Einherji


Einherji - 10.04.1979, Blaðsíða 8

Einherji - 10.04.1979, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Þriðjudaginn 10. apríl 1979 Eina óskin — Síðasta Óskin framhald afsíðu 10 En nú gerðust skrítnir hlutir, forystumaður Alþýðuflokksins vildi enga kröfu gera til þessa nefndarsætis, og ekki styðja til- lögu um stuðning við sinn eigin mann. Hér dagaði nátttröllið í Al- þýðuflokknum uppi eins og oft áður við fætur húsbænda sinna, og kom þannig í veg fyrir að Alþýðuflokkur ætti tvo fulltrúa í veitunefnd. Ekki mun hér vera um fyrsta skipti að ræða, þar sem Jóhanni Möller virðist vart sjálfrátt í viðskiptum kommúnista, því í upphafi síðasta kjörtímabils þurfti Sigurjón Sæmundsson, Rafveitumál í Siglu- firði framhald af forsíðu. Rafveita Siglufjarðar er þriðja elsta almennings rafveit- an á landinu, stofnsett 18. des. 1913. Síðan hefir starfsemi hennar verið aukin og endur- bætt af bæjarstjórn, eins og þarfir hafa verið á hverjum tima og ætíð við erfið skilyrði. Stærsta átakið í orkuöflun var gert árið 1945, þegar Skeið- fossvirkjun var byggð, hún var síðan stækkuð 1953 í 3.2 M.W. Skeiðfossvirkjun var stækkuð með virkjun við Þverá árið 1976 um 1.7 M.W. og er nú 4.9 M.W. Árið 1955 voru Fljótin rafvædd ög tengd virkjuninni og árið 1956 var Ólafsfjörður tengdur með línu yfir Láheiði. Þannig er orkusvæðið nú, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Fljót og utanverð Sléttuhlíð í Skagafirði. Á þessu svæði búa nú samtals um 3.500 manns. Rafveita Siglufjarðar naut Síldarverksmiðju ríkisins og síldarverksmiðju bæjarins, Rauðku, um varaafl framan af árum, en þegar síldin hvarf og mikilvægi raforkunnar vegna heimilisnotkunar og vaxandi iðnaðar jókst byggði rafveitan sína varastöð. Keypt var notuð 1.000 K.W. vél frá Bretlandi og sett upp í gömlu rafstöðina við Hvann- eyrará árið 1966. Tveim árum seinna var keypt notuð 500 K.W. vél og með því afli ásamt þeim vélum sem enn eru eftir hjá S.R. var þokkalega séð fyrir varaafli á orkuveitusvæðinu. Þetta varaafl nýttist að sjálf- sögðu einnig fyrir notendur Rafmagnsveitna ríkisins, á orkuveitusvæðinu, þ.e. Ólafs- firðinga og Skagfirðinga í slæmum vatnsárum Skeiðsfoss- virkjunnar. Þannig kom það í hlut Sigl- firðinga að leysa þetta félags- lega verkefni fyrir nágranna sína, þ.e. útvega þeim raforku og byggja upp varaafl. Dreifi- línur voru lagðar af Rarik og sveitarafvæðing greidd af fjár- lögum hvers árs. Orkuveitusvæði rafveitunnar er um norðanverðan Trölla- skaga, sem landfræðilega er fyllilega sambærilegur við Vestfirði og Austfirði. IV. Niðurstöður: Til þess að rekstur Rafveitu Siglufjarðar komist í eðlilegí horf, þarf að létta lánabyrði af fyrirtækinu vegna stækkunar Skeiðfossvirkjunar og endur- greiða verðjöfnunargjald. 4.1. í fyllsta máta er óeðlilegt að meta ekki, hvað Rarik hefur verið sparað með rekstri Skeiðsfossvirkjunar og vara- stöðvar í Siglufirði frá árinu 1956. bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins að fara út í hart við Jóhann út af því, að Jóhann heimtaði að Al- þýðuflokkur gæfi eftir bæjar- ráðssæti í síðasta meirihluta til AlþýðubandaL og Framsókn- arflokkurinn rafveitunefndar- sæti til sömu aðila. Rök Sigurjóns þá voru þau, að ef Alþýðuflokksfólk óskaði eftir fulltrúum úr Alþýðu- bandalagi í nefndir, þá myndi það kjósa Alþýðubandalagið, en ekki Alþýðuflokkinn. Nú virðist enginn hafa verið til þess að benda á þessa hluti, og því komið sem komið er. Síðasta ósk bæjarfulltrúa Al- þýðuflokks við kosningu þess- ara nefnda, var því ekki Al- þýðuflokksmenn í stjórn heldur Alþýðubandalagsmenn í stjórn. Samningur um þessa orku- sölu hefur ekki verið í gildi síð- an árið 1969. Uppgjör á þessum sparnaði Rarik gæti hugsanlega farið fram annaðhvort með niður- fellingu eða endurgreiðslu verðjöfnunargjalds eða á hug- myndum um tvískiptingu þátta raforkudreifingarinnar, þ.e. í þann sem ber sig og hinn fé- lagslega sem menn eru sam- mála um, að ríkið eigi að kosta. 