Mjölnir


Mjölnir - 07.06.1963, Blaðsíða 1

Mjölnir - 07.06.1963, Blaðsíða 1
Baráttan um 5. þingsætið veltur á öríáum atkvæðum vinstri- manna. Litlar líkur til þess, að Ragnar hljóti uppbótarsæti, verði hann ekki kjörinn. VERKAMENN, SJÓMENN, BÆNDUR! KJÓSIÐ VINSTRIMANN! - RAGNAR ARNALDS Á ÞING! ilSili Ragnar Arnalds. Haukur Hafstað. Þóroddur Guðmundsson. Ólafur prófessor setur Islandsmet í blekkingum Á framboðsfundinum á Sauð- árkróki, sem útvarpað var um allan Skagafjörð, réðist Olafur prófessor Jóhannesson af mikilli heift á Ragnar Arnalds fyrir þau ummæli hans á fundinum, að kosið væri um íslenzk mál og íslenzk örlög en ekki rússnesk eða kínversk. Vildi Ólafur sanna það á stundinni, að Alþýðu- bandalagið væri á móti lýðræði og vitnaði í bækling, sem hann veifaði framan í fundarmenn og sagði vera stefnuskrá Sósíalista- flokksins. Ólafur var næstseinasti ræðu- maðurinn á fundinum og hann neytti þess eins og hann frekast gat, að Ragnar átti ekki eftir að tala. Bæklingurinn, sem Ólafur veifaði, er ekki nein stefnuskrá, heldur frumvarp að stefnuyfir- lýsingu, sem aldrei hefur verið samþykkt. Þetta vissi Ólafur þótt hann segði annað, því að orðið frumvarp stendur stórum stöf- um framan á bæklingnum, sem Ólafur otaði framan í fundar- menn, og prófessorinn hélt áfram að staglast á þessum ósannind- um, enda þótt Ragnar mótmælti og bæði að lesa upp heiti bæk- lingsins. En það er að segja um þessa ívitnun Ólafs, að þar er mjög skýrt tekið fram, að Sósíalista- flokkurinn vilji ekki hefta frelsi andstæðinga sinna. Lokasetning- in er afmörkuð með kommu og þar stendur: „og Sósíalistaflokk- urinn vill viðhalda frelsi þeirra til félagslegrar starfsemi.“ Þeir, sem hlýddu á Ólaf á framboðsfundinum munu undr- ast, hvernig Ólafur fór að því að fá út algjörlega andstæða merkingu úr ívitnun sinni. Skýr- ingin er sú, að Ólafur sleppti 15 orðum úr klausunni, sem hann las, skeytti síðan lokasetninguna, sem áður er nefnd, aftan við fyrri setningar og sleppti um leið kommunni, sem aðskilur seinustu setninguna. Þannig snerist merking orðanna við. Fölsun Ólafs jafngildir því, að tekin væri setning úr ein- hverri yfirlýsingu, þar sem stæðij „Við viljum ekki, að .... “ og orðinu EKKI væri sleppt. í þessu tilviki nægir að fella brott eitt orð til að breyta merkingunni, en Ólafur þurfti að sleppa 15 orðum og einni kommu. Það er vafamál, að ís- lenzkur stjórnmálamaður hafi í Framhald á 3. síðu. Kjósið bsett lífskjör VERKAMENN OG LAUN- ÞEGAR! Kaupmáttur tímakaups verkamanna var á s.l. ári 16% LÆGRI en hann var árið 1945. Þjóðarframleiðslan á mann í landinu var hins vegar 26% MEIRI á sl. ári en hún var 1945. Aðeins einu sinni á tímabilinu 1945—1963 hefur kaupmáttur tímakaupsins verið eins lítill og nú. Það var árin 1950 og 1951. Þá var hallæris- og móðuharð- indastjórn íhaldsins og Fram- sóknar við völd í landinu. Alþýðubandalagið er EINI FLOKKURINN, sem ALLTAF hefur barizt fyrir því, að verka- fólk og launþegar fengju rétt- láta hlutdeild í þjóðartekjunum. Alþýðubandalagið er því flokkur verkafólksins og launþeganna í landinu. x