Neisti


Neisti - 24.12.1952, Blaðsíða 1

Neisti - 24.12.1952, Blaðsíða 1
\ Siglufjarðarprentsmiðja h.f. 9* tbl. Miðvikudagur 24. des. 1952 20. árgangur. „Sjá, Mannsins sonur kemur!“ Kallið ómar, að konungurinn fæddur sé á jörð, og yfir mönnum heyrast englahljómar um helga náð og bæn og þakkargjörð. 1 fátækt kemur hann, sem heimi öllum af himins auðlegð gefur dýrust hnoss. Hann þekktist ekki í háum dýrðarhöllum, — 1 hreysi borinn var til frelsis oss. Vér minnumst barnsins blessaða og hreina, í Betlehem sem fyrr í jötu lá. En allra barna minnumst, — meyja og sveina, en mest samt þeirra, er böl og sorgir þjá. „Það. sem þér mínumminnstu bræðrum gefið, að mér er rétt,“ svo kvað hann sjálfur fyr. Ef æ við syngjum sama barlómsstefið, vér sjáum aldrei lífsins fögru dyr. Hann kom að boða réttlætisins ríki, — það ríki er f jarlægt enn í dag, sem þá. En gætum þess, að ei oss sjálfa sv'iki það singirninnar víl, er aldrei má úr fjarska beina að Zíon augum sínum og sjá þann ljóma, er yfir henni skín, — þau fyrirheit í hennar ljósu línum, sem lofa fyliing- óskum þín og mín. „Guðsríki er nálægt!“ Aííbragðsmenn það eygja um alda höf í bjartri dýrðarsýn. „Guðs ríki er fjarlægt!" fræði heimsins segja, „og fullkomnunin draumalöngun þin“. — En heldur lát oss með drottni dreyma, að draumsins framkvæmd vinna í starfi og þrá, en æðri sjón í g-laumi heimsins gleyma og glata því, sem fegurst verða má. — Já, fögnum allir drottins dýru heitum, þótt dveljist enn um hr'ið sú uppfylling, sem megum vænta. — Ofar öllum sveitum fer óljós von um þöglan fjallahring. Guðs ríki kemur yfir alla jörðu, og andans heimar birtast mönnum skjótt; hið blíða vinnur bug á öllu hörðu, og bráðum dagar eftir langa nótt. Jakob Jóh. Smári t S X „Og jólin viljum við verkfallsmenn geta haldið við lækkaða dýrtið og aukiim kaupmátt iauna hins vinnandi fólks“. Þannig fórust Hannibal Valde- marssyni, formanni samninga- nefndar verkalýðsfélaganna, orð í Alþýðublaðinu tveimur dögum áður en hinu 20 daga verkfalli lauk. Með þeim heildarsamningum, sem tókust þann 19. des. s.l. fser íslenzkur verkalýður jól „við lækkaða dýrtíð og aukinn kaup- mátt launa“ sinna. I) 1. Mjólk lækkar úr kr. 3,25 í 2,71: 2. Kartöflur lækka úr kr. 2,45 í 1,75. 3. Kaffi lækkar úr kr. 45,20 í 40,80 kg. 4. Sykur lækkar úr kr. 4,14 kg. í 3,70. 5. SaltfiSkur lækkar úr kr. 5,60 í 5,20 kg. 6. Lækkun á kolum o.fl. 7. Brennsluolía lækki um 4 aura á l'íter. Þessar ráðstafanir mundu lækka vísitöluna strax um 5,18 stig. Ennfremur beitir ríkisstjórn- in sér fyrir eftirfarandi verðlækk- unum: II) Benzín lækki um 4 aura á líter. III) Flutningsgjöld til landsins lækki um 5%. IV) Verðlækkun á ýmsum nauð synjavörum almennings, svo sem kornvöru, ýmsar tegundir vefn- aðarvöru o,fl„ og skuldbindur ríkisstjórnin sig til að hafa eftir- lit með álagningunni. Fjölskyldubætur verði auknar, þannig að á 1. verðlagssvæði verði greiddar fyrir annað bam að meðtalinni vísitölu kr. 612,00 og fyrir þriðja barn kr. 912,00, miðað við vísitölu 153. Á öðru verðlags- svæði verði bætur greiddar hlut- fallslega við þetta. Ekkjur og ógiftar mæður skulu njóta sömu fjölskyldubóta. Lækkun vísitölu skal ekki hafa áhrif á kaupgjald til lækkunar fyrr en lækkunin nemur samtals meira en 10 stigum, og þá ein- ungis að því leyti, sem lækkun- in kann að verða umfram 10 stig. Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að leggja ekki á aukna skatta og tolla vegna þess kostnaðar ríkissjóðs, er af framangreindúm ráðstöfunum leiðir. VII) Þá hefur niðurjöfnunar- ytyeisti cskai 'ótbiwi tesenda/n sínnnt, naiz 0$ nefnd Reykjavíkur og iborgar- stjórinn, að beiðni ríkisstjórnar- innar, fallizt á að hækka persónu- frádrátt við útsvarsálagningu á næsta ári um 50%. Ennfremur, að lágmark nettótekna til útsvars skuli vera kr. 15.000,00 i stað kr. 7.000,00, svo og að útsvör af tekjum frá 15 þús. til 30 þús. lækki verulega. — Samskonar lækkun á útsvarsstiganum hlýtur að koma einnig til framkvæmda utan Reykjavíkur. Allt annað væri að skapa misræmi á kjörum manna þar og úti á landsbyggð- inni. En til þess var ábyggilega ekki ætlast með þessum heildar- samningum. VIII) Vegha ýmissa þeirra ráð- stafana, sem að framan greinir, lækkar bæði kaupgjalds- og verð- lagsvísitala um 5 stig, niður i 148 og 158 stig. Skal sú lækkun ekki hafa áhrif á kaupgjald. — Hækki eða lækki framfærsluvísi- talan úr 158 stigum, greiðist kaup samkvæmt kaupgjaldsvísitölu með 5 stiga álagi á grunnlaun, sem eigi eru hærri en kr. 9,24 á klst., kr. 423,00 á viku eða kr. 1830,00 á mánuði greiðist þó v'isitöluupp- bót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum (þ.e. 158 stig). Fari kaup á þennan hátt upp fyrir kaup i hærri kaupgjalds flokki sama félags, hækkar kaup þess flokks upp í sömu upphæð. Á grunnlaun, sem eigi eru hærri en r. 11,11 á klst., íkr. 508 á viku eða kr. 2200,00 á mánuði, skal greiða fulla vísitölu-uppbót (153 stig). Á þann hluta grunn- kaups, sem umfram kann að vera, greiðist sama vísitöluálag og áður (123 stig). Orlof verði 15 virkir dagar, eða 5% af kaupi. Samningurinn gildir til 1. júní n.fc., en framlengist þá um sex mánuði, hafi honum ekki verið sagt upp með mánaðar fyrirvara. Þessi samningur verður að kall- ast stórsigur fyrir 'íslenzkt verka- fólk. Það hefur með honum knúið valdhafana inn á nýjar brautir, sem vísar þjóðinni fram á vsg í stað öryggisleysis. Þessi sigur hef ur ekki unnizt án fórna af hálfu verkfallsmanna, en allt um það var sigurinn þeirra. Góður málstaður hlýtur alltaf að sigra. Og nú heldur íslenzkur verkalýður jól við lækkaða dýrtíð og aukinn kaupmátt launa sinna. En framundan er barátta al- þýðunnar fyrir betra og réttlát- ara þjóðflélagi. Þjóðfélagi, þar sem hvorki ríkir fátækt eða neyð, og allir geta veitt sér brýnustu lífsnauðsynjar frá vöggu til graf- ar. Látum boðskap jólanna og fagnaðarerindi kristindómsins vera okkur þar leiðarv'ísir, þá mun þjóðunum vel vegna. GLEÐILEG JÓL! pteðitepia jóla y

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.