Mjölnir


Mjölnir - 29.10.1965, Blaðsíða 1

Mjölnir - 29.10.1965, Blaðsíða 1
Unl cr li seiöi með Tunnu- mksmiijur riiins! Er bœjarritari ekki fœr um uppgjör bœjarreikninga? Enn ráðinn bókkhaldssérfræðingur frá Reykjavík til að annast uppgjör bæjarreikninga Siglufjarðar- kaupstaðar, þrátt fyrir það, að einn af starfsmönn- um bæjarskrifstofunnar hefur verið ráðinn bein- línis til að annast það starf. — Drátturinn á upp- gjörinu mun kosta bæinn tugi þúsunda, auk hins beina kostnaðar vegna starfs „barnapíunnar". BÆR í FJÁRÞRÖNG. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Siglufjarðarkaup- staður á v.ið mikla fjárhagsörð- ugleika að stríða. Fjárhagsáætl- un hæjarins var á sínum tíma afgreidd með halla, sem skipti milljónum króna, og var þó talið af kunnugum, að hallinn væri sízt ofreiknaður, þar sem ýmsum óhjákvæmilegum greiðslum var hreinlega sleppt í áætluninni. Milljónirnar sem vanlaði átli síðan að sækja til Jöfnunar- sjóðs, sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að hlaupa undir bagga með bæjar- og sveitarfélögum, þegar illa stend- ur á. Nú er langt liðið á október og ekki bólar á neinni aðstoð frá sjóðnum. Utsvörin voru lögð á með 20% álagi (og ríflega þó, eins og kunnugt er), en það er eitt af skilyrðum fyrir veitingu aðstoðar úr sjóðnum. Ekki kem- ur samt aðstoðin. Hvernig skyldi standa á því? SUDURFERD BÆJARSTJÓRANS. Það mun hafa verið um mán- aðamótin ágúst—september, að Sigurjón bæjarstjóri fór suður til Reykjavíkur. í þeirri ferð mun hann hafa farið á fund framkvæmdastjóra sjóðsins og leitað eftir aðstoð. Svo er sagt, að Sigurjóni hafi verið tekið all- vel og talsverður skilningur liafi verið sýndur erindi hans. Þó er sagt, að stjórn sjóðsins hafi ekki skilið þá ráðstöfun Sigurjóns að liafa ekki með sér önnur plögg en reikninga ársins 1963 og báðu hann sýna sér nýrri tölur um raunverulegan hag bæjarins. Einkum varð þeim þráspurult um reikninga ársins 1964, sem lögum samkvæmt áttu að vera tilbúnir í júnímánuði síðastliðn- um, og tjáðu bæjarstjóranum, að ef hægt ætti að vera að af- greiða erindi hans, þyrftu ekki aðeins þeir reikningar að liggja fyrir, heldur og bráðabirgða- yfirlit ársins 1965. Auk þess þyrfti tvennar bæjarstjórnar- samþykktir um málið. AÐALBÓKARANUM SAGT FYRIR VERKUM. Á næsta virkum degi eftir heimkomuna mun Sigurjón bæj- arstjóri hafa kallað fyrir sig undirmann sinn. Stefán Frið- bjarnarson, og gefið honum þau fyrirmæli að hafa lokið við að gera reikninga ársins 1964 svo og bráðabirgðayfirlit fyrir 1965, sem sjóðurinn tæki gilt, innan 20 daga. Þess er hér að geta, að Stefán ber titilinn bæjarritari. Þessi titill varð til við gerð síðustu samninga við starfsmannafélag bæjarins og var þá hækkað kaupið við Stefán um ca. 50%. Um leið og hann var sæmdur titlinum og fékk kauphækkun- ina var honum falið 1 starfsregl- um, sem bæjarstjóri setti hon- um, að sjá um að reikningar bæjarins væru tilbúnir á lög- boðnum tíma. I framkvæmd átti þetta að þýða, að ekki þyrfti lengur að fá „barnapíur“ eða bókhaldara að sunnan til að gera reikninga bæjarins, mundi við þetla spar- ast veruleg fjárhæð og var kauphækkun bæjarritarans studd þeim rökum. Þó fékk Stefán undanþágu frá þessu ákvæði fyrir árið 1963, enda var nokk- uð langl liðið á árið 1964 þegar samningarnir voru gerðir. Þá gat hann þess sjálfur í ræðu á bæjarstjórnarfundi, að þessa mund.i ekki oftar verða þörf. ÓHLÝÐNI, KÆRULEYSI EÐA GETULEYSI? Þess er ekki getið, að Stefán bæjarritari hafi tekið neitt við- bragð að fengnum þessum fyrir- mælum. Að minnsta kosti liðu þessir tuttugu dagar án þess að hann gerði sig líklegan til að semja neina reikninga. Neyddist Sigurjón bæjarstjóri að lokum til að fá mann að sunnan til að vinna verkið og mun því nú ný- lokið. Því skal ekki trúað, að Stefán, sem hefur að menntun hið minna verzlunarskólapróf, sé ekki fær Frctmhald á bls. 3. Sá hörmuleg.i atburður gerð- ist mánudaginn 18. okt. s.l. er m/s Strákur SI var á siglingu vestsuðvestur af Grindavík að brotsjór reið á bátinn og skömmu síðar kom mikill leki að bátnum. Skipverjar reyndu eftir mætti að dæla