G. SJÓMENN! Alþýðubandalag- ið knúði fram útfærslu land- helginnar i 12 mílur. Einungis sigur Alþýðubandalagsins í þessum kosningum getur komið í veg fyrir áform undansláttar- manna í landhelgismálinu. ís- lendingar mega ekki senda full- trúa undansláttarflokkanna á ráðstefnuna í London í haust. Þið mótmæltuð gerðardómn- um um síldveiðikjörin í fyrra. Sá dómur, ásamt hinu lága síld- arverði, sem fulltrúar ríkisstjórn- Ihald og hommðnisti í senn Eysteinn Jónsson komst svo að orði í útvarpsumræðunum á þriðjudagskvöldið, að „íhaldið segir, að við Framsóknarmenn séum kommúnistar, og kommúnistar segja, að við séum íhald“, og fannst Eysteini gæta nokkurs ósamræmis í skilgreiningu ofannefndra aðila á eðli Framsóknar. Samt má þetta til sanns vegar færa: FYRIR kosningar tala Fram- sóknarforingjarnir oftast eins og kommúnistar, en EFTIR kosningar haga þeir sér oftast eins og íhald. í stjórnarANDstöðu eru þeir yfirleitt álíka róttækir og miðlungskommar, en í stjórnarAÐstöðu eru þeir a. m. k. eins íhaldssamir og meðalíhald. Þegar flokkurinn VINSTRA megin við Framsókn vinnur á í kosningum, verða Eysteinn & Co. miklir vinir komma, en þegar flokkurinn HÆGRA megin við Framsókn vinnur á, verður Eysteinn íhaldssamur. Hvort verður Eysteinn íhald eða kommi eftir kosningarnar á sunnudaginn? — Það fer eftir því, hvort flokkarnir hægra megin eða vinstra megin við Framsókn vinna á í kosningunum. arinnar ákváðu, færði útgerðar- mönnum, síldarverksmiðjum og síldarsaltendum a. m. k. 120— 150 milljónir króna í HREINAN GRÓÐA á s.l. ári. Nú heimta ráðamenn stjórnar- flokkanna, að bræðslusíldar- verðið LÆKKI um 10 kr. málið, þrátt fyrir hækkandi afurðaverð erlendis. Alþýðubandalagið mun berj- ast gegn þessu, eins og það barð- ist gegn gerðardómnum í fyrra. Sjómenn! Alþýðubandalagið er ykkar flokkur. Það berst fyrir hagsmunum ykkar. Kosningar eru kjarabarátta! x G. BÆNDUR! „Viðreisnin“ hefur veitt ykkur þungar búsifj- ar. Gengislækkanirnar færðu ykkur verðhækkanir á áburði, brennsluefni búvéla, fóðurbæti, vélum til landbúnaðar, varahlut- um, byggingarefni og svo auðvit- að á neyzluvörum. Vaxtahækk- unin bitnaði hart á ykkur. Einn- ig ykkur færði „viðreisnin“ gerð- ardóm, gerðardóminn um bú- vöruverðið 1961. Nú er erfiðara að hefja bú- rekstur í sveit en nokkru sinni fyrr. Eftirsókn að búskap er minni en nokkru sinni áður. Eignir bænda, sem hætta búskap, eru lítt seljanlegar. Þetta er afleiðing hinnar markvissu stjórnarstefnu, sem stefnir að því að „fækka“ bænd- um enn meira, eins og hagspek- ingurinn Jónas Harals orðar það. Alþýðubandalagið berst fyrir . því, að bændur hljóti réttlátan afrakstur erfiðis síns. Hugsjón Alþýðubandalagsins er, að ENG- INN geti sölsað undir sig af- rakstur af vinnu annarra, og ekki dregið til það, sem hann ekki á! Alþýðubandalagið er flokkur vinnustéttanna í sveit og við sjó! — Alþýðubandalagið berst gegn her- nómi og innlimunarstefnu! — Laun- þegar, bændur, sjómenn! Kjósið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ! Kjósið RAGNAR ARNALDS 5. þingmann kjördæmisins!

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.