Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18   ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 2006
Sport DV
Vináttulands-
leikirvið
Englendinga
íslenska kvennalandslið-
ið leikur vináttulandsleik
gegn Englandi 9. mars næst-
komandi og fer leikurinn
fram í nágrenni Lundúna.
Liðið leikur því tvo vináttu-
leiki í vor, gegn Englandi í
mars og gegn Hollandi í
aprfl. Stelpurnar eru að und-
irbúa sig fyrir næstu leiki í
undankeppni HM 2007 og
koma þessir leikir í stað Al-
garve-mótsins. Portúgalska
knattspymusambandið
samþykkti ekki þátttöku ís-
lenska liðsins í mótinu, þar
sem ísland og Portúgal eru
saman í riðli í undankeppni
HM 2007.
Mahoneykom-
intilHauka
Kvennalið Hauka hefur
fengið til sín bandaríska leik-
manninn Megan Mahoney
sem fyllir skarð það sem
KeKe Tardy ski I di eftir sig.
Tardy stökk á stærri samn-
ing við þýsku meistarana í
TSVWasserburg. Mahoney
lék í fjögur ár við góðan orð-
stír við Kansas State-háskól-
ann sem var í fremstu röð öll
árin. Mahoney sem er fjöl-
hæfur framherji var með
10,1 stig, 6,2 fráköst og 4,6
stoðsendingar að meðaltali í
129 leikjum í háskóla.
Tardymeð
8stigí
fyrsta leik
KeKeTardy.fyrr-
verandi leikmaður
Powerade-meistara
Hauka í kvennakörf-
unni, skoraði 8 stig
ogtók7fráköstá20
mínútum í sínum
fyrstaleikmeðTSV
Wasserburg í þýsku úrvaís
deildinni í körfubolta um
helgina. Tardy og nýju félag-
arnir hennar unnu yfir-
burðasigur á BC Wolfen-
buttel, 102-29, og eru áfram
með fjögurra stiga forustu á
toppi deildarinnar. Tardy
nýtti 4 af 11 skotum sínum
auk þess að gefa 2 stoðsend-
ingar og verja 1 skot.
Jökull semur
viðVíkinga
Jökull Elísarbetar-   *,» |
son, sem hefur alið      31 *
allan sinn feril hjá KR, L
samdi um helgina við ggt
nýliðaVíkingsí
Landsbankadeild
karla. Jökull hefur
leikið611eikfyrirKRí
efstu deild og varð ís- -•WHt
landsmeistari með KR 2002
og 2003. Jökull kemur frítt til
Víkinga en hann var án
samnings. Á heimsíðu Vfk-
inga er haft eftir Magnúsi
Gylfasyni þjálfara liðsins að
að hann æth' sér að nota
Jökul sem miðjumann en
hann hefur spilað sem bak-
vörður með KR.
Dregið var í 16-liða úrslit í ensku bikarkeppninni í gær þó enn eigi eftir að
knýja fram úrslit í nokkrum leikjum í 32-liða úrslitunum sem fóru fram um
helgina. Þrjú utandeildarlið eru enn með í pottinum þó það verði að teljast
ólíklegt að þau vinni sína leiki eftir að hafa náð jafntefli um helgina. Bikar-
meistarar Arsenal mæta Bolton á útivelli.
Engir stórleikir litu dagsins ljós þegar dregið var í 16-liða úrslit
um ensku bikarkeppninnar í gær. Bikarmeistarar Arsenal dróg
ust gegn Bolton á útivelli en liðin áttust einnig við í fjórðungs
úrslitum í fyrra.
Þeir leikir, sem lauk með jafn-
tefli um helgina þegar 32-liða úr-
slit fóru fram, verða endurteknir í
næstu viku á heimavelli þess liðs
sem lék á útivelli um helgina.
Þannig er ekki enn ljóst hvaða 16
lið komast áfram í fjórðu umferð
keppninnar en þrjú utandeildar-
lið fá tækifæri til að komast þang-
að með því að vinna andstæðing
sinn í næstu viku.
Frægastur var leikur utan-
deildarliðsins Burton Albion og
Manchester United sem lauk með
jafntefli á heimavelli fyrmefnda
liðsins. Nú fá leikmenn Burton
tækifæri til að spreyta sig á Old
Trafford sem hefur oft verið nefnt
leikvangur draumanna. Leikur-
inn verður einnig sýndur beint á
BBC sem þýðir að félagið fær að
minnsta kosti sem nemur 50
milljónum króna í sinn snúð fyrir
leikinn. En sigurvegari þess leiks
mætir svo Wolves.
