Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						40   LAUCARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004
'*,
V" iðkvæmar upplýsing-
ar eiga ekkert erindi í
fjölmiðla, í hendurnar
á einhverjum blaða-
mannaskrfl sem hugs-
ar um það eitt að af-
skræma sannleikann og snua út úr
upplýsingum í þeirri von að það
komi sér illa fyrir einhvern.
Þar með var forsætisráðherra
kominn að sínu uppáhaldsumræðu-
efni sem var óbeit hans á fjölmiðl-
um."
Forsætisráðherra íslands er
kunnuglegur í Dauðans óvissa tíma,
nýrri bók Þráins Bertelssonar. Höf-
undur er ekki sammála þessari per-
sónu sinni, í það minnsta leggur
hann spilin á borðið í þessu viðtali
og með bók sinni kallar hann ákaft
eftir umræðu. Dauðans óvissi tími er
í senn hárbeitt þjóðfélagsrýni og
glæpasaga. Og sjá, þessu tvennu
tekst Þránni að flétta saman með
glæsilegum hætti í eldfimri bók
Þráinn hefur unnið að bókinni í
rúmt ár og hófst sú vinna strax eftir
að hann hafði sent frá sér Einhvers
konar ég í fyrra, bók sem hlaut afar
góðar viðtökur. „Þá var þetta það
sem leitaði mest á hugann. Svo fór ég
að skrifa hana strax eftir áramótin.
Ég fór út, var í Prag í þrjá mánuði og
skrifaði lungann úr henni. Svo
kláraði ég hana á Heilsuhælinu í
Hveragerði. Kláraði reyndar hina þar
líka."
Heilsuhælið kemur við sögu í
bókinni, Þráinn taldi rétt að kippa
því inn þó í litíu sé.
Bók um hefnd
Aðalviðfangsefhi Dauðans óvissa
tíma er saga Haraldar Rúrikssonar.
Og það fara víst fáir í grafgötur með
að þar er að verulegu leyti stuðst við
feril Björgólfs Guðmundssonar. Har-
aldur fer á hausinn með sitt skipafé-
lag, fer í fangelsi, þaðan í austurveg
og auðgast verulega á sölu áfengis í
Rússlandi, kemur heim og kaupir
Gufuskipafélagið og Þjóðarbankann.
""" Samhliða er svo sögð saga tveggja
fóstbræðra, ógæfumannanna Þor-
geirs og Þormóðs - nafna félaganna
úr Fóstbræðrasögu og svo Gerplu
Halldórs Laxness.
„Nú er alltaf verið að tala um
gullöldina, íslendingasögurnar og ég
velti því fyrir mér að gamni mínu:
Hvernig væri ef íslendingasagnahöf-
undur risi úr gröf sinni og tæki til
starfa nú á tímum? Hvernig sögu
myndi hann rita? Það yrði íslend-
ingasaga úr samtímanum. Ég reyndi
ekki að apa upp ritstílinn heldur
nálgun og söguefni. Grundvallar-
' £ þema bókarinnar er hefnd. Hvernig
menn gera upp sakir. Mig langaði til
að skoða það frá fleiri hliðum og á
fleiri stöðum en þar sem Haraldur
Rúriksson dvelur. Hann kemur úr
einu lagi þjóðfélagsins en þeir,
svarabræðurnir Þorgeir og Þormóð-
ur, úr hinum endanum. Víða liggja
þó vegamót og leiðir þessara aðila
skerast á ákveðnum punkti. Mér
fannst allir þessir aðilar rúmast af-
skaplega vel £ þessari bók. Gerir hana
víðari og stærri. Þessar tvær fléttur
eiga sér samsvörun í hefhdinni. Þeir
svarabræður, kannski eru þeir að
hefha sín án þess að gera sér grein
fyrir því? Á einhverju samfélagi sem
hefur eiginlega aldrei tekið þá í sátt."
Á ekki höfundarrétt á
Björgólfi
Ekki mun fara fram hjá nokkrum
manni að Dauðans óvissi tími er það
sem heitir lykilróman - stuðst er við
>¦ namtogaðar persónur og feril þeirra.
Víst er að bókin mun vekja mikla at-
hygli.
En aí hverju ekki að ganga alla
leið með þá samtímamenn sem
stuöst er við varðandi nöfnin, lúct og
með Þorgeir og Þormóð þar sem vís-
að er ífslendingasögur?
„Ég er að undirstrika þau tengsl
með nömunum Þorgeir og Þormóð-
ur. Þeir eru horfnir undir græna torfu
fyrir mörgum öldum og eru þáttur í
þjóðar- og bókmenntasögunni. Lög-
fræðilega eru þeir „public domain".
