. Lætur eftir sig konu og ungbam. GÚSTAF RUNÖLFSSON, 2. yélstjóri, 27 ára, kvæntur og, lætur eftir sig 4 böm. ÓSKAR MAGNÚSSON, háseti, 22 ára, ókvæntur. SIGURÐUR GlSLASON, háseti, 26 ára, ókvæntur, en hafði fyrir aldraðri móður að sjá. HALFDÁN BRYNJÓLFSSON, matsveinn, 23 ára, nýkvæntur. ARNÞÓR JÓHANNSSON, skipstjóri, Siglúfirði, 42 ára, kvæntur og lætur eftir sig 3 böm. HALLDÓR E. JOHNSON, prestur frá Vesturheimi. ÞÓRÐUR BERNHARÐSSON, 16 ára, frá Ólafsfirði. Er þessi sorgarfrétt afdrif þessara liugdjörfu manna barst hingað til Siglufjarðar setti menn hljóða. Þarna hnigu í valinn tveir valinkunnir Siglfirðingar, þeir Arnþór Jóliannsson, skipstjóri og Gísli Jónasson, stýrimaður og verður þeirra minnzt nánar hér í blaðinu á næstimni. „Neisti“ vill hér með tjá syrgjendum hinna látnu nær og f jær innilegustu samúð sína og liluttekningu vegna þessa sorgléga atburðar. Blekkingar ogósannindi íhalds-ritstjórans kommúnista í Mjölni. Þessi sið- I blaðinu „Mjölni“, sem út kom 11. þ.m. er smágrein, sem nefnist „Bærinn okkar“. Er þar kvartað um óorð, sem af Siglufirði fari og útbreytt sé um byggðir landsins. Noikkuð er til í því, að misjafnt orð hafi farið af Siglufirði hér fyrr meir, og átti það rót sína að rekja til hátternis slarksamra Norð- •, manna og Islendinga, er litu á þennan bæ sem verstöð, staðsetta utan við lög og rétt. En þetta er nú breytt. Lítið mun nú bera á þeirri tiihneigingu að hnjóða í Siglufjörð. Það sem hér er yel gert er að fullu metið af lands- mönnum og á vissum tíma árs mæna augu alra landsmanna- , á Siglufjörð og líta á hann sem ibjargvætt þjóðarinnar og iblessa staðinn, er honum tekst að gegna þv'i hlutverki. En þó er einn blett- ur, sem enn er óþveginn af Siglu- firði, en sem verður að hreinsast af í náinni framtíð, ef ibærinn á að halda heiðri sínum óskertum. En það er hin þjóðhættulega mold- ■> vörpustarfsemi kommúnista, Eins og kunnugt er hafa komm- únistar haft hér styrka aðstöðu, allt frá því sá ósómi festi rætur hér á landi, til miíkillar vansæmdar fyrir bæinn út á við. Hér fór fram þeirra fyrsta styrkleikaæfing, sem var Dettifossslagurinn illræmdi, í Iþar sem þeir sýndu eðli sitt með þvii að berja á saklausum borgur- um. Hér hafa þeir stofnað kaup- félag (þótt annað væri fyrir) og var það auðvitað fyrirfram dauða- dæmt vegna óráðsíu vesalinganna, sem þar stjórnuðu. Hér hafa þeir unnið skipulega að því að eyði- 1 leggja verzlunarsamtök aJþýð- unnar, Kaupfélag Siglfirðinga, og beitt í þeim átökum svo fáheyrð- um aðferðum, að slíkar fyrirfinn- ast ekiki annars staðar en austan járntjalds. Hér hafa þeir látið verkalýðinn dansa, til þess að for- ingjarnir gætu haft sinn fram- i færslueyri. Hér hafa foringjarnir dansað sinn línudans og hrökklast út af, allt eftir því, hvernig austan vindamir blésu í það og það sinn. En hér hafa þeir líka haft sitt skipulagsbundna áróðurskerfi, með 3—4 fasta starfsmenn, fjölmenn- ara en aillra annarra flokka í bæn- um samanlagt, reiðubúnir að hremma það, sem tiltæikilegt væri, og skipuleggja það í fylkingar gegn lýðræði og iborgaralegu frelsi. Og nú kemur „Mjölnir“ og bið- (Framh. 2. síðu.) OrðsendingtilÞórodd- ar Guðmundssonar Ég hef ekki ætlað mér að gera Elliða eða hans mál að blaðaiþrætu- málmn og mun ég reyna að forðast það svo lengi sem kostur er. En þar sem þú, Þóroddur, sendir mér kveðju þína í Mjölni á mjög óvið- eigandi hátt, vil ég taka fram eftir- farandi: Grein þln er auðsjáanlega skrif- uð á sérstöikum auðvirðilegum augljósum tilgangi. Málið er ég reiðubúinn að ræða við þig á rétt- um vettvangi, sem sé í útgerðar- stjórn togarans, sem og önnur mál, er skipinu viðkoma. Þar áskil ég mér rétt til, eins og aðrir stjómarnefndarmenn geta gert, að skjöl hvers máls út af fyrir sig séu lögð á iborðið, Ég hef aldrei dregið á efa dugn- að skipshafnarinnar á Eliliða við störfin á hafinu. Hinsvegar tel ég það enga goðgá — þar sem þú varst á skipinu í umræddri Eng- landsför og aninni þitt var ekki betra, þegar þú komst hingað en það, að þú mundir elkki eftir því, að þú hefðir fengið vörur út úr tolli í förinni, hvað þá að þú mynd- ir að þær höfðu verið allt að helm- ingi meiri en venjulegir hásetar fá, þó að einhVerjum verði á að láta sér detta í hug, að frásagnir Iþínar geti verið ofurlítið blendnar, þegar þú ert að skýra frá atburð- um, sem átt hafa að ske hér heima eða annarsstaðar á sama táma og þú varst úti. En ef þér finnst þú ibezt geta þjónað lund þinni og tilhneiging- Kommúnistar hafa hingað til verið einir um það að vinna eftir þeirri siðfræði sinni, er þýzkt kommúnistablað lýsti á eftirfar- andi hátt: „Að nota lygina einis og komm únistar gera í dagblöðunum, það er ekki að ljúga, heldur bláköld nauðsyn“. (Die rote Fahne 1923). Þessi siðfræði kommúnista nær alltaf hámarlki sínu rétt áður en kosningar fara fram og geta menn greint þetta mjög vel í skrifmn um með þvá að leggja mig og aðra Alþýðuflokksmenn í einelti nú fyrir bæjarstjórnarkosnintgarnar eða endranær, með sögum, sem þú segir, að þér hafi verið sagðar, þá þú um það. i Kristján Sigurðsson fræði kommúnista er fordæmd af öUmn sönnum lýðræðisunnendum. FETAR 1 FÓTSPOR KOMMÚNISTA Piltur sá, sem stýrir ritstjóra- penna íhaldsblaðsins virðist samt vera undantekning frá sönnum lýðræðissinna. Hann heldur, vegna þess að skammt er til bæjarstjórn arkosninga, að hann hafi leyfi til þess að nota sömu bardagaaðferðir og kommúnistar, er Alþýðuflokk- urinn á í hlut. SKULDIR IlIALDSINS 1942—1946. I Siglfirðingi, er kom út í gær, segir m.a.: „Síðastliðið kjörtímabil (1946— (Framliald af 4. síiu), T

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.