„Við megum vera heppnir ef
við ætlum okkur á Molineux-leik-
vanginn (heimavöll Wolves) - en
við ætlum að gera okkar besta. Ef
við komumst alla leið þangað
verður það annar frábær leikur
fyrir okkur."
Nuneaton náði að knýja fram
jafntefli gegn Middlesbrough á
heimavelli sínum um helgina og
mæta þeim aftur í síðari viku.
Coventry verður andstæðingur
þess liðs sem vinnur þá viðureign
og þá mun annað hvort Barnsley
eða Walsall mæta Tamworth ef
liðið vinnur sigur á íslendingafé-
laginu Stoke City.
Nágrannafélag Stoke, Port
Vale, datt í lukkupottinn með því
að mæta öðru grannaliði, Aston
Villa. Félagið á nefnilega í mikl-
um fjárhagserfiðleikum og segir
Bill Bratt, stjómarmaður Port
Vale, að þó svo að félagið sé ekki
á barmi gjaldþrots hafi hann ekk-
ert á móti því að ná jafntefli í fyrri
leiknum og knýja fram aðra
viðureign. Sá leikur yrði sýndur í
sjónvarpi með tilheyrandi tekj-
um. „En ég er ekkert að hugsa um
svoleiðis - við ætlum að vinna
leikinn."
Leicester, félag Jóhannesar
Karls Guðjónssonar, mætir South-
ampton eftir að liðið vann góðan
^toTeTfarrvwortrrBarr^/waisaii
3-2 sigur á Tottenham um helg-
ina. Jóhannes Karl lagði upp tvö
mörk í leiknum, þar á meðal sigur-
markið.
Aðeins tveir leikir verða þar sem
eingöngu úrvalsdeildarUð koma
við sögu - það eru leikir Liverpool
og Portsmouth annars vegar og
West Ham og Blackburn hins veg-
ar. Það er þó ekki útséð með það
þar sem til að mynda Chelsea
mætir annað hvort Everton eða
Millwall í sinni viðureign.
Mark Xabi Alonso frá eigin vallarhelmingi gerði einn Breta að ríkum manni
Græddi 2,7 milljónir á lokamarki Liverpool gegn Luton
Spánverjinn Xabi Alonso skoraði
tvö mörk með miklum langskotum í
5-3 sigri Liverpool á Luton í ensku
bikarkeppninni um helgina. Seinna
markið skoraði hann af eigin vallar-
helmingi í uppbótartíma en mark-
vörður Luton hafði þá hætt sér fram
í hornspyrnu. Markið skoraði Xabi
lfklega af um 60 metra færi en fyrra
mark hans var af um miðjum vallar-
helmingi Luton og skoraði Alonso
því tvö mörk af samtals um 100
metra færi í þessum ótrúlega leik.
Það er ekki nóg með að seinna
mark hans hafi verið afar óvenjulegt
þá gerði það einn stuðningsmann-
inn sérstaklega ánægðan. Ekki
vegna þessi að markið gulltryggði
Liverpool áfram í næstu umferð eftir
að hafa lent 1-3 undir á útivelli held-
ur aðallega vegna þess að pyngja
hans þyngdist til mikilla muna.
42 ára stuðningsmaður Liver-
pool, Adrian Hayward, hafði nefni-
lega sett 200 pund á það að Xabi
myndi skora mark frá eigin vallar-
helmingi á tímabilinu. Lfkurnar
voru einn á móti 125 að Spánverjinn
myndi skora slfkt mark en Hayward
sagðist hafa tekið eftir því að Alonso
reyndi nokkrum sinnum að skora frá
eigin vallarhelmingi á síðasta tíma-
bili.
„Eftir að ég skilaði inn þessu veð-
máli sá ég alltaf fyrir mér hvað
myndi gerast þegar markvörður
mótherjanna myndi koma fram í
hornspyrnu. Það var lfklegast að
slfkt myndi gerast í bikarleik
þar sem liðin höfðu engu að
tapa," sagði Hayward í viðtali
við Reuters-fréttastofuna. „Ég
trúði því varla þegar mark-
vörður Luton hljóp fram í
hornspyrnunni. Það var að
líða yfir mig af spennu og þeg-
ar boltinn fór inn missti ég al-
gjörlega stjóm á mér," bætti
Hayward við en hann græddi
2,7 milljónir íslenskra króna á
þessu marki Alonso.
Skoraðiaf 60 metra faeri Sf^n
Xabi Alonso skoraði tvo mork °f"™™
\um100 metra færi gegn Luton um helgma

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40