Mjölnir


Mjölnir - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Mjölnir - 01.04.1954, Blaðsíða 1
9. tölublað. Fimmtudagur 1. apríl 1954. 17. árgangur. Bæjarstjórn SégSufjarðar afgreiiir fjárhags- áætiun bæjarins, hafnarsjóðs, vatnsveifu og rafveitu fyrir árið 1954. Útsvör hækka lun 345 þúsund krónur og nema nú kr. 3.180.000,00. Ekkert er áætlað til atvinnuaukningar nema kr. 300.000,00 ef lán fæst. tJtgjöId til eyðslu hækka. Allar breytingartillögur minnihlutans drepn- ar. Afstaða meirihlutans markaðist af svartsýni og vonleysi á fram- tíðina. Á fundinum upplýstist, að hafnarbryggjan væri í því ástandi, að búast mætti við, að hún hryndi saman þá og þegar, að flóðvarna- garðurinn þyrfti stórviðgerða við, að mannvirkin við innri höfnina væru í stór hættu það sem komið er, væri ekki hægt að halda áfram framkvæmdum, en til þessara framkvæmda, sem saman lagt kosta margar .milljónir, mjmdu fást frá ríkisstjórn og Alþingi 200 þúsund krónur. Meirihlutamennimir í bæjarstjóm töluðu ekkert um á fund- inum, hve miklir „áhrifamenn“ þeir væru hjá þingi og ríkisstjóm. Fjárliagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum íhaldsflokkanna, sem hafa minnihluta siglfirzkra kjósenda á bak við sig, gegn 4 at- kvæðum verkalýðsflokkanna, sem hafa meirihluta kjósenda að baki sér. Bæjarstjórn Siglufjarðar af- gireiddi fjárhagsáætlanir bæjarins og fyrirtækja hans á fundi sínum í fyrradag. Afgreiðsla bæjar- stjómar á þessum málum mun hafa verið með nokkuð öðrum hætti en ýmsir höfðu búist við, eftir þau fögru loforð, sem íhalds- flokkarnir gáfu við nýafstaðnar bæjarstjórnarkosningar. En svo virðist, sem bæjarfulltrúar þess- ara flokka álykti, að öllu sé nú óhætt, langt til næstu kosninga, og þá verði gleymd svikin, sem framin eru nú, strax að kosning- um loknum. Aðal uppistaðan í öllum kosn- ingaáróðri íhaldsflokkanna við siðustu bæjarstjórnarkosningar, var sú, að Sigluf jörður gæti ekki rétt við fjárhaig sinn og byggt upp viðunandi atvinnulíf, nema með stórkostlegri aðstoð ríkis- stjómar og Alþingis, en vonlaust væri um slíka aðstoð ef meiri- hluti bæjarstjómar væri skipaður stjómarandstæðingum. Hins veg- ar væru þeir sjálfir slíkir „áhrifa- menn“, að yrðu þeir kosnir og næðu meirihluta, væri málum Siglfirðinga borgið. Nokkur hópur Sigifirðinga 'lét iblelckjast af þessum blygðunar- lausa áróðri, nægilega margir til þess, að íhaldsflokkamir fengu 5 menn kosna en verkalýðsflokkarin- ir ekki nema 4 fulltrúa, þrátt fyrir það, að þeir hlutu hærri at- kvæðatölu samanlagt en íhalds- tflokkamir. Ná er köld reynslan að sýna hve mikið var til 1 þess- um rembingi og yfirlæti, mann- j&mta, sem kölluðu sjálfa sig „áhrifamenn", sem öllu igætu bjargað. Á bæjarstjómarfimdinum upp- lýstist sem sé, að „áhrifamenn- imir“ fá heldur litla áheym hjá þingi og rikisstjóm. Þeir Jón 'Kjartansson bæjarstjóri og Einar Ingimundarson alþingismaður, hafa undanfarið verið að reka er- indi Siglufjarðarkaupstaðar í Reykjavík, dvaldi Jón í því skyni fyrir simnan um þriggja vikna tíma. Báðir 'hafa menn þessir sjálfsagt gert, það sem þeir gátu, en árangurinn er 'heldur smár. — Ekki hefur tekizt að fá loforð um (Framhald á 3. síðu) Verða brunabótaiðgjöédin lækkuð ? . Tillaga Lúðvíks Jósefssonar og Karls Guðjónssonar um að bæjar- og sveitarfélög ufan Iteykjavíkur fái að taka í eigin hendur eða bjóða út brunatrygging- ar í umdæmi sínu, hefur verið samþykkt í Neðri deild Alþingis. Við aðra umræðu í Nd. um frumvarp til laga um að Reykja- vík skuh vera heimilt að taka í eigin hendur eða bjóða út bruna- tryggingar húsa, báru þeir Lúð- vík og Karl fram breytingartillögu um, að heimildin skuli ekki mið- uð við Reykjavík eina, heldur skuli öllum sveitar- og bæjar- stjómum þetta heimilt. Hefur nú neðri deild samþykkt þessa til- lögu. Greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í deildinni at- kvæði gegn þessu réttlætismáli, en Framsóknarmenn fylgdu henni, ásamt