sjó úr skip- Það kom Siglfirðingum und- arlega fyrir sjónir er þeir lásu Alþýðublaðið 1. okt. s.l. og sáu þar viðtal við framkv.stj. Tunnu- verksm. ríkisins, þar sem haft var eftir honum að alveg væri óvíst hvort tunnuverksm. á Siglufirði verði starfrækt á komandi vetri. Rökin fyrir þessari óvissu voru þau, að meg.inhluti fram- leiðslunnar frá vetrinum áður lægi ónotaður og að ísl. tunn- urnar væru miklu dýrari en þær erlendu. Vel má vera að viðhorf framkv.stj. til tunnusmíði í vet- ur hafi haft við nokkur rök að styðjast þegar hann horfði að- eins á þessi tvö atriði. En gagn- rökin hljóta að vera þau að nauðsynlegt sé að hafa tiltækar í landinu nægar tunnubirgðir; að kostnaðarminna hljóti að vera að flytja tunnur milli staða innanlands heldur en frá höfnum í Noregi eða Svíþjóð; að lækka megi framleiðslukostnað verk- smiðjanna hér með því að hverfa frá þeim Bakkabræðravinnu- brögðum, sem viðhöfð hafa ver- ið undanfarin ár og þá sérstak- lega á Akureyri. Þá vekja ýmis vinnubrögð í sambandi við nýju tunnuverksmiðjuna hér mikla furðu, t. d. hefur brennsluofn verksm. staðið í fleiri mánuði inu en liöfðu ekki undan. Þar sem ólendandi var í Grindavík freistuðu þeir að sigla og forð- ast þannig að reka upp í brim- garðinn. Tókst þeim að halda bátnum frá landi og brezkur togari, sem næstur þeim var sá neyðarljós þeirra og kom á vett- úti á lóð verksm. og ekkert átt við að koma honum á sinn stað, tveir og þrír menn hafa frá því snemma í vor verið að gjökta við að koma upp stálgrindahús- inu, sem verða á tunnugeymsla og er það komið undir þak nú fyrir nokkrum dögum. Var rok- ið til að þekja hluta hússins svo hægt væri að setja tunnuefni þar inn, en skip kom með tals- vert magn tunnuefnis svo af þeim ástæðum ætti að mega smíða hér tunnur i vetur. Þá munu svo til allar tómtunn- ur, sem hér lágu í endaðan sept- ember vera komnar austur um alla firði og voru ýmist fluttar á bílum eða með skipum. Svart- sýni framkv.stj. virðist því hafa verið heldur bráðlát að birtast almenningi og sýnir vel að þar er ekki stórhugur eða mikill framkvæmdavilji fyrir hendi. NIÐURLAGNINGA- VERKSMIÐJAN í GANGI Fyrir nokkru hóf Niðurlagn- ingaverksm. vinnslu og vinna þar nú svo margar stúlkur, sem mögulegt er að koma að. Er vonandi að vinna verði þar stöðug í vetur. vang. Voru þá 7 menn komnir í gúmbát og tók togarinn hann á síðu og náði mönnunum um borð. Tveir voru eftir um borð í Strák, skipstjórinn og einn skipverji með honum. Togaran- um heppnaðist eftir margar til- raunir að ná þeim um borð. Strákur mun hafa sokkið skömmu síðar. Skipstjóri á Strák var Engilbert Kolbeins- son. Strákur var á leið til Hafn- arfjarðar og voru um borð nokkrir Færeyingar, sem bátur- inn var að sækja til Vestmanna- eyja, en Strákur var leigður til Hafnarfjarðar og gerður út þaðan. Með hvarfi Stráks er höggvið skarð í skipastól Siglfirðinga, og má segja að þar sé ekki af of miklu að taka. Útgerð Stráks gekk því miður alltof illa og gripu eigendur hans því til þess að leigja hann burtu. Vonandi missa þeir þó ekki kjarkinn held- ur minnast þess sem oft er haft á orði, „að alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.“ Skattarnir hækka Fjárlagafrumvarpið hefur nú séð dagsins ljós, og eins og allir bjuggust við, er höfuðeinkenni þess hækkandi skattar. Má gera ráð fyrir, að næsta ár greiði landsmenn í ríkissjóðinn um 4000 milljónir króna, eða um það bil kl. 100.000.00 — eitt hundrað þúsund krónur — á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu, að meðaltali. Helztu nýju viðreisnarskattarnir eru þessir: Benzínskattur, um ein króna á benzínlítra. Á að gefa af sér í ríkissjóð 60—70 milljónir. Rafmagn hjá rikisrafveitunum á að hækka um 50—60 milljónir. Eignaskatt á að hækka um 40—50 milljónir. Farmiðaskattur á farseðla til útlanda á að gefa af sér 25 milljónir. Tóbaks- og áfengistekjur ríkisins eru áætlaðar 40 milljón kr. hærri en á þessu ári. Aukatekjur ríkissjóðs eiga að hækka urn 25—30 milljónir. V.b. Stráhur $1 ferst við Suðurland Brezkur togari bjargaði áhöfninni

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.