Alþýðublaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 2
2 ' AEPÝÐOBliAÐIÐ Kosningarréttur unga fólksins og „Morgunblaðið^. Jarðarför sonar o’kkar, Ragnars Björgvins, fer fram miðviku- daginn 17. p. m. kL 1 e. h. og hefst með bæn á heimili Iians, Brúarhrauni 1. Hafnarfirði, 14. dez. 1930. Fyrir forgöngu jafnaðarmanna er nú komin á sú rýmkun kosn- ingarréttar, að ungt fólk, 21 árs og eldra, fær að kjósa við bæj- arstjórnar- og sveitastjórnar- kosningar. En þegar þetta er fengið, pá er líka opinn végur til pess, að unga fólkið fái einn- ig kosningarrétt við alpingiskosn- ingar. Þarf að vísu til pess stjórnarskrárbreytingu, en nú ber svo vel til, að eftir næsta þing fara fram almennar kosningar, og má pá bera slíka breytingu undir þjóðina, og er varla vafi á, að hún verður sampykt á næsta þingi á eftir, nema íhaLdið fái svo mikið fylgi, að pað geti hii nd ra ð ko sningarrétt a rbreyting- una. Þegar búáð er að vinna sLikum málum fylgi meðal pjóðarinnar og ekki er annað eftir en leggja smiðshöggið á verkið með form- iegri samþykt aipingis, pá er' í- haldiið vant að koma og eigna sér máLið. Þetta gerðu „Framsóknar"- menn fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur. Þeir eignuðu sér petta mál. Var þó ekki lengra en síðan á pingi 1928, að 2 af fremstu mönnum „Framsóknar“- fLokksins á pingi urðu til þess ásamt íhaldsmönnum að fella til- Lögu, er jafnaðarmenn fluttu um 21 árs kosnángarréttinn. Og nú jkemur i'halds-Mogginn sjálfur og víll (tiieinjka eér þetta mál. Svokallaði'r „ungir“(!) „istjálf- stæðásmenn“ voru að bera viur í þetta mál á fundi í félagi sínu „Heimdalli'1. Og komist málið fram á næsta þingi, þá á auð- vitaö að eigna þeim alia for- göngu málsáns og þakka þeim að málið komst fram. MorgunbLaðið er ákaflega á- nægt yfir hinura ungu „komrn- únjstum", sem gert hafa tilraun 6:1 þess að sprengja Alþýðuflokk- inn með því að stofna sérstakan íiokk. „Kommúnistarnir" eru í augum Mogga óeigingjarna fólkið, og foringjar þess eiga að vera færari til að stýra verkalýðnum í baráttu við aúðvaldið. Alt er þetta eðlilegt. „Kommúni'starnir" starfa í fullu samræmi við það, scm Moggi vill vera láta. Sé hægt að kljúfa verulegan hluta út úr Alþýðuflokknum, þá hefir íhaldið von um að komast að, völdum aftur. Það er því von til þess, að Mogginn „spanderi“ dálitlu hóli á þessa „óeigingjörnu" ungu menn, og skammi hina eldri, sem Lengi hafa staðið í baráttunni gegn íhaldi og auðvaldi. MorgunbLaðið telur það firru eina, að jafnaðarmennirnir, sem ekki vilji þola uppvöðslu „kom- múniiistanna", muni beita sér fyrir auknum kosningarrétti unga fólksins. MgbL. treystir því, að lesendur sínir séu í gleymnana lagi Því ekki eru mörg ár síðan Mgbl. gekk harðlega á móti kosningar- rétti unga fóLksins. Á alþingi 1921 og oft siðar hafa jafnaöarmenn flutt tillögur um nema »rétt væri að veita Magnús Jónsson fyrrum dósent, sem er eitt af keltubörnum í- haLdsins, réðist harðlega á móti þessum sjálfsögðu tillögum. Hug- Leiðiingar lvans voru eitthvað á þessa Leið: Fyrst var ég í vafa um nema rétt væri, að veita unga fólkinu kosningarrétt, en með vaxandi þroska og reynslu hefi ég komist að þeirri