þingmönnum Sósíalistafl. og Þjóðvamarfl. Þingmenn Al- þýðuflokksins munu hafa fylgt íhaldinu í þessu máli. Hvar var áhrifamaður Siglufj.? Ekki er blaðinu kimnugt um, hvort þingmaður SigluTjarða'r hef- ur verið viðstaddur atkvæða- greiðsluna, en eftir blaðafregnum að dæma, hefur hann ekki verið í hópi þeirra, sem greiddu atkvæði um tillöguna. Verður því ekki um það sagt að sinni, hvort hann hef- ur haft lögleg forföll, setið hjá eða hlaupið út þegar atkvæði vom greidd. Þingmanninum var svo sem kunnugt er falið að reyna að fá því framgengt á þingi, að Siglu- fjörður fengi að bjóða trygging- amar út. Árangurinn af viðleitni „áhrifamannsins“ má marka af því, að bæjarstjórn mun nýlega hafa borizt bréf frá honum, þar sem hann tilkjmnir, að hann geti engu áorkað til að koma málinu fram!! Iðgjöld hér 5 sinnum hærri en í Reykjavík. Verði tillaga þeirra Lúðvíks og Karls að lögum, má vænta geysi- mikillar lækkunar á brunabóta- gjöldunum. Reykjav'ík hefur und- anfarið notið þeirra sérréttinda að mega bjóða út tryggingarnar, og er árangurinn sá, að iðgjöld af al- gengustu tegund íbúðarhúsa er nú ca. 5 sinnum hærra hér á Siglu- firði, Vestmannaeyjum, Seyðis- firði og víðar, þar sem Bmna- bótafélagið undir stjóm Stefáns Jóhanns hefur einokun á tryggu ingunum, heldur en í Reykjavík. Má af þessu marka, hve mikil hagsbót gæti orðið alf samþykkt tillögu þeirra Lúðvíks og Karls. Munu húseigendur því fylgjast af mikiHi athygli með því, hver afdrif hún hlýtur í þinginu. Siglfirðingar, sem fólu þing- manni sínum að vinna að því, að Siglufjörður fengi að bjóða trygg- ingamar út, hljóta að krefjast þess af honum, að hann dragi nú af sér slenið, fyrst málið er kom- ið svona yel á veg, og beiti áhrif- um sínum, ef einhver eru, til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins bregði ekki fæti fjTÍr það, og að hann fylgi því a.m.k. sjálfur við atkvæðagreiðslur í þinginu. ÆF.S. TAFL OG SPILAFUNDUR n.k. föstudagslcvöld kl. 8,30. — Skemmtiatriði. — Æskufólk vel- komið meðan liúsrúm leyfir. Að- gangur ókeypis. ÆFS-félagar! Mætið stundvís- lega! STJÓRNIN S.R. gefast upp á rekstri togaranna Síldarverksmiðjur ríkisins segja upp samningnum um stjórn Bæjarútgerðarinnar. Tapið eftir 9 mán- aða rekstur er 1 milljón og 600 þúsund krónur. stjórnarinnar! Einnig var þar samþykkt að bjóða frystihúsi S.R. togarana á leigu. Er ekki annað að sjá en að út- gerð togaranna sé nú komin í 'hreint öngþveiti, og irekstursmögiu leikar hennar jafnvel enn minni en í fyrra þegar ríkisstjórnin neyddi bæjarstjómina tH að af- sala sér algerlega forræði yfir togurunum og fá SR þá til rekstr- ar — á ótakmarkaða Tjárhags- lega ábyrgð bæjarsjóðs! S.R. segir nauðungarsamningnum upp. Á fundi í stjórin Síldarverksm. rikisins, sem haldin var í Reykja- vík nýlega var samþykkt að segja upp samninignum Tirá í fyrra um að S. R. tækju að sér stjórn Bæj- arútgerðar Siglufjarðar. Sam- þykkti stjórnin að fara þess á leit við bæjarstjóm Siglufjarðar, að hún tæki við togurunum eftir 3 mánuði í stað sex mán, sem var tilskilinn uppsagmarfrestur. Þessi tilmæli stjómar S.R. munu hafa komið fyrir bæjarráð nýlega og þar samþykkt að verða ekki við tilmælum ríkisverksm, Tapið Samkvæmt uppgjöri Sigurðar Jónssonar fyrir togarana fýrir þá 9 mánuði síðasta árs, sem verk- smiðjurnar önnuðust rekstur tog- aranna, hefur hallinn orðið 1,6 millj. kr., og em þá engar af- skriftir reiknaðar. Síðan á ára- mótum mun þó tapið vera miklu meira en að meðaltali á síðasta ári, og er nú komið á þriðju miHjón króna. Útgerðin er nú í greiðsluþroti, og ekkert nema stöðvun firam- undan, ef svo horfir næstu vikur sem nú stefnir, og ekki fást ný lán. Lokaður fundur. Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum í fjrradag að halda lok- aðan fund um togaramálið og- verður þar væntan'lega tekin af- staða til samþykkta bæjarráðs, sem getið er hér að framan,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.