Eyjablaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1
EYJABLA 40. árgangur Vestmannaeyjum, 10. janúar 1980 Samfélag um íslenska menningu” „landið er ekki eingöngu auðsuppspretta til þess að fæða og klæða þjóðina svo sem best má verða. Það er einnig ætt- jörð, móðurmold, föðurland, það eina sem vér inunum nokkru sinni eignast. Landið og erfðirnar hafa mótað oss og eru samgrónar tilfinningalífi voru og eiga að vera það. Og þjóðfél- agið sem vér höfum komið upp, er ekki sambærilegt við fyrir- tæki, vel eða illa rekið eftir at- vikum. Það er samfélag um ís- lenska menningu gamlan arf og nýja sköpun, ætlunarverk ís- lensku þjóðarinnar (Kristján Eldjárn, áramóraávarp, l.jan. 198«).” Hornsteinn frjáls framtaks. Að undanförnu hafa fjöl- miðlar verið yfirfullir af frétt- um varðandi rekstrarerfiðleika Flugleiða h.f. Hefur rekstrar- erfiðleikum fyrirtækisins vart verið gerð betri skil í annan tíma. Fað er allrar athygli vert að þetta fyrirtæki skuli eiga í erfið- leikum. Flugleiðir, Eimskip og Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hafa verið hornsteinar frjáls framtaks hér á landi. Einmitt þessi fyrirtæki eru fyrirmyndir boðbera „Leiftur- sóknarinnar” varðandi stjórn þjóðarskútunnar. Nú reka menn e.t.v. upp stór augu og segja að það sé jú deginum ljós- ara að Flugleiðir eigi í erfið- leikum. Þegar Ólafur Ragnar Gríms- son boðaði það fyrir ári síðan að þessi staða kæmi upp og krafðist þess að alþingi skipaði nefnd til að kanna rekstur Flug- leiða töldu menn hann fals- spámann og þaðan af meira. Ólafur átti þar með að vera að lokka alþingi til að þjóðnýta fyrirtækið. En hvers vegna urðu menn svona óttaslegnir? Hví neituðu þeir fyrirsjáanelg- um rekstrarerfiðleikum? Þegar Flugleiðir h.f. var stofnað 1973 komst undir eina stjórn (a) flugsamgöngur inn- anlands, (b) flugsamgöngur við Evrópu og (c) Norður-At- landshafsleiðin. Flugsamgöngur innanlands og við Evrópu eru ekki ein- ungis nauðsynlegar út frá ör- yggissjónarmiði. Þær móta einn- ig atvinnuuppbygginguna, lífs- kjörin og möguleika fólks til að ferðast innan lands sem utan. Við getum nefnt þennan þátt öryggisþáttinn í rekstri Flug- Flugsamgöngur innanlands nauðsynlegar út frá öryggissjónarmiði leiða, því hann er ekki aðeins þjóðhagslega nauðsynlegur heldur mikilvægur þáttur í vel- ferð hér á landi. N-Atlandshafsflugið er ekki þjóðhagslega nauðsynlegt. Rekstur þessa þáttar Flugleiða stjórnast af hagsmunum fyrir- tækisins á alþjóðamarkaði. Við getum því kallað þann þátt áhættuþáttinn. Ólafur Ragnar Grímsson krafðist rannsóknar á rekstri Flugleiða því fyrirsjáanlegir erfiðleikar í N-Atlandshafs- Vandamál útgerðar í Eyjum 3. Á bæjarstjórnarfundi 25 október sl. var samþykkt sam hljóða tillaga um að kjósa manna nefnd sem hafi það hlutverk að kanna orsakir þeirrar óheillavænlegu þróunar sem fækkun bátaflotans og samdráttur í útgerð hefur í för með sér fyrir útgerð Eyjanna. Mánud. 5. nóvember tilnefndi bæjarráð eftirfarandi aðila í þessa nefnd. Val Valsson, Ág- úst Bergsson og Gísla Guð- laugsson. Nefndin hóf þegar störf og var Valur Valsson kosinn for- maður hennar. Nefndin hélt alls 9 fundi og átti viðræður við fulltrúa útgerðarmanna, sjó- manna, fiskkaupenda og Ut- vegsbankans. Eftir viðræður þessar dregur nefndin þær ályktanir að ors- akir fækkunar bátaflotans megi fyrst og fremst rekja til eftirtal- ina atriða: 1. Mikilla erfiðleika hefur gætt í útgerð um land allt undanfarin ár, þó hefur rekstr- artap Eyjabáta verið allt að 9,1% hærra en landsmeðaltal. Ástæðan fyrir þessum mis- mun virðist liggja í því að vaxta- og viðhaldskostnaður er miklu mun hærri hér en annarsstaðar. Skýring á mismun vaxta- kostnaðar er meðal annars sú að fyrirgreiðsla Útvegsbankans er hraðari hér en annarsstaðar og því fellur vaxtakostnaður fyrr a útgerðina. Viðhalds- kostnaður á bátaflotanum er eðlilega hærri hér vegna eldri og viðhaldsfrekari báta heldur en gerist annarsstaðar. Auk þess hafa óhöpp verið óeðlilega tíð á undanförnum árum. 2. Síauknar olíuverðshækk- anir hafa orðið útgerðinni þyngri greiðslubyrði hér vegna þess að bátar eru meira gerðir út á togveiðar hér en þekkist í öðru byggðarlagi. 