Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR2005
Fréttir DV
Kamerúnsk
kona með
falskan passa
Landamæralögreglan á
Keflavíkurflugvelli handtók
í fyrradag tæplega þrítuga
konu frá Kamerún þar sem
hún reyndi að komast frá
Stokkhólmi til Bandaríkj-
anna á fölsuðu vegabréfi.
Við rannsókn kom í Ijós að
vegabréfið var í eigu
franskrar konu sem var
nokkuð sviplík þeirri frá
Kamerún. Hún var ein á
ferð og verður leidd fyrir
dómara í dag þar sem
Eyjólfur Kristjánsson full-
trúi sýslumanns vonast til
að verða búinn að gefa út
ákæru á hana.
Gjald fyrir
enga þjónustu
Raimund
Bernhard
Brockmeyer-
Urbschat á
Litla-Búrfellií
Svínavatns-
hreppi fær felld
niður sorp-
hirðugjöld sem Blönduós-
bær lagði á hann vegna
íbúðar hans að Hnjúka-
byggð 4 á Blönduósi. Úr-
skurðarnefnd um hollustu-
vernd og mengunarvarnir
tók undir það sjónarmið
Brockmeyer-Urbschats að
þar sem enginn hefði búið í
íbúðinni hefði sveitarfélag-
ið ekki haft kostnað af
sorphirðu þar og hefði enga
heimild til að rukka fyrir
þjónustu sem ekki hefði
verið veitt.
Dæma móður
á Hagamel
HildurÁrdís
Sigurðardóttir
mun í dag hlýða
á dómsupp-
kvaðningu í máli
gegn henni fyrir
manndráp. Hild-
ur hefur viður-
kennt að hafa
stungið 11 ára
gamla dóttur sína með
hnífi í byrjun maí í fyrra.
Sonur Hildar fékk einnig
áverka en komst undan og
náði að láta vita af sér.
Systir hans var látin þegar
lögregla kom á vettvang.
Hildur sem á við geðræn
vandamál að stríða hefur
dvalist á réttargeðdeildinni
að Sogni frá því stuttu eftir
að atburðurinn varð. Dóttir
konunnar hefði orðið 12
ára í lok desember.
DV hefur undir höndum listann fræga sem hefur að geyma nöfn fjörutíu kvenna
sem flestum að óvörum skráðu sig í kvenfélag Framsóknar, Freyju, i Kópavogi
síðastliðinn fimmtudag. Meirihluti þeirra sem á listanum eru tengjast annað hvort
Árna og Páli Magnússonum eða samherjum þeirra fjölskylduböndum.
Ættarmót Magnússona
og vina á Freyjufundi
Fundurinn umdeildi er sem olíuskvetta á bál átaka innan
Framsóknarflokksins. Lítið félag kvenna í Kópavoginum varð
miðpunktur deilnanna þegar eiginkonur Árna Magnússonar
félagsmálaráðherra  og Páls  Magnússonar,  aðstoðarmanns
iðnaðarráðherra, mættu óvænt
félaga sem kusu nýja stjórn.
Siv Friðleifsdóttir lýsti fundinum
með eftirfarandi orðum: „Hann var
merkilegur fyrir þær sakir að í upp-
hafi fundar var borin fram tillaga um
43 konur til skráningar í félagið sem
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona
Páls Magnússonar aðstoðarmanns
iðnaðarráðherra, hafði komið með á
lista á flokksskrifstofuna um miðjan
dag í dag, sama dag og aðalfundur er
haldinn."
Bræður oq systur upp á
dekk
DV komst yfir listann
sem að sögn heimild-
armanna hefur gengið
milli    framsóknar-
manna  á  netinu  í
nokkra daga. Búið er
að merkja inn tengsl
nýju félaganna við þá
bræður Árna og Pál
auk yfirlýstra samherja
þeirra. Raunar er það
fullyrt í tölvupóstinum að
24 af 43 konum á listan
um séu nátengdar
bræðrun-
til fundarins með hóp nýrra
eða nánustu samherjum þeirra.
Þannig má sjá nöfn eiginkvenna
beggja bræðranna, systur þeirra,
dóttur Árna, nöfn tveggja mágkvenna
Árna lflct og eiginkonu, mágkonu,
tveggja systra og móður Sigurjóns
Þórssonar, aðstoðarmanns Árna
Magnússonar. Ennfremur eru á
listanum þrjár systurdætur Eddu
Hákonardóttur, eiginkonu Áma, líkt
og nafh systur Eddu.
Þrettán af rúmlega fjörutíu á list-
anum eru þannig annað hvort
tengd  bræðrunum  fjöl-
skylduböndum eða að-
stoðarmanni Árna, Sig-
urjóni Þórssyni.
Kjördæmi
Arna að
færast í
J Kópa-
vog?
Fleiri
nöfn  vekja
athygli á list-
anum, og þá
ekki  síst
tenging þeirra við samherja Árna og
Páls. Þannig fer mikið fyrir konum
tengdum fráfarandi formanni ungra
framsóknarmanna í Kópavogi og
fyrrum einkabflstjóra Finns Ingólfs-
sonar, Einars Kristjáns Jónssonar.
En nafn móður Einars er þar lflct og
sambýliskonu hans og tveggja
kvenna sem sagðar eru vinkonur
hennar. Einar Kristján er ennfremur
bróðir Guðjóns Olafs Jónssonar,
lögmanns og varaþingmanns Árna
Magnússonar félagsmálaráðherra.