niður- stöðu, að málunum verði betur ráöið með 25 ára aldurstakmark- inu, heldur en ráðið myndi vera, ef aldurstakmarkið yrði fært nið- ur. Þetta er eins og menn sjá ósviikið íliaLdsjapl, en þessi skoð- un hefir til skamms tíma verið ráðandi í Ihaldsflokknum, og þessi skoðun þeirra mun verða 21 árs aldurstakmarki að falli, ef ihaldsmenn fá að ráða. En ef þeir geta ekki hindrað framgang málsins, þá eru þeir reiðubúnir til að eigna sér og þakka sér samþykt þess. Þetta er Moggi byrjaður að undirbúa. Og hann er svo hugulsamur að ætla einnig að gefa hinum nýju vin- um sínum, „kommúnistum", dá- Lítið af dýrðinni. dlþýiiisamtðki. Fjölmenr.ur útbreiðslufundur í Vestmannaeyjum i gær, í gær var haldinn útbreiðslu- fundur fyrir alþýðusamtökin í Vestmannaeyjum. Mættu á fund- inum um 500 manns. Af hálfu Alþýðuflokksins töluðu peir Guð- mundur Pétursson símritari úr Reykjavík og Þorsteinn Víglunds- sðn kennari. Af hálfu ihal-dsins töluðu Páll Kolka læknir, Georg Gíslason kaupmaður og Finnbogi Guömundsson. Sem „kommúnist- ar“ töluðu ísleifur Högnason, Jón Rafnsson og Guðjón Bene- diktsson. Fóm íhaldsræðumenn- irnir mjög halloka i umræðun- um á fundinum, enda virtist yí- irgnæfandi meiri hlutí fundar- manna fylgjandi stefnu Alþýðu- flokksins. I fundarlok var ákveð- ið að stofna félag ungra jafnað- armanna í morgun að aflokn- um félagsfundi í jafnaðannanna- félaginu „Þórshamri". Vöxtur og viðgangur Alþýðu- flokksins í Eyjum spáir góðu um það, að íhaldsríkið þar verði bráðlega í rústir lagt. Margrét Oddsdóttir. Þorleifur Jónsson. Tli heiimlisprfði á jólunum: Gólfteppi i ölium stærðum frá kr. 16,00-215. Gólfmottur, Gólf- renningar í stóru úrvali. Divanteppi frá kr. 9,50, (pluss frá kr. 48,00. Borðteppi frá 4,50. Borðdúkar í afarstóru úrvali. Rúmteppi frá 4,00. SiJkirúm- teppi mjög falleg. Jóiasaian er byrjuð , ÉP%. Braans-Verziisn. þarf að vera snotur og sígild, helzt svo að hún sé æ þvi verðmeiri er lengar líður frarr. Þessa kosti hefir bókin ICLANDIC LYRICS. Hún er einhver snotrasta bókin, sem út hefir komið á íslandi og i henní eru mörg af okkar ágætustu og sígildu kvæðum — á islenzku önnur síðan, en í enskri þýðingu hin — og markaður fyrir hana er svo víðtækur, en upplag lítið, að hún mun áreiðanlega stíga í verði er stundir liða fram. Engin tækifærisgjöf er betur valin til framandi vina, því með ljóðlistinni er kyntur einhverallra markverðasti þáttur í þjóðemisle gri menningu íslendinga að fornu og nýju. — Fæst hjá bóksölum í Reykjavík og hjá útgefandanum: ■ Þórhalls IS|arBi:is*syisi,i Sólvallagötu 31. Reykjavík. Pósthólf 1001. Gðiliiii Jólatré9 mjög heppilegar stærðir, frá meter upp í prjá metra. Alls konar pappírslengjur og krep-pappír ti.l skreytingar á gluggum og í heimahúsum. JóLa-innpakkningspappír, jólapakkakort og bönd, jólapolra-arkir, englahár, knallhettur, pappirs-hattar og -húfur, pappa-idiskar undir jólasælgæti, kertastjakar og kerti. Alls konar skreytingar á jólaborðið. BEéBBnsave&rzlesiniii „Gieym mér eiM, Bankastræti 4. Sfmi 330. JOL4GJAFIR. ESOBSUTOSKUB. KÁLSFESTAR. S8LKISLÆÐUR. S8LK8SJÖL o» m. Sl. KJÓL&KRAGAR. HATTÁVERZLDN MAJU ÓL4FSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.