3. Rétt er að benda á að þeir sjóðir sem settir voru á stofn til Ljósm. Guðmundur Sigfússon að auðvelda útgerðarmönnum að losna við óarðbær fiskiskip, það er aldurslagasjóður og úr- eldingarsjóður, hafa á þessu ári afgreitt 27 báta til útborgunar, þar af eru 6 bátar úr Eyjum. Nefndin og þeir aðilar sem hún hefur rætt við álíta að ekki hafi verið rétt að málum staðið þar sem útgerðir fyrrgreindra báta hafa verið metnar eftir rekstrar - og efnahagsreikningum en ekki eftir ástandi og gæðum þeirra báta sem fómað hefur verið. Má' af þéssu sjá að fyrr- greindir sjóðir eru íþyngjandi fyrir utg^rfe. 5 fluginu gætu ógnað rekstrar- grundvelli öryggisþáttarins með þeim afleiðingum að við sætum uppi einn góðan veður- dag með samgöngukerfi okkar innanlands og við Evrópu í rúst. Eigendur Flugleiða hafa markvisst keypt upp þau flug- félög sem reynt hafa að keppa við það á innanlandsmarkaði svo sem Flugfélag Norðurlands h.f., Flugfélag Austurlands h.f. og Arnarflug. Arnarflug var reyndar keypt til að styrkja ísl- Nauðsynlegar úrbætur nú þegar Nefndin heldur að allra fyrst þurfi jákvæða athafnasemi í öllum greinum útgerðar í stað þeirrar neikvæðu úrtölustarfs- emi sem viðgengist hefur manna á meðal hér í þessum bæ. Til þess að snúa við þeirri tilbúnu óheillaþróun sem átt hefur sér stað, vill nefndin leggja sérstaka áherslu á tvö eftirfarandi atriði: 1. Það var samdóma álit nefndarinnar og allra þeirra er hún ræddi við, að nú þegar verði komið á fót sameiginlegri beitustöð sem yrði rekin sem sjálfstætt fyrirtæki. Ástæðan til þess er sú, að menn telja slíkt fyrirtæki grundvöll til breyttra veiðiaðferða samfara miklum olíusparnaði hér í Eyjum. Umræddar útgerðir hafa ekki bolmagn eða aðstæður til að gera út á línu í því formi sem hingað til hefur viðgengist, og er það átt við útvegun beiting- armanna, og aðstöðu til beit- ingar sem er í raun ekki fyrir hendi í dag, enda yrði slíkt fyrirkomulag mun dýrara og óhagkvæmara. Beitustöð þessi mundi skapa aukna atvinnu auk þess gæfi hún námsmönn- um tækifæri á að afla tekna samfara námi, og sjómönnum í landlegum og fríum möguleika til íhlaupavinnu. Einnig mundi skapast mikil létt vinna við undirbúning t.d. uppsetningu á línu, áhnýtingar á króka og 1. tölublað enskan aðila á alþjóðarmark- aði, eins og Magnús Gunnars- son framkvæmdarstjóri þess orðaði það. Eigendur Flugleiða hafa einnig verið duglegir að stofna dótturfyrirtæki s.s. International Air Bahama og hlutdeildarfyrirtæki s.s. Cargo- lux og Hotel Aerogolf Shera- ton. Nýjustu fréttir herma að þrátt fyrir mikla rekstrarerfið- leika í N-Atlandshafsfluginu, sem leitt hafi til uppsagnar 350 manns af 1140 manna starfs- liði, u.þ.b. 30% starfsliðsins, eigi nú að stofna enn eitt fýrir- tæki erlendis, sem á að vera staðsett í Luxemburg. Starfs- vettvangur félagsins á að vera N-Atlandshafsflugleiðin. Við slíkar fréttir er ekki óeðlilegt að upp vakni sá grun- ur að hér sé á ferðinni enn einn leikurinn í refskák fjölþjóða- fyrirtækis á alheimstaflborði. Það er óeðlilega dýrt að fljúga milli íslands og annarra Evr- ópulanda miðað við hvað það kostar að fljúga milli Luxem- burg og New York ef tillit er tekið til tímalengdar flugs. Flug innanlands er óheyrilega dýrt. Er þetta tilviljun eða hafa eig- endur Flugleiða „lagfært” hjá sér bókhaldið þannig að innan- landsflugið og Evrópuflugið beri óeðlilegan mikinn kostn- Framhald á 2. síðu jafnvel mætti fá taumavél. Þessi vinna er vel við hæfi aldraðs fólks og annara með skerta starfsgetu bæði þrifaleg og hægt að vinna hana eftir getu og að- stöðu hvers einstaklings. Nefndin hvetur bæjarráð til að taka upp viðræður nú þegar við frystihúseigendur og útvegs- bændur í framhaldi af viðræð- um nefndarinnar við þá um þetta mál. Ennfremur ítrekar nefndin að hrint verði í fram- kvæmd umræddri beitustöð strax í byrjun komandi vertíð- ar, þar sem hún gæfi möguleika á mikilli aflaaukningu þegar í vetur, ásamt fjölgun úthalds- daga í framtíðinni. Nefndin telur að þetta sé eina raunhæfa leiðin til atvinnuaukningar bæði til sjós og lands og viðhalds þeim báta- flota sem fyrir er í Vestmanna- eyjum. 2. Hvað varðar endumýj- un bátaflotans vill nefndin taka fram að það hefur sýnt sig að nú verði viðurkennt að möguleik- ar fyrir rekstri nýrra skipa er fyrir hendi, fáist dugandi út- gerðarmenn og skipstjórar. Afkastageta nýrra báta er mun meira heldur en eldri báta, eins og komið hefur í ljós hér í Eyj- um þegar ný og betri skip hafa bæst í bátaflotann. Nefndin vill benda á tilboð frá Póllandi um smíði á 25 til 26 metra löngum skipum sem virðast henta mjög Framhald á 2. síðu JSLA'flM;

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.