Neisti


Neisti - 29.01.1950, Blaðsíða 1

Neisti - 29.01.1950, Blaðsíða 1
Siglufjarðarprmtsniiðja h. f. 4. tbl. Suiuiudagur 29. jan. 1950. 18. árgangur. —NEISTI— VIKUBLAÐ Ctgefandi: Aíþýðufl.féL Slghrfj. Abyrgðarmaðnr: ÓLAFUB H. GUÐMUNDSSÖN Áskríftagjald kr. 20,00 árg. — Gjalddagl blaðsins er 1. júlí Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 Siglf irzkir kjósendur! KosningabaráttUnni er nú senn að verða lokið að þessu sinni. Þið hafið nú hlustað á rök stjórnmálaflokkahna fyrir því, hvers- vegna beri frerhur að kjósa fulltrúa beirra, en annarra flokka. til að skipa bæjarstjórn Siglufjarðar |næstu fjögur ár. Og nú er það ykkar að dæma, lwerjum þið treystið bezt að fara með umboð og gæta hagsmuna ykkar og bæjarfélagsins. Afkvæðaseðillinn, sem þið fáið í hendur á morgun, er vopn, sem þið getið notað tíð vild. Hann er vopn, sem hefur mismunandi áhrif, eftir því hvernig því er !beitt. 1 I ' . i , Þið getið beitt því til að koma á afturför og öngþveiti í atvinnu- lífi þjóðarinnar, koma aftur á tímum einokunar og einstaklings- kúgunar. Koma á aftur þeim tímum, þegar engin samlijálp sjúkra og öryrkja átti sér stað. Koma á tímum fátækraflutnings og afnámi kosningaréttarins, nema menn eigi vissa upphæð í löndum eða lausum aurum. Það gerið þið, ef þið sthðlið að auknu fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Þið getið notað þetta vopn til að viðhalda því tilviljanakennda fálmi, sem ávallt einkennir störf Framsóknarflokksins, þegar um stefnu- og framfaramál bæjarfélaganna er að ræða. Og þið getið nottíð það til að snúa snaran þátt þess fjöturs miðaldasvartnættis, sem íslenzka þjóðin yrði lögð í, ef kommúnistar næðu þar völdum, þar sem þetta eina vopn hins óbreytta borgara kjörseðillinn, er af honum telcinn. Þar \sem fáeinir valdhafar segðu við fólkið: Þið eigið ekki að hugsa, bara hlifða. Hætt er við, að þá mundi hinni frjálshuga, menntuðu íslenzku þjóð þykja þröng fyrir dyrum. Aukin ítök kommúnista benda á möguleika þessara stað- reignda. , , , ; , Eini flokkurinn, sem þið getið léð fylgi ykkar, ekki einungis án þess að glata nokkru af þeim réttindum, er þið nú hafið eignast, heldur öðlast aukin réttindi, aukna lífsmöguleika, bjartari framtíð, ér Alþýðuflokkurinn. Stefnu sinni trúr mun hann þoka áhugamálum sínum áfram fet fyrir fet. 1 samvinnu við aðra, þar sem tækifæri gefast, meðan hann hefur ekki sjálfur bolmagn til að gera það uipp á eindæmi. En smámsaman munu augu fjöldans opnast fyrir þeirri staðreynd, að jafnaðarstefnan er eina stefnan, eina hagkerfið 4 heiminum, sem skapar þjóðunum velgengni og frið. Eina stefnan sem skapar gró- andi þjóðlíf. Eina stefnan, sem gerir mönnunum kleift að lifa í sátt og samlyndi, og með fullu frelsi á öllum sviðum, er siðmennt- aður maður krefst. j , Með sigri A-listans á morgun getum við færst stóru skrefi nær því framtíðarlandi, er Þorsteinn Erlingsson sá fyrir hugarsjónum sínum. Landi frelsis, jafnréttis og bræðralags. Er þetta þaðf sem koma skaí? 1 „Mjölni“, sem út kom þann 18/1, er grein d tveimur breiðum