Mjölnir


Mjölnir - 16.12.1966, Blaðsíða 1

Mjölnir - 16.12.1966, Blaðsíða 1
aðslækni, um þær breytingar, sem bygging hins nýja húss mun valda í heilbrigðismálum Siglu- íjarðar almennt, fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Það er ástæða til að fagna þessum áfanga, sem fyrst og fremst veitir möguleika til stór- bætts aðbúnaðar að sjúklingum, og í öðru lagi margfalt betri skil- yrði en áður voru fyrir hendi til þess að starfsfólkið geti unn- Nýja sjúkrahúsið í Siglufirði tekið í notkun Afhending hússins fór fram í gærkvöldi, um það leyti. sem blaðið var að fara í prentun, og er því ekki hægt að segja frá þeirri athöfn nú. En fyrir nokkr- um dögum hafði blaðið tal af Ólafi Þorsteinssyni, sjúkrahúss- lækni og formanni byggingar- nefndarinnar, frú Hildi Svavars- dóttur, gjaldkera hennar, Skúla Jónassyni byggingameistara húss ins, og Sigurði Sigurðssyni, hér- aðslækni, og fékk hjá þeim þær upplýsingar, sem hér fara á eftir: Geysifegur munur á starfsQÓstæðum „Það þarf nú varla að lýsa því, hvílíkur geysimunur verður að koma í þetta nýja hús,“ sagði Ölafur sjúkrahússlæknir, er blað -ið spurði bann um, hverjar breyt ingar yrðu á starfsaðstöðu við að flytjast í nýja húsið. „Að- staðan gerbreytist, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þarna verður nóg rúm, a. m. k. næstu ár. Þetta er svo mikil breyting, að það er varla hægt að gera sam- anburð. Gamla húsið var alltof lítið og allri starfsemi þar skor- inn þröngur stakkur af þeim sökum, þar að auki gallað á ýms an hátt. Nýja húsið er fallegt og vistlegt hús, ég mundi segja, að það væri mjög skemmtilegt sjúkrahús.“ -—- Fáið þið ný tceki nú með nýja liúsinu? „Við áttum allgóð tæki, og notum þau áfram, en fáum ný til viðbótar, 't. d. sótthreinsunar- ofn, sem mun kosta um kvart- milljón krónur. Hann er gefinn af Kvenfélagi sjúkrahússins. — Skurðstofutæki eru að mestu þau sömu. Við notum allt, sem nothæft er, a. m. k. fyrst um sinn, en vonumst til að geta bætt um smátt og sinátt, eftir því sem fjár hagur og aðstaða leyfir. Núna, meðan verið er að koma þessu í gang, er vitanlega í mörg horn að líta.“ — Fœr sjúkrahúsið ný hús- gögn núna? „I stofunum verða notuð sömu rúmin. Þau eru nýleg og góð. Náttborðin verða þau sömu fyrst um sinn, en við vonumst til að fá ný í vor. Þá vil ég geta þess, að okkur hefur verið gefið mjög mikið, líklega sem svarar á 2. milljón króna, af einstakling- um, félögum og stofnunum, m. a. ýmis konar húsbúnaður og tæki. Meðal þess vildi ég nefna klukku kerfi, móðurklukka og 10 dótt- urklukkur, gefið af Sigfúsi Ól- afssyni í Hlíð. Þetta er mjög skemmtileg samstæða, og hefur kostað marga tugi þúsunda. Raf- virkjar í bænum hafa gefið okk- ur skurðstofulampa, ágætt tæki. Málarar hafa gefið okkur mjög vandað útvarpstæki. Þiá hafa smiðirnir gefið okkur allmörg smáborð. Kvenfélag sjúkrahúss- ins gaf batik-gluggatjöld eftir frú Sigrúnu Jónsdóttur, mjög fal leg. Kirkjukórinn hefur gefið orgel. Margar fleiri gjafir hafa borizt, frá mörgum gefendum. Þá vildi ég geta þess, þegar rætt er um húsbúnað og útlit, að í anddyri hússins er máluð lág- mynd, gerð í steinsteypu af frú Höllu Haraldsdóttur, og er hún hin inesta húsprýði.“ — Hvað verður gert við gamla húsið? „Eg held, að flestir séu komn- ir á þá skoðun, að bezt verði að rífa það.“ Merkum ófanga náð í stuttu viðtali, sem blaðið átti við Sigurð Sigurðsson, hér- ið sín störf þannig, að þau komi sjúklingunum að sem fyllstum notum. Þá er sérstök ástæða til að fagna því, að þarna skapast að- staða til handa gömlu og las- burða fólki, sem sökum vönt- unar á elliheimili og þrengsla á gamla sjúkrahúsinu hefur orð- ið að búa við misjafnlega heppi legar aðstæður á einkaheimil- um.“ — Er eklci rúm jyrir heilsu- verndarstöð í nýja húsinu? „Jú, það er rúm fyrir heilsu- gæzlustöð, sem veitir aðstöðu til mun betri þjónustu en áður hefur verið, hvað almenna heilsugæzlu snertir.“ — Hvað vildir þú segja um húsið sjálft? „Um húsið sjálft vildi ég segja það, að það er vistlegt og ákaf- lega skemmtilegt, og auðvitað margfalt rúmbetra og fullkomn- ara en gamla búsið. Og ánægju- legt umhverfi hefur vitanlega sitt að segja, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. • Eg tel, að með byggingu þessa húss hafi verið náð merkum á- fanga í heilbrigðismálum bæjar- ins.“ Kvenfélag sjúkrahússins Þegar rætt er um byggingu hins nýja sjúkrahúss, verður ei hjá því komizt að ræða þátt Kven félags sjúkrahússins. Það félag var stofnað árið 1953, og hafði á stefnuskrá sinni að hlynna að og styrkja sjúkrahúsið hér. — Formaður þess fyrstu 3 árin og einn helzti hvatamaður að stofn- un félagsins var frú Bjarnveig Guðlaugsdóttir, hjúkrunarkona, en frá 1956 og þar til í nóvemb- er í vetur var frú Hildur Svav- arsdóttir formaður. Núverandi formaður er frú Kristín Þorsteins son. Félagið safnaði allmiklu fé strax fyrstu árin og varði því til styrktar sjúkrahúsinu og starf- semi þess. í desember 1957 — (nokkrum mánuðum fyrir bæj- arstj órnarkosningar j hugkvæmd ist konunum að skrifa bæjar- stjórn og'bjóða fram fé, sem fé- lagið átti í sjóði, til byggingar nýs sjúkrahúss. Tókst um þetta Framhald á bls. 8. Þorfinna Sigfúsdóttir, róðskono, í riki sínu. Skyldi hún vera hugsandi yfir vélvæðingunni? Ólafur Þorsteinsson, sjúkrahússlæknir. B^^ingfarnefndin afhenti hnsið i gfær. I dag1 er það til §ýni§ bæjarhiíiim, en nm helg ina verður §íarf§eniin flutt þangað lir gamla jsjiikrahiiisinu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.