Það hvílir enginn höfundarréttur á
þeim. Ég hefur veiðileyfi á að vísa á
þá og nöfhin kannski notuð til að
minna á þessa félaga sem og að sag-
an endurtekur sig. Ef svona menn
** væru til í dag, hvað væru þeir þá að
gera? En ég er ekki í sögunni að gera
neina tilraun til að endurskapa
akkúrat þá Þorgeir Hávarsson og
Þormóð Kolbrúnarskáld. Þegar hins
vegar kemur að nútímanum er aug-
ljóst mál að ég er að fjalla um atburði
sem orðið hafa og margir þekkja. Ég
er að leggja út af þeim. Þessir atburð-
ir eru í almannaeigu. Hins vegar eru
persónurnar það ekki. Ég á engan
rétt á því að taka aðila eins og
Björgólf Guðmundsson og læsa
hann inni í skáldsögu eftir mig. Ég
læt það því eiga sig og skapa geranda
sem ekki tengist Björgólfi. Björgólfur
er ekki í minni bók."
Væntanlega munu margir verða
til að mótmæla þeirri staðhæfingu.
er ekki svo?
„Hver lítur sínum augum silfrið.
Menn verða bara að ákveða það hver
fyrir sig þegar þeir lesa bókina.
Hvern þeir telja sig þekkja á síðum
bókarinnar."
Lögf ræðingur les bókina yf ir
Útgefandi bókarinnar brá á það
ráð, fljótlega eftir að honum barst
handrit Þráins í hendur, að leita til
Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns.
Ragnar las það yfir með tilliti til þess
hvort þarna væru efni til lögsóknar á
hendur    útgefanda    og   höfundi.
Þessir atburðir eru í
almannaeigu. Hins
vegar eru persónurn-
arþað ekki. Ég á eng-
an rétt á því að taka
aðila eins og Björgólf
Guðmundsson og
læsa hann inni í
skáldsögu eftir mig.
Stjörnulögmaðurinn gerði engar til-
lögur að breytingum.
„Þetta kemur ekki við mig. Hann
Jóhann Páll, útgefandinn minn sem
mér lyndir afskaplega vel við, spurði
mig hvort ekki væri í lagi að hann léti
lögmenn lesa þetta yfir. Og fyrir alla
muni af minni hálfu. Algerlega sárs-
aukalaust. Ég skil það mæta vel að
menn vilji hafa vaðið fyrir neðan sig.
Svo lauk þessum lögfræðilestri at-
hugasemdalaust. Ef hefðu komið at-
hugasemdir hefði ég með ljúfu geði
reynt að taka nótis af því. Sjálfsagt að
fara að landslögum. Ég vildi að sem
flestir gerðu það."
En þó ekki sé nema bara fyrir
þetta eitt, að menn töldu ástæðu til
að kalla Ragnar að bókinni hlýtur að
fela í sér það að Dauðans óvissi tími
mun koma við mann og annan. Þrá-
inn tekur ekki fyrir það nema síður
sé.
„Auðvitað vonast ég til þess að
fóiki finnist sér koma þessi bók við.
Ég sé engan tilgang í að eyða dýr-
mætum tíma í að skrifa bækur sem
koma fólki ekki við. Ég er í þessari
bók að fjalla um hluti sem mér finnst
stórmerkilegir. Kannski einhverja
mestu umbrotatíma síðan á Sturl-
ungaöld, einkavæðinguna og sala
bankanna er kannski gimsteinninn í
þeirri krúnu. Auðvitað vona ég að
fólki finnist þetta merkilegt. Það sem
mér finnst athyglisvert er hversu
þessir stóratburðir gengu yfir þegj-
andi og hljóðalaust eða hljóðalítið í
það minnsta. Það vissi eiginlega eng-
inn á sig veðrið fyrr en þetta var allt
saman afstaðið. Og þegar menn voru
rétt að ná andanum eftir að bankar,
sem voru seldir á 12 skitna milljarða,
var farið að meta þá á 60 til 70 millj-
arða og þaðan af meira. Heilög
skylda mín er að skrifa bækur um
eitthvað sem ég tel að fólki komi
við."
Einkavinavæðing og spilling
Að þessum orðum sögðum liggur
fyrir að Þráinn ætíar þessari bók að
vera þjóðfélagsádeila. Og þó...
„Adeila er eitthvað svo lúið og
snjáð hugtak. Ég er að skoða
ákveðna tíma, ákveðið tímabil, með
mínum augum. Ég velti upp kannski
nýjum flötum, nýjum möguleikum
sem ég tel að fólk hafi gaman að velta
fyrir sér. Og hafi jafnvel eitthvert
gagn af. Ég er rithöfundur en ekki
stjómmálamaður og mitt hlutverk er
að fjalla um þjóðfélagið og skemmta
þeim sem þar búa, glæða hugsun og
örva hana. En það er í verkahring
stjórnmálamanna að gera þjóðfélag-
ið betra og segja okkur hvernig þetta
á allt að vera."
Og það er allur gangur á því
hvemig stjórnmálamönnunum tekst
til að mati Þráins. Heldur þykir hon-
um dauðyflislegt í kringum pólitfk-
ina og vekur aftur máls á einkavina-
væðingunni.
„Hún ríður yfir þjóðina, fyrirtæki
eru brytjuð niður, fyrirtæki sem
þjóðin kom sér upp með samstöðu á
kreppu og fátæktarárum. Þau em
teflt á tæpasta vað en Þráinn kemst
upp með það.
„Gott að heyra. Þetta var það sem
mig langaði að gera. Ekkert þýðir að
skrifa þjóðfélagsrýni éf enginn les
hana. Þess vegna verður maður að
velja sér það bókmenntaform sem
virðist eiga auðveldast uppdráttar nú
um stundir. Sakamálasagan hefur á
síðustu árum og áratugum þróast út
úr því að maður finnst með hníf í
bakinu í betri stofunni á einhverju
sveitasetri. Og svo kemur einhver
stórgáfaður einkaspæjari og leiðir
líkum að því hver rak hnífinn í bak
líksins. Nú er vettvangur sakamála-
„Góð matreiðslubók hefur ótví-
rætt meira gildi en vond ljóðabók.
Góð glæpasaga er miklu merkilegri
en tílvistarkreppulýsing einhvers
innhverfs höfundar. Hin gamla bók-
menntaflokkun á ekki við á okkar
tíma. Það nægir að skipta bókum í
góðar og vondar.
Ég hugsa að margir séu sammála
þessu en kunna ekki við eða þori
jafnvel ekki að segja þetta upphátt."
Skoðankúgun og grasserandi
spilling
Og talandi um að tefla á tæpasta
vað, Þráinn er að fjalla um viðkvæm
Gífurleg skoðanakúgun er á þessu landi og sjálfsritskoðun sem senni-
lega er versta tegund ritskoðunar. Sumpart er þetta vegna spillingar í
viðskipta- og stjórnmálalífi landsins sem hefur viðgengist lengi.
seld svona af einhverjum aðilum og
fólk situr hvert í sínu horni og skilur
ósköp lítið í því sem er að gerast. Ég
hef ekki séð koma til neinar greiðslur
til mfn fyrir þann hluta sem ég átti í
þeim fyrirtækjum sem hafa verið
seld."
Glæpasagnahöfundar á
akrinum
Þráinn tekur áhættu, ekki bara að
vísa til þjóðþekktra einstaklinga með
persónum sínum og þeirra vafa-
sömu gjörða heldur er nokkur
áhætta í því fólgin að flétta saman
snarpri samfélagsrýni og svo krimma
- því Dauðans óvissi tími er kannski
glæpasaga fyrst og fremst. Þama er
sögunnar nákvæmlega þar sem mest
er um að vera í þjóðfélaginu. Þar eru
góðir höfundar að fjalla um sitt eigið
þjóðfélag, sinn samtíma og þau mál
sem brenna heitast á fólkinu; man-
sal, vændi, eiturlyf... þetta lestu ekki
í ljóðabókum eða bókum einhverra
fagurkera sem hafa snúið baki við
viðbjóðslegri veröld og búa í fíla-
beinsturni. Glæpasagnahöfundamir
em verkamennirnir á akrinum
núna."
Merkja má breytingar á viðhorfi
manna til bókmennta þótt þær við-
horfsbreytingar fari ekki hátt. En á
þeim póst-póstmódemísku tímum
sem við lifum em allar bókmennta-
greinar jafn gildar.
mál í bók sinni. Hann áttar sig ekki á
því hvort fylgja muni afleiðingar eða
ónot til dæmis þeirra sem við sögu
koma.
„Vel má vera að ég verði fyrir ein-
hvers konar óþægindum. Þama f
bókinni er fjallað um stóra hags-
muni, og þar sem em stórir hags-
munir er stígið þungt til jarðar. Ég
veit ekkert um það hvort einhverjum
einhvers staðar þyki ég hafa verið að
kássast upp á annarra mannajússur.
Það verður þá svo að vera. Eg leiði
fram líf mitt í þeirri trú að við búum
við öryggi, að hér hafi maður frelsi og
öryggi til að tjá skoðanir sínar. í lönd-
um sem við eigum í samskiptum við,
þáverandi   forsætisráðherra   fór   í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64