dálkum, sem ber yfirskrif tina: „Tvær stefnur". Grein þessi á að vera samanburður á því, hvað verði gert af ibæjarstjórn, ef lýð- ræðissinnaðir fulltrúar verða kosnir, og hvað verði gert ef komm únistar fái meirihluta í kosning- unum á morgun. Það er ekkert smáræði, sem þeir kommarnir ætla þá að gera. Það er lákast því, að Áki sé orðinn „Stalín"’ á íslandi, og Þóroddur og Kristmar álíti, aði þeir þurfi ekki annað en taka við rúblunum úr lófa Áka til fram- kvæmdanna. Eitt af því, sem hinir vísu Stal- íns þjónar ætla að gera, er að inn- heimta bæjargjöldin með harðfylgi sérstaklega hjá öðrum en verka- mönnum. Þegar ég sá þetta, datt mér í hug aumingja Þóroddur. Það er óheppilegt fyrir hann, að hanm er hættur að láta skrifa sig verka- mann. Nú ætlar hann að innheimta með harðfylgi bæjargjöldin hjá sjálfum sér, en slókt er ekki nema gott fyrir bæinn, því fá fyrirtæiki eru skuldugri bænum en fyrirtæki, sem hann er forstjóri fyrir. Fyrst er það útsvar h.f. Milly, ,svo er það lán til sama hlutafélags. 1 bæjarstjóratíð Hertervigs kom fram ibeiðni frá nokkrum mönnum, um að bærinn ábyrgðist fyrir þá 60 þúsund kr. lán, sem stóð hjá Óskari Halldórssjmi, sem var kaup verð á skipi því, sem nú heitir Millý. Buðu þeir sem veð, snurpu- nót, snurpubáta, ásamt öðrum veð- rétti í skipinu. Bæjarstjórnin varð við þessari beiðni, gegn atkvæð- um Álþýðuflokksmanna, sem töldu þetta umrædda skip of gamalt, enda lágu fyrir upplýsingar um að mikið þyrfti að gera við skipið. — Leið heldur ekki á löngu þar til ikom beiðni frá sömu mönnum um að géfa eftir veðið í nót og bátum. Var það samþykkt af sömu aðilum og áður. 1 sept. 1947 kom bréf undirskrif- að af Þóroddi, þar sem tilkynnt var, að eigendur skipsins gætu ekki staðið í skilum við Óskar Halldórsson lengur en þeir væru búnir að greiða skuldina niður um 10 þúsund. Eftirstöðvarnar fimm- tíu þúsund, væri Óskar ófáanlegur til að umlíða þá um, og myndi hann ganga að bænummeðgreiðslu á þeirri upphæð, Kvaðst Þóroddur í bréfinu athuga möguleika á, að hluthafarnir gengu í persónulega ábyrgð gagnvart bænum. Aðspurð- ur hverjir væru hluthafar, kvað Þóroddur það vera hann sjálfan, konu hans, Gunnl. Einarsson, Hrein Gunnlaugsson og Halldór Guðmundsson. Um þessar mundir skuldaði Ósk- ar Halldórsson bænum, útsvar, vatnsskatt, lóðagjöld og rafveitu- gjöld. Var þvlí gjört upp við' hann, og lán þetta greitt, sem hluthaf- amir áttu svo að greiða bænum með jöfnum afborgunum. Árið 1947 leið isvo, að ekki kom ábyrgð hluthafanna, en seint á ár- inu 1948 kom Þóroddur með hlut- hafaábyrgðina, en þá var Halldór Guðmundsson týndur úr hluthafa- skránni. En hvernig eru þá viðskipti iþessa hlutafélags við bæinn nú í byrjun ársins 1950. Þau eru þannig. Þóroddur gat komið þvl í gegn vegna iklaufalegs orðalags í greiðslusamningnum, að honum bæri ekki að greiða afiborgun af láninu á árinu 1948, en enginn vafi á um greiðsluskyldu 1949, en sú greiðsla hefur heldur ekki komið enn. En hvernig eru þá önnur við- Framhald á 3. síðu

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.