4.2. Þegar lán voru veitt til stækkunar Skeiðsfossvirkjunar 1974-1976 voru lánin veitt til 5 eða 15 ára. Ljóst er að slíkur lánstími er alltof stuttur. Lánin eru gengistryggð og eitt vísitölubundið og er það að öllum líkindum eina vísitölu- bundna lánið í landinu, sem veitt hefur verið í vatnsafls- virkjun. Þessum lánum þarf að breyta til lengri tíma og fella af vísitöluákvæðin, þannig að raf- veitan sitji ekki við afarkosti í þessu tilviki miðað við sam- bærileg raforkuver. Siglufirði, 8. desember 1978 Sverrir Sveinsson Rafveitustjóri Brunabótaiðgj. framhald afsíðu 3. Tilboð í>ta. lðgj.taxti Iðgj.m/sölusk Brunabóta 0,755 0/00J kr. 19.890,00 fél. fsl. Samvinnu Q620 0/001 kr. 16.333,00 tr. Mismunurkr. 3.557,00 Dæmi III. Brunabótamat efri hæðar Háveg 34, sem er steinhús, er með áætlaðri byggingavísitölu kr. 15.808,000,- Tilboð Iðgj. taxti Iðgj.m/sölusk. Brunabótar 0272 0/00) kr. 5.158.00 fé. fsl. Samvinnu 0.260 0/00 kr. 4.932.00 tr ---------- M ismunur kr. 226,00 Iðgjaldamismunur þessara þriggja Mótmœli Bœjarstjórn- ar Siglufj. vegna —- framhald af síðu 2. ur veiðitakmarkanir á togarana allt í kring um landið, veitir hann 35-40 loðnuskipum heimild til þorskveiða, án nokkurra takmarka, beint i hrygningarfiskinn. Hér verður því landsbyggðin, bæði sveitarfélög, útgerðaraðil- ar og verkalýðfélög að taka strax í taumana, því hver veit hvað allur þessi floti getur rifið upp af fiski á vertíðinni, ef .engin takmörk eru sett. Þá hlýtur að skjóta upp í huga fólks, hvað gerist ef búið er að veiða 280-290 þúsund tonna hámarkið 1. okt., verða þá allir togararnir stöðvaðir til áramóta, eða hvað. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins fluttu því eftirfarandi tillögu á bæjarstjómarfundi 28. marz. Raddir lesenda ____________framhald af síðu 9. 2. Ráðning tækniteiknara var allt annað mál, og ekki ætlun þessa blaðs að gera þá ráðningu að umræðuefni, en vegna þess- arar greinar þykir vart komist hjá því. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér, var öll framkvæmd þessarar ráðningu ólögleg. 1 fyrsta lagi var aldrei sótt um heimild bæjarstjórnarinnar til að búa til þetta starf. í öðru lagi er bannað að ráða í opinberar stöður án undangenginnar auglýsingu, en starfið var aldrei auglýst laust, eins og vera ber, samkvæmt lögum. í þriðja lagi var búið að ráða þennan starfs- mann af bæjarráði, án heimild- ar á bæjarráðsfundi 19. júlí, en kom ekki fyrir bæjarstjórn fyrr en 14. september. Á þeim bæjarstjórnarfundi gagnríndi Bogi Sigurbjörnsson harðlega alla meðferð þessa máls, og taldi lágmarkskröfu að fara að lögum, þótt mikið lægi við að koma ár sinni fyrir borð. Nú er viðkomandi starfs- maður í fæðingarorlofi og mun kjaranefnd eiga eftir að skera úr um greiðsluskyldu bæjarstjóðs í orlofinu, sem eru laun í þrjá mánuði eða ca kr. 750.000.- 3. Varðandi ráðningu tölvurit- ara, sem ákveðin var 19. októ- ber, þá var ekki margt að velja. húseigenda verður því kr. 6.605,- Hver skyldi mismunur hjá öllum húseigendum verða, og hvert eiga bæjaroúar gð sækja þennan mis- mun? Auglýsing um fyrir- framgreiðslu þinggjalda í Siglufjarðarkaupstað 1979 Skattgreióendur eru hér með minntir á, að 3. gjalddagi fyrirframgreiðslu þinggjalda 1979 er 1. apríl n.k. Sé skattgreiðsla eigi innt af hendi innan mánaðar frá gjalddaga, ber að greiða dráttar- vexti, 3% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem greiðsla dregst. Vangreiðsla að hluta veldur því, að skattar gjaldandans 1979 falla í eindaga 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 26. marz 1979 Elías I. Elíasson „Bæjarstjórn Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri furðulegu ákvörðun sjávarút- vegsráðherra, að veita 35-40 loðnuskipum leyfi til þorsk- veiða með netum, en banna togurum veiðar í allt að 3 mán- uði, þannig að þorskur megi ekki vera meiri en 15% af heildarafla í veiðiferð. Á Norðurlandi hlýtur þetta að leiða til stórfellds atvinnu- leysis, meðal fiskvinnslufólks og tekjurýrnun fyrir sjómenn, og viðkomandi sveitarfélög, enda sennilegt að þetta leiði til þess, að frystihúsunum verði lokað um lengri eða skemmri tíma. Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkir því að skora á hátt- virtan sjávarútvegsráðherra að hann láti veiðitakmarkanir, er kunna að vera gerðar á þorsk- veiðum, ná hlutfallslega jafnt til allra landshluta, en láta þær ekki koma niður á verkafólki og sjómönnum í stórfelldu at- því ekkert virtist hafa gerst á árinu 1978 hjá þessum ágætu nýju stjórnendum, og allt að fara í hnút, vegna starfsleysis, en tekið var fram að um laus- ráðningu væri aðeins að ræða, og þurfti því ekki samþykki bæjarstjórnar við. 4. Varla er það ætlun nokkurs bæjarfulltrúa að reka barna- dagheimili án forstöðukonu, en þegar hálfu starfi forstöðukonu var breytt i heilt starf, hefði átt að sparast annars staðar hálft á móti, en því fer víðsfjarri. Samkvæmt upplýsingum um reksturinn í janúar, sem blaðið aflaði sér, má gera ráð fyrir að bæjarsjóður þurfi að greiða ca. kr. 35 miljónir með rekstri heimilisins á árinu 1979. 5. Ráðning innheimtumanns og bókara er staðreynd, en ekki er rétt að búið sé að ráða í heimil- isaðstoðarstarfið, en búið er að semja reglugerð um það starf, svo sú ráðning hlýtur að liggja fyrir. Að lokum skal upplýst að einhvers staðar eru til áætlanir um skipulagsstjórastarf, og hugmyndir um viðbótarskrif- stofumann á bæjarskrifstofu, svo og mun vera fyrirliggjandi beiðni um viðbótarstarfskraft (sérfr. þjónustu) á barnadag- heimilinu. Lokaorð blaðsins vegna þessarar upptalningu verða því, hvar enda þessi ósköp. vinnuleysi á Siglufirði og öðr- um sambærilegum stöðum á Norðurlandi. Þeir bæjarfulltrúar sem tjáðu sig um tillöguna töldu sig vera mjög fylgjandi henni, en þar sem sumir höfði ekki séð reglu- gerðina, óskaði forseti sam- komulags um að vísa tillögunni til bæjarráðs og flutti svofellda tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu Boga Sigurbjömssonar og Skúla Jónassonar um fiskveiðibann til bæjarráðs. Tillagan verði síðan afgreidd með því að fundargerða-bók bæjarstjórnar verði borin til bæjarfulltrúa. Jóhann Möller Flutningsmenn tillögunnar töldu sig geta fallist á þessa málsmeðferð, ef bætt yrði við tillöguna „innan viku“ sem samþykkt var. Til bæjarstjóra Getur verið að fjármagn bæjarsjóðs sé svo til þurrðar gengið að sorphreinsun verði að sitja á hakanum, eða er hér einfaldlega um stjórnleysi að ræða. Frá mínu húsi hefur sorp verið hreinsað að meðaltali á 18 til 20 daga fresti, en mér skilst að reglugerð segi til um að sorp sé hreinsað vikulega. Ég vona að þessi orð mín séu bæjarstjóra og heilbrigðisnefnd næg hvatning til þess að sjá svo um að reglugerðinni verði hér eftir framfylgt. Húsmóðir við Hverfisgötuna Til bæjarverkstjóra Vegna nokkurrar umræðu hjá bænum um fjölda útivinn- andi starfsmanna hjá bænum, þá langar mig til þess að beina nokkrum spruningum til bæj- arverkstjóra. 1. Er það rétt að útivinnandi bæjarstarfsmenn séu á bilinu 20 til 25? 2. Sé svo, við hvað starfa þessir menn frá k. 7.00-16.00 fimm daga vikunnar? 3. Er ráðning útivinnandi starfsmanna metin út frá verk- efnaþörf og verkefnagetu mið- að við árstíma? 4. Væri hugsanlegt að komast af með færri útivinnandi starfs- menn yfir vetrarmánuðina? Útsvarsgreiðandi. Lögtaksúrskurður í fógetarétti Siglufjarðar, var þann 12. janúar 1979, kveðinn upp svohljóðandi lögtaksúr- skurður: „Lögtök til tryggingar ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum álögðum í Siglufjarðar- kaupstað 1978, auk dráttarvaxta og kostnaðar við lögtökin og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarð- ar.“ Þetta tilkynnist hér með. Siglufirði, 15. janúar 1979 Bæjargjaldkerinn Siglufirði

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.