Einnig eru á listanum nöfh Sigur-
bjargar Vilmundardóttur, bæjarfull-
trúa í Kópavogi, og tveggja kvenna
sem fullyrt er að tengist henni fjöl-
skylduböndum. Sigurbjörg mun
standa nær Páli Magnússyni í
meintri sókn hans í sæti oddvita
Framsóknar í Kópavogi en Hansínu
Ástu Björgvinsdóttur, núverandi
bæjarstjóra.
Ennfremur vekur athygli að á list-
anum eru tvær konur sem sagðar
eru nátengdar Gesti Kr.
Gestssyni,     stjórnar-
manni í Framsóknar-
félaginu í kjördæmi
Árna sem og tvær
aðrar  konur  sem
sagðar  eru  ná-
tengdar   Þorláki
Bjömssyni, for-
manni   í
sama fé-
lagi.
Gegn Siv
Framsóknarmenn sem DV ræddi
við töldu einsýnt að með þessum
gjörningi bræðranna væri formlega
hafin sókn beggja bræðra til frekari
frama innan flokksins. Þannig telja
margir að Árni sé með áhlaupinu á
kvenfélagið að styrkja stöðu sína
gagnvart Siv Friðleifsdóttur í von um
þingsæti hennar og að Páll sé hægt
en örugglega að plægja jarðveginn
fyrir frama innan bæjarstjórnar-
flokksins í Kópavogi.
Sem dæmi má taka að Guðjón
Ólafur Jónsson, sem sagður er ná-
tengdur að minnsta kosti tveimur
kvennanna á listanum, hefur verið
duglegur við að bakka upp tríó Hall-
dórs, eins og Árni, Páll og Björn Ingi
Hrafnsson hafa verið nefndir, en
Guðjón Ólafur vakti
óskipta athygli
þegar hann lýsti
því yfir ári áður
en Siv Friðleifs-
dóttir vék úr rflc-
isstjórn að hún
ætti að fara frem-
ur en til dæmis
Árni.
helgl@dv.is
vakti
li  ^^^^.
IEiga góða að Fullyrt er að með smölun ætt-
ingja, vma og kunningja ístjórn framsóknar-
kvennafélagsins Freyju vaki fyrir bræðrunum
Arna og Páli Magnússonum að styrkja stöðu
slna enn frekarinnan flokksins
IReddaði nokkrum Sigurjón
Þórsson, aðstoðarmaður félags-
málaráðherra, reddaðifimm kon-
um (Freyjufélagið fyrirsinn mann
Reddaði líka Guöjón Úlafur
Jónsson, varamaðurÁrna. Full-
yrt er að þrjár kvennanna á
listanum tengist honum eða
bróðurhans Einari Kristjáni.
Félagsverur á sveimi
Það mætti halda að úrvalið af
skemmtilegum innihobbíum hér á
höfuðborgarsvæðinu væri minna en
ekki neitt. Séu einhvers staðar opn-
aðar dyr í vetrarhlákunni fyllast salir
undir eins af fólki. Þannig er það í
Kópavogi.
Nú er Svarthöfði sjálfur ekki í
neinu sérstöku félagi eftir því sem
hann best veit. Margt annað fólk
unir sér aftur á móti hvergi betur en
í félagi. Að vera í sambandi við ann-
að fólk er því lífsnauðsyn, eins og
eitt skáldið benti á. Og það er félags-
hyggjumaður eins og afi sinn.
Málið er nefnilega það að áhugi
fyrir félögum virðist ganga í erfðir.
Jafnvel í mægðir. Þannig er það alla-
vega í Kópavogi.
Á meðan Svarthöfði eyðir tíman-
um út í bláinn í heimahúsi í Bústaða-
hverfinu fara félagsverurnar á kreik
hinum megin í Fossvogsdalnum. Þar
er aðsókn svo mikil á fundum að
skipta þarf liðinu niður í fylkingar
svo húsin springi ekki utan af því. Þar
eru til dæmis kvenfélög og félög fyrir
unga menn á uppleið. Jafnvel félög
fyrir framliðið fólk segja sumir.
ty
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað bara flnt," segir Hugi Halldórsson umsjónarmaður Jing Jang á Popp-
tiví.„Það er nóg að gera við að koma nýjum þætti afstað. Þetta er átta til mið-
nættis vinna og ég geri eiginlega ekkert nema þetta. Vinn bara og horfi á sjón-
varpið en stelst stundum í bíó með Auðunni Blöndal, félaga mínum til margra ára.
Við erum með okkar eigin bíóklúbb og reynum að sjá allt sem kemur."
Stundum verður aðsóknin svo
mikil að færri komast að en vilja. Þá
hætta þeir að mæta sem ekki vilja
troðast undir. Ekki bregst að þá tek-
ur að líða að því að það spyrjist út að
það séu laus sæti á félagsfundum í
Kópavogi. Þar sem eftirsóttustu fé-
lögin eru. Skiptir þá miklu að hæfir
meðlimir veljist í hvert rúm. Það er
ekkert gaman að vera í félagi með
fólki sem skilur mann ekki og er
bókstaflega úti á þekju.
Þannig gerist það að félögin í
Kópavogi fyllast smátt og smátt af
nýju af fólki sem er sammála og
líður vel saman.
í faðmi fjölskyldunnar.
